miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Letikast

er í letikasti... nei ég meina sko virkilegu letikasti. Ég var meira að segja komin niður í rækt í gær þegar ég snéri við og fór heim og lagði mig í staðinn. Át svo ca. hálft kíló (ok ég er smá að ýkja núna) karamellum yfir sjónvarpinu í gær í stað þess að gera eitthvað af viti eins og t.d. borða hratt brokkolí og lesa um Al Qaeda's Southeast Asian Network. Æi er ekki nauðsynlegt að eiga svona daga inn á milli?
Þetta letikast hefur nefnilega hvatt mig til mikilla afkasta í dag bæði námslega og matarlega séð. Át tjéð hrátt brokkolí (og fullt af tómötum og smá af vínberjum) í hádegismat t.d. auk þess sem ég las tvær greinar af 3 sem ég þarf að lesa fyrir verkefni sem ég á að skila á mánudaginn og ætla að dru... mér í pallatíma kl. 15:15 svo batnandi manneskju er best að lifa.

p.s. hringdi í Lunds Energi og fékk leiðréttan hinn himinháa rafmagnsreikning - stundum er Svíinn nú pínu-oggu-pons sveigjanlegur. Hann má eiga það.

Keypti mér 10 seríuna af Friends á DVD, af því tilefni kemur hérna eitt gott quote.
Rachel: Amy, I cannot belive that you did this [pierced Emma's ears] Ross will go craaaazy!
Amy: Why? Did something happen to his falafel cart?
Free counter and web stats