Jólastemmning
Fullveldisdagurinn - merkur dagur í sögu þjóðar vorrar.
En jæja þá er maður búin að gera smá svona jóló í kring um sig. Henda upp nokkrum seríum og sonnna eins og sést á meðfylgjandi mynd. Inni á myndabankanum okkar eru svo myndir af Agli síðan á sunnudaginn og jólaljósunum í Lundi.
Annars er merkilegt hvað maður stendu sjálfan sig að því að hugsa. Fór í eróbikk í gær, sem í sjálfu sér ekki mjög merkilegt en það var stelpa fyrir framan mig allann tímann sem var með ótrúlega sætan rass. Fáránleg hugsun ég veit en mig langaði bara að klípa í hann en ég hélt nú samt í mér. Sem betur fer kannski :)
Var með saumaklúbb í gær og það var svoooooooooo mikið af veitingum afgangs, úff úff. Fór nú með slatta í skólann í dag og vakti auðvitað lukku. En það er samt OF mikið eftir af kökum hérna fyrir minn smekk þ.á.m. hin ómótstæðilega ostakaka frá Bryndísi. Ég verð að bjóða einhverjum í kaffi eða á annan hátt deila henni með einhverjum. Annars er voðinn vís.
En nú eru bara 16 dagar þar til við Egill förum til Íslands .. jibbí, niðurtalning er hér með formlega hafin.
<< Home