miðvikudagur, nóvember 19, 2008

Meira af vinstri grænum

Sá sem er að ráðleggja VG í fjármálum vinsamlegast gefi sig fram og taki við heiðrinum. Þvílík snilldartillaga sem fram kom hjá þeim í gær. Hámörkum vexti á verðtryggð lán í 2%. SNILLD. Því það munu allir vilja lána á slíkum kjörum, sérstaklega til Íslands og Íslendinga. Ég sé alveg lífeyrissjóðina rífast um plássin í röðinni til að veita fé sínu í þetta.
Svo finnst mér að næsta þingsályktunartillaga eigi að vera þess efnis að banna skammdegi á Íslandi í desember. Dæmin sanna að skammdegið dregur fólk niður og því líður yfirleitt illa af því svo að mér finnst að Alþingi eigi að álykta gegn því og banna í framhaldinu.
Free counter and web stats