laugardagur, október 08, 2005

Ofát

Stundum er maginn á mér botnlaus, eins og t.d. í dag. Það er æi nei kannski ekki búin að borða eitthvað agalega mikið en í svona nartstuði. Ég nenni reyndar ekki að hafa áhyggjur eða móral yfir því, veit þetta gengur yfir og það er mannskemmandi að hafa of miklar áhyggjur af því sem maður lætur ofan í sig (það er að segja ef maður er ekki a la American obese á ég við). En sumsé akkúrat núna er ég þess vegna að fá mér nokkrar fílakaramellur (eða náskylt fyrirbæri) og 'dæjara' yfir sjónvarpinu. Nammi namm.
Soldið fyndið (svo við snúum okkur að öðru) hvað myndir sem manni fannst ótrúlega fyndnar/góðar/skemmtilegar þegar maður var 'lítill' geta verið hörmulegar þegar maður horfir á þær c.a. 15-20 árum seinna. Núna er ég til dæmis að horfa á þá frómu mynd Police Academy 4 (JÁ as in FJÖGUR!!) og vá hvað þetta eru fyrirsjáanlegir brandarar. HEY þarna er David Spade, bff (before fame). OG Sharon Stone having a seriously bad hairday - Anyway, man alltaf glögglega þegar mér urðu á þau mistök að horfa aftur á Flashdance fyrir nokkrum árum, W O W hvað sú mynd er beinlínis sársaukafull áhorfs. Sumt er bara, eins og sítt að aftan og lakkríshálsbindi, betra í minningunni and should just be allowed to stay there!!!!!
Free counter and web stats