fimmtudagur, október 06, 2005

Saumó

Nammi namm fór í saumaklúbb hjá Bryndísi í gær. ÚFF þvílíkar veitingar, Daim-ostakakan var að koma ferlega sterk inn. Takk fyrir mig Bryndís og stelpur fyrir skemmtilegar umræður. Það var metmæting, ég, Vala, Hildur, Ása, Billa, Bryndís, Sigga, Katrín, Gunnhildur, Birna, Kristín og Sigga (II).
Annars mest lítið að frétta í rauninni. Skiluðum síðasta verkefninu (fyrir utan loka auddað) í fyrsta kúrsinum í gær. Þokkalega ánægð með hópinn minn, við unnum vel saman. En það kemur líklega í ljós í alvörunni á miðvikudaginn þegar við förum í svona evaluation fund með kennurunum þar sem farið verður yfir verkefnin okkar.
(að dreeeeeeeeeeeeepast úr harðsperrum ennþá, fór í móður allra eróbikktíma í gær)
En vá það er kominn föstudagur (eða close enough) og helgin á að vera rosanæs, upp undir 20 stiga hiti. Kannski við Egill Orri leggjumst í smá flakk ef stemmari er fyrir því. Kannski heimsækjum Ástu og Begga + strákana í Köben, ooh well sjáum til.
Sjitt hvað ég er andlaus eitthvað, mér dettur nákvæmlega ekkert í hug til að skrifa um í dag. Er þá ekki bara betra að sleppa því? Jú annars sé mig knúna til að verjast ósanngjarnri gagnrýni á sjónvarpsdagskrána hérna í Sverige. Hún er nú þrátt fyrir allt ágæt, bara ekki á daginn (þegar ég á að vera að lesa en er samt með kveikt á sjónvarpinu, þá koma alls konar gullmolar á skjáinn)

p.s. fullt af nýjum myndum af skólanum mínum, leikskólanum Egils Orra og nokkrar af hverfinu okkar. Haustið hérna er bara yndislegt sko. Tjékk it out!
Free counter and web stats