sunnudagur, október 09, 2005

Akkurru?

Hvað er málið með það að 'allar' amerískar gamanþáttaseríur í seinni tíð skarta ótrúlega sætum og klárum konum sem eru dedicated mæður barna og eiginkonur karlmanna sem eiga það sameiginlegt að vera upp til hópa ýmist feitir, metnaðarlausir, illa launaðir, illa hirtir, plain lúðar eða barnalegar karlrembur? Nei ég meina spáum aðeins í þetta.
Everybody loves Raymond
According to Jim
King of Queens
Yes Dear etc.
Allir þessir menn eiga konur sem eru ótrúlega sætar, góðar og klárar. HVAÐ ER ÞAÐ? Þetta er í sjálfu sér ekkert nýtt af nálinni man ekki betur en að t.d. Seinfeld og félagi hans George Costanza hafi bara verið að deita fokking súpermódel og sorry en get real people!
OK OK rólegan æsing segir eflaust einhver, en ég VEIT að þetta er Hollywood sem á ekkert skylt við raunveruleikann (apparantly eru þeir nú bara alveg hættir að reyna einu sinni). Ég er meira að segja reiðubúin að fallast á það að vonlausir karlmenn eigi líka skilið ást góðra kvenna. en HVAR eru þá samskonar þættir sem skarta í aðalKVENhlutverkum ljótum, feitum, illa snyrtum, metnaðarlausum sóðum sem eiga samt GORGEOUS eiginmenn sem 'elska þær bara eins og þær eru'?


Svar óskast.

Eitt Friends quote til að hressa mig við.... he he

Terry: Rachel, sweetheart, it's not that your friend is bad. It is that she is so bad that she makes me want to jam my finger in my eye, reach into my brain and swirl it around!

p.s. Inga systir mín 'the globetrotter' hefur bæst á listann yfir áhugaverða bloggara. Tjékkið á því hér til hliðar. :-)

Free counter and web stats