fimmtudagur, júní 29, 2006

Of þreytt...


...til að skrifa mikið núna - en geri það samt.
Ferðin til Gautaborgar var mjög skemmtileg í alla staði - nema hvað varðar veður, aldrei hef ég verið eins lengi út í eins mikilli rigningu. Það var varla þurr blettur á manni þarna í Liseberg en sem betur fer var nú ekkert kalt svo maður fraus allavegna ekki úr kulda. Við fjárfestum enda í þessum forláta regnslám sem var skartað allann daginn og þær björguðu nú heilmiklu verð ég að játa. Glæsileg systkinin ekki satt?
Það var líka gaman að koma í Bergsjön og skoða gamla 'húddið þar. Við þekktum nú varla blokkina okkar á Stjärnbildsgatan. Þetta voru sumsé í fyrndinni fjögurra hæða blokkir, hvítar að lit. Einhvern tíma á 10. áratugnum voru svo efri hæðirnar tvær einfaldlega fjarlægðar og seldar til Tékklands eða Póllands og úr urðu þessi líka huggulega tveggja hæða hús. Það má láta sér ýmislegt detta í hug sjáiði til.
Nú á Rymdtorget hafði margt breyst en líka margt 'stayed the same'. Við fórum á Flekis og á kirkjubasarinn í Bergsjön kyrkan (sem er án efa ljótasta kirkjubygging sem ég hef séð og eru þær nú margar ljótar á klakanum). Árni keypi sér belti á 2 kr. og ég forláta servéttuhringi á 5. Sannkölluð reifarakaup það. 'Bananablokkin' á Mercuriusgatan var enn á sínum stað (ekki verið seld til Tékklands eða svoleiðis). Greinilegt á magni gervihnattadiskjanna að þar búa að stórum hluta innflytjendur en þetta fannst okkur Árna brilliant og 'ökonomísk' leið til að reyna að ná útsendingum nágrannans. Til hvers að vera að eyða meiru en þarf?
En jæja á morgun (þetta er sumsé skrifað eftir miðnætti) er svo komið að heimferð frá Svíaríki í bili. Nenni engan veginn að pakka og finnst allt sem ég á "mjög nauðsynlegt" og "sérlega mikilvægt" og er því að leita leiða til að koma fataskápnum mínum ofan í ferðatöskuna og framhjá vökulum og óþjónustulunduðum augum 'tjékkinn' staffsins á Kastrup á morgun.
Sjáumst fljótt esskurnar - ta ta
p.s. ég hef ekki hugmynd um hvort og þá hvernig ég fór að því að færa tenglana sem eru á síðunni minni til - en þeir eru sumsé neðst á síðunni núna. Við hliðina á elstu færslunni hverju sinni.
Free counter and web stats