Sólin komin en hitinn ekki
Jæja það stytti nú bara upp á föstudaginn og hér hefur ekki rignt í heila þrjá daga, svei mér þá. Gula fyrirbærið hefur einnig látið sjá sig en fannst við ekki verðskulda neinn hita svo það eru áfram 8-11° C og því um að ræða svokallað gluggaveður. Ég treysti á að Katrín komi með þetta í farteskinu þegar hún kemur frá Lundi á morgun.
Fór í afmæli til Rúnku Rokk aka Dr. Eyrúnar Valsdóttur (mér finnst svo kúl að geta kallað hana doktor) í gær sem var auðvitað mjög skemmtilegt. Gaman að ná að hitta svona mikið af fólki á einu bretti sem maður hefur ekki séð heillengi. Tók mig til heima hjá Kötu skvísu og áttaði mig þá skyndilega á því hvað ég hef ekki komið þangað lengi þegar íbúðin var gjörbreytt, komið nýtt sófasett + borð og alls konar herbergi og parket og fataskápar og ég veit ekki hvað (note to self, fara að vinna hjá Landsbankanum þegar ég verð stór, þeir borga greinilega vel).
<< Home