Ofát
ÚFF búin að borða mikið um helgina mar! Hrund og Eyrún (aka Danirnir) komu í heimsókn til Svíalands og við elduðum ótrúlega gott lambafilé (með emailaðri aðstoð Árna bróðurs) sem heppnaðist mjög vel. Sætkartöflumús, steikt grænmeti, ferskur aspas og hin ótrúlega góða bláberjasósa. Allt bragðaðist mjööööööööög vel og við átum á okkur gat. Í dag var svo annar í lambi hjá minni þegar ég borðaði restina af kjötinu í kvöldmat. Nammi namm Lambakjöt á diskinn minn. Fyndið hvað maður verður eitthvað mikill nationalisti þegar maður býr svona í útlöndum. Allt best að heiman auðvitað.
Anyway TAKK stelpur fyrir komuna, kjaftið og rauðvínið ... og auðvitað gjöfina. TAKK Gróa fyrir kjötið sem var súper gott.
Annars mest lítið að frétta, sunnudagsrólegheit bara. Þvottur og hversdagsleiki. Æi er það ekki ágætt inn á milli?
<< Home