föstudagur, október 07, 2005

T(hank) G(od) I(t's) F(riday)

Annar dásamlegur haustdagur í Lundi, úff hvað það þarf eitthvað lítið til að gera mig hamingjusama. Þessi var að vísu xtra góður fyrir að vera líka föstudagur. Heeeeeeeeil helgi framundan og þar sem verkefnahlutanum í þessu námskeiði er lokið þá get ég samviskulaust lesið ekki neitt um helgina og bara gert það sem mig langar til. How sweet it is.
Hjólaði niðrí bæ áður en ég mætti í skólann og náði því að fá mér heimasíma sem ég er búin að vera á leiðinni að gera síðustu 2 mánuðina. Fékk þetta líka fína númer - næstum því ammmælisdaginn minn. Svo var gaurinn í Telia búðinni soldið kjút og daðraði soldið við mig, sem var gaman.... :) tíhí (hey! sagði ykkur að það þyrfti lítið til að gleðja mig).
Annars er (sm)Alzheimerinn seriously farin að hafa áhrif á daglegt líf mitt, ég vaknaði kl. 06:45 í morgun og dröslaði ca. 17 kg. af óhreinum þvotti niður í þvottahús til að komast að því að ég á tíma kl. 7 í FYRRAMÁLIÐ. GRRRRRRRREAT! Þetta sem var svo útpælt hjá mér, kannski ef ég hefði munað að það eru bara ÞRJÁTÍU dagar í septembermánuði þá væri ég ekki núna að þurfa að vakna á þessum ókristilega tíma á laugardegi!!!
Já meðan ég man (sem af ofangreindu má sjá að eru stórtíðindi í sjálfu sér) þá langar mig að þakka þeim Beggu, Oddnýju, Stínu og Ásu fyrir e-mailin. Þau glöddu mig óumsegjanlega mikið stelpur, þau komu akkúrat þegar ég var farin að halda að ég væri öllum gleymd hérna í Sverige. Takk aftur.
Já svo vil ég líka nota tækifærið og bjóða hann Árna "litla" bróðir minn velkominn í bloggheiminn. Endilega kíkið á bloggið hans. He is available girls!!!
Friend's quote vikunnar:
Rachel: Wha... married?
Ross: Well, yeah, I think we should get married!
Rachel: What? Because that's your answer to everything?
Free counter and web stats