fimmtudagur, júlí 06, 2006

Reykjavíkurferð

Skrapp í bæinn í gær (sumsé úr Borgarnesi til Reykjavíkur). Vá hvað það er leiðinlegt að keyra í Reykjavík, Íslendingar eru alveg hreint ótrúlegir umferðardónar. Það var bara puttinn ef manni varð það á að hleypa fólki yfir gangbraut eða hvað þá að gefa sjéns þegar fólk var að bakka út úr stæði - já gleymdu því vinur!
Var sumsé að útrétta aðeins fyrir ma&pa og hótelið. Ofsalega gaman sko. Fór í IKEA að versla myndaramma, borgaði með ávísun. Agalega hentugur greiðslumáti það. Þurfti að vísu að horfa í augnhimnuskanna og skila þvag- og blóðprufu en annars bara rosafínt. Ávísunin! hún var upp á heilar 5.900 kr. Þetta er þó framför, afgreiðslumaðurinn vissi amk í þessu tilviki hvað þetta var sem ég var að rétta honum. Það er þá von fyrir æsku þessa lands ennþá!
Happy b-day til Dr. Rúnku rokk - big 3 0!! Another one bites the dust.
Free counter and web stats