mánudagur, júní 26, 2006

Strandadagur

Lomma beach 25. júní 2006 - sjá má Reyni með Leó og Egil 'lengst' út í sjó!
Já það er hárrétt - í gær var farið á ströndina(þökk sé bíleigundunum Katrínu & Reyni - takk fyrir að kippa okkur með) í Lomma sem er 'næsti bær' við Lund í um 6 mín. akstursfjarlægð. Þar er dásamleg strönd og þar lá maður og flatmagaði í hátt í 30°C hita í gær og þótti ekki leiðinlegt. Það mátti varla á milli sjá hvort maður var við Atlantshafið eða Miðjarðar-hafið eins og sést á meðfylgjandi mynd... he he he. Núna er 'tanið' líka alveg að verða fullkomið og hægt að halda í vonina að maður haldi því út sumarið -óháð veðurfari á Íslandi það sem eftir lifir sumars-. Annars er það staðreynd að það hefur ekki verið svona heitt fyrir Midsommar í Svíþjóð í 24 ár!! Ekki nóg með það heldur, eins og talnaglöggar konur & menn átta sig á, gerðist það sumsé síðast sumarið 1982 þegar jors trúlí átti síðast heima á Kjemmanum. Am I crazy or is there a connection here?!?!?!?! Hmmm - haaaaa?
Nú svo sem góðan endi á góðum degi var svo slegið upp grilli á þrjúunni með tilheyrandi herlegheitum - nammi namm grillmatur & gott veður & góður félagskapur! Gerist það betra? Me thinks not!
Annars vil ég senda hugheilar ástar- og afmæliskveðjur til hennar Ingu systur minnar í Londres. Happy birthday babe!
Free counter and web stats