Pæling
Var í þvottahúsinu á þeim ókristilega tíma 07:00 í morgun sem væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema hvað að á sama tíma var þar kona sem greinilega, af klæðunum að dæma, er múslimatrúar. Hún var sumsé ein af þeim sem er í svona svörtum kufli frá toppi til táar (versus það að vera bara með slæðu). Altjént, þar sem ég stóð og flokkaði þvottinn minn þá fór ég allt í einu að spá í hvað það hlyti að vera óþægilegt að vera í svona kufli. Ég meina bara að fara á klósettið hlýtur að vera frekar mikið mál. Ef við tökum þetta svo aðeins lengra, hvernig er að fara á flugvélaklósett. Ég sé bara ekki hvernig það gengur upp en er á þessari stundu afar fegin að hafa ekki fæðst inn í trú sem krefst þess að ég gangi í svona kufli. Samt kannski soldið gott ef maður er feitur og/eða spéhræddur. Hmmm þetta er pæling.
<< Home