Alltaf á síðustu stundu
Hvaða tendens er þetta til að vera alltaf að gera allt á síðustu stundu? Núna á ég til dæmis að skila ritgerð á morgun sem ég hefði svooooooooo geta verið búin með en nei, ég er búin að vera að draga á langinn að skrifa hana í 3 heila daga sem þýðir að ég VERÐ að skrifa hana í kvöld/nótt. Reyndar búin að komast að því að ég er þvílík B-manneskja þegar kemur að ....jaaaa basically öllu, en sérstaklega lærdómi. Kemst aldrei almennilega í gang fyrr en í fyrsta lagi 11 á kvöldin ....... HVAÐ ER ÞAÐ?
En sumsé, mest lítið að frétta, bara rigning og kuldi hérna í Sverige. Hjálpaði Völu og Herði að setja í gáminn í gærmorgun, ásamt mörgum fleirum. Mestu reynsluboltarnir voru að hjálpa til við 12 eða 13 flutningana. Maður hlýtur að verða gámaröðunarmeistari áður en yfir lýkur. Finnst annars agalegt að þau séu að fara, svo þægilegt og skemmtilegt fólk með yndisleg börn. Held þeim finnist það sjálfum hálfskrýtið þó auðvitað sé líka ljúft að sjá fram á að vera actually með tekjur. Hmmm að hafa tekjur, hvernig var það aftur?
<< Home