sunnudagur, júlí 09, 2006

Sólin komin en hitinn ekki

Jæja það stytti nú bara upp á föstudaginn og hér hefur ekki rignt í heila þrjá daga, svei mér þá. Gula fyrirbærið hefur einnig látið sjá sig en fannst við ekki verðskulda neinn hita svo það eru áfram 8-11° C og því um að ræða svokallað gluggaveður. Ég treysti á að Katrín komi með þetta í farteskinu þegar hún kemur frá Lundi á morgun.
Fór í afmæli til Rúnku Rokk aka Dr. Eyrúnar Valsdóttur (mér finnst svo kúl að geta kallað hana doktor) í gær sem var auðvitað mjög skemmtilegt. Gaman að ná að hitta svona mikið af fólki á einu bretti sem maður hefur ekki séð heillengi. Tók mig til heima hjá Kötu skvísu og áttaði mig þá skyndilega á því hvað ég hef ekki komið þangað lengi þegar íbúðin var gjörbreytt, komið nýtt sófasett + borð og alls konar herbergi og parket og fataskápar og ég veit ekki hvað (note to self, fara að vinna hjá Landsbankanum þegar ég verð stór, þeir borga greinilega vel).
Free counter and web stats