mánudagur, nóvember 21, 2005

Kuldaboli

Ég hef komist að því að ég er óeðlilega mikil kuldaskræfa. Í dag var ég í hlýrabol, skyrtu, þykkri peysu, goretex úlpu með innbyggðri flíspeysu, stígvélum, flísklæddum vettlingum og með húfu og þegar ég kom niðrí skóla var mér svo kalt að mér var líkamlega illt. Er þetta normal? Held einhvern veginn ekki sko!
Kannski þess vegna sem ég ét allt sem hönd á festir. Seriously borða endalaust. Piparkökur eru nýjustu mistökin í matarkörfunni. Hrikalega eru þær góðar ... Mmmm með kaldri mjólk.
Það undarlega í þessu samhengi virðist samt vera að annað hvort er ég að grennast eða fötin mín að stækka því flestar buxurnar mínar eru orðnar 'biggish' á mig. Kannski er eitthvað töfra við þetta kalda loft hérna - will keep you posted.
p.s. nokkrar nýjar myndir í myndabankanum undir 'hitt og thetta - haust í Lundi' möppunni.
Free counter and web stats