HA! ég? sveimhuga?
ég held seriously að það sé eitthvað að mér. Suma daga (fleiri en færri) GET ég bara ekki fest hugann við það sem ég á að vera að gera. Ég er fáránlega sveimhuga (veit ekki alveg hvort það er orð, finnst eins og ég hafi heyrt það en er ekki viss. Ef það er ekki til þá ætti það amk að vera til og er þá hér með framlag mitt til þróunar íslenskrar tungu) og veð sífellt úr einu í annað. Eins og til dæmis í dag. Ég Á að vera að skrifa ritgerð um tengsl alþjóðavæðingar og þróunar frjálslynds lýðræðis í SA-Asíu. En einhvern veginn er ég not so much að því sko. Síðan ég settist niður kl. 09:15, og það var btw SVOOO mikið átak að fara ekki bara aftur að sofa, þá er ég búin að:
* spjalla við Gerðu á MSN
* fara út með ruslið
* prenta út glósurnar mínar, til að þurfa ekki að lesa af skjánum
* spjalla við Bárð á MSN
* lesa MBL.is
* kíkja á heimasíðu Bifrastar og á Bifrastarpóstinn minn
* fara niður í þvottahús til að athuga hvort einhver skrópaði í þvottatímann sinn (sko af því að þá ætlaði ég að nota hann, ekki af því að ég sé einhver þvottahúslögga eða sérstakur áhugamaður um þvottahegðun nágranna minna)
* taka út úr frysti fyrir kvöldmatinn
* láta mig langa ótrúlega í bland í poka úr Willy's en ekki lagt í að fara út í kuldann að sækja mér það (ágætt þegar ein höfuðsynd slær aðra út! þ.e. ég er latari en ég er gráðug)
* blogga á síðuna hans Egils
* blogga á síðuna mína
Samt er mér ekki alls varnað, ég er þó búin að opna WORD og skíra skjalið, gera header og footer og byrja á innganginum. Það hlýtur nú að teljast þó nokkuð ekki satt?
Friends quote vikunnar (I don't mind admitting, it hits close to home this one)
Monica: Guess what I'm thinking?
Pheobe: Hmm, Oh! You are thinking how it is so long since you've had sex, you're wondering if they've changed it!
Monica: NO! Although now that's what I'm thinking.
<< Home