Kóræfing
Fór á fyrstu kóræfingu á ævinni í gær, það er nefnilega Íslendingakór hérna í Lundi. Fannst ég menningarsnautt svín þegar ég hafði aldrei heyrt um þessi lög sem við vorum að syngja en það kom ekki að sök, alltaf gaman að læra eitthvað nýtt er það ekki?
Þetta var bara voðalega gaman, held ég mæti jafnvel aftur, mér var amk ekki bannað að gera það svo þetta getur ekki hafa verið mjög hræðilegt hjá mér.
Geeeeeeeeeeeiiisp, ég skil þetta ekki, ég er alltaf svo þreytt. Nei ég meina seriously fáránlega þreytt OG syfjuð, gæti sofið endalaust. Held ég þurfi eitthvað að fara að láta mæla í mér blóðið. Kannski vantar mig bara járn - borða meira 'dead animal meat' or something.
Úff með harðsperrur í afturendanum, ofsalega dugleg að gera rassæfingar í gær og gleymdi að fokking teygja.
Talaði annars við hana Agnesi sætu bumbulínu á Skype í gærkvöldi. Ok ég veit ég er hundrað árum á eftir en þetta er snilldargræja, rosalega fín gæði og kostar ekki krónu sem er gott fyrir blanka námsmanninn. Gaman að heyra í Agnesi og frábært að heyra að þeim líður svona vel í Háagerðinu mínu. Þetta hverfi er náttúrlega frábært, what's not to like? :)
Annars er það helst í fréttum að sænsk yfirvöld hafa fallist á að barnið mitt sé í raun ekki eingetið og hafa fundið plögg þess efnis að hann eigi í raun kynföður heima á Íslandi. Sjitt - þar fóru mínar 15 mín. af yfirvofandi frægð fyrir lítið. En ég fæ þá kannski bara jafnvel barnabætur í staðinn, get keypt eitthvað fallegt á barnið fyrir þær. Æi hann var svo leiður í morgun elsku litli kallinn minn. Grét bara og grét, fannst ég versta mamma í heima þegar ég varð að skilja hann eftir í leikskólanum. Snökt snökt. Hann saknar pabba síns voðalega mikið, en það lagast vonandi þegar hann kemur í heimsókn til hans bráðlega.
p.s. HVAÐ er málið með hárið á Ridge í Bold & the Beautiful? Í alvörunni, hann lætur Trump líta vel út - TRAGIC!!
<< Home