sunnudagur, október 02, 2005

Sunnudagsmorgun

Ooooh ég elska svona sunnudaga þar sem maður þarf ekkert að gera (sem er að vísu ekki satt þar sem ég ætti að vera að læra) nema bara vera til. Ég vaknaði að vísu snemma í morgun og bakaði brauð og kanilsnúða þar sem ég var búin að bjóða fólki í brunch. Kannski til þeir sem fyndist það vera kvöð en mér finnst fátt skemmtilegra en að gefa fólki að borða svo mér fannst þetta bara gaman. Gestirnir voru Katrín & Reynir + Leó Ernir sonur þeirra og svo Vala & Hörður + Tómas og Ísabella börnin þeirra. Þetta var bara rosa vel heppnað held ég mér sé óhætt að segja. Góður matur og góður félagsskapur, hvað er betra? Svo kom sólin út og æi þetta er bara búinn að vera svona ekta sögubókarsunnudagur. Þarf samt að halda vel á spöðunum og læra í kvöld svo ofvirku hópfélagarnir mínir verði ekki fyrir vonbrigðum.
En nú ætla ég að drullast í ræktina og reyna að brenna einhverju af kræsingum morgunsins....
Free counter and web stats