fimmtudagur, október 20, 2005

Heilaverkur

ég held ég sé að brenna yfir. Heilinn á mér þolir ekki meiri staðreyndir. Jafnvel þetta séu mismunandi útfærslur á nokkurn veginn sama efninu þá er ég orðin alveg ringluð. Því meira sem ég les því minna veit ég - ekki mjög tilfinning.
Æi kannist þið ekki við þessa hugsun, ég meina ég VEIT að þann 31. október verð ég búin með þetta próf, það er engin hætta á öðru. Skilst samt að til þess að það geti gerst þá verði ég raunverulega að setjast niður og skrifa þetta #%"O%"# prófið en ég bara get ekki formúlerað þetta svo þetta verði skiljanlegt. Það sem hræðir mig nett þar að auki er að ég er búin með viku af tilsettum tíma og ég er ekki einu sinni búin með fyrstu spurninguna og á eftir að lesa (nánast) allt fyrir spurningu 2 og 3 + að skrifa svörin. Baaaaaaaaaaaaaaah ég er að bilast

bilast

bilast

bilast ......



Friends quote vikunnar:
Joey: You guys have to be at the next table in case I, you know, start to say something stupid. Ross: Just now, or all the time? Because we have jobs you know.
Free counter and web stats