fimmtudagur, september 22, 2005

Almost Friday

Fyndið hvernig í þessu mjög svo skipulagða þjóðfélagi sem Svíþjóð er þar sem 'all I's are dotted and all t's are crossed' hvað leikskólarnir eru eitthvað líbó á gæslutímanum. Maður má eiginlega bara hafa þetta eins og maður vill innan opnunartíma leikskólans (sem er bæ þe vei 07-18) og 'kortersgjald' ?? hvað er nú það? komdu bara að sækja þegar þú kemst svo lengi sem það er fyrir kl. 18. Verð að segja að mér líkar þetta hreint ekki illa þó eflaust megi færa fyrir því rök að þetta sé þjóðhagslega óhagkvæmt viðhorf.

Annars er helgin framundan, hreint ekki slæmt. Það eru reyndar ein viðbrigðin við að vera komin í nám, helgi þýðir ekki frí heldur bara yfirfærsla á samviskubiti ( frá því að vera ekki að eyða nógum tíma með barninu sínu yfir í að vera ekki að eyða nægum tíma yfir bókunum sumsé).


Verið nú dugleg að skilja eftir 'comment' elskurnar, það er svo agalega skemmtilegt :-)
Free counter and web stats