miðvikudagur, október 12, 2005

Feedback

Jæja þá er maður búin að fara fyrir stóradóm og lifði af. Með sóma held ég bara, kennararnir voru bara ánægðir með vinnuna okkar í þessum kúrsi sem senn lýkur. Við vorum ekki "great" en við vorum sannarlega "very good" eins og þeir sögðu. Hey I'll take 'very good' any day of the week eins og maður segir. Nú eru sumsé bara tveir fyrirlestrar eftir og svo lokapróf sem er í formi heimaverkefnis. Mar rúllar því nú upp. Bara Ctrl + steypa og málið dautt.

Fór í bæinn í dag, hitti Völu, Hildi, Gunnhildi og Bryndísi í miðvikudagsmat á Carl Werner - át eitthvað sem líktist ekkert hamborgara og spókaði mig svo í bænum og eyddi af framfærslufé heimilisins í hinn ýmsa óþarfa ss. nýtt belti í Ginu Tricot og púður og hreinsimjólk í H&M. Klæddi mig eins og venjulega allt of mikið og var farin að tína af mér spjarirnar í síðdegissólinni. Þeir segja að meðalhiti í Lundi sem af er október sé hærri en í ágústmánuði - staðhæfing sem ég tek með fyrirvara. Ég man alveg hvernig ágúst var - dásemdin ein.

Lét eftir mér að elda engan kvöldmat en dró Völu með mér í svaðið og við fórum og keyptum okkur Thailenskan mat niðrí í bæ, okkur fannst sumsé minni fyrirhöfn að klæða og dröslast með þrjá krakka með okkur á matsölustað (take-out að vísu) niðrí bæ en að elda eitthvað heima hjá okkur. Skynsamlegt!

En kvöldið er ungt og M.G. Quibria's 'Growth and Poverty: Lessons from the East Asian Miracle revisited bíður.

Bon nuit mes amis :-)
Free counter and web stats