föstudagur, nóvember 25, 2005

Let it snow, let it snow, let it snow

Fyrsti snjórinn kominn í Lundi þetta árið. Ekki að það sé eitthvað upphaf að einhverjum rosavetri. Það eru nú yfirleitt ekki mikil snjóþyngsli hérna, en þetta var voðalega notalegt. Ekki laust við að soldil svona jólastemmning sé komin í mann fyrir vikið.
Annars var ég lúði dauðans í dag þegar ég datt af hjólinu mínu, segi ekki á fullri ferð en samt nóg til þess að ég sé með þriðja hnéð, blátt, rautt og blóðugt = S E X Ý
Ætla að skutla Völu og Herði + börnum á Kastrup á morgun og fæ svo bílaleigubílinn yfir restina af helginni. Góður díll, ætla í Nova að versla jólagjafir. Klúbbmeðlimahelgi í H&M klúbbnum, ekki verra þar sem ég ætla einmitt að splæsa á mig gallabuxum í leiðinni.
Jæja garago, er með piparkökur í ofninum.
p.s. DJÖ.... er Madonna flott - hún er fokking fimmtug (eða hér um bil) and the woman's got an ass that won't quit. PANT vera svona um fimmtugt ..... hey það má láta sig dreyma!
p.p.s JAAAAAAAAÁ ég var næstum búin að gleyma aðalfréttunum! Ég fékk hæstu einkunn fyrir próf dauðans frá því um daginn! VÁ þvílík hamingja, ÞVÍLÍK hamingja :) :) :) :) :)
Free counter and web stats