Smáatriði og stórmál
Fyndið hvað sum smáatriði geta farið óendanlega í taugarnar á manni, já eða amk mér. Til dæmis þoli ég ekki tannkremstúpur með skrúfu loki. HVAÐ ER ÞAÐ! maður er með tannburstann, búin að setja á hann tannkrem og þarf þá að leggja hann frá sér meðan maður lokar tannkreminu og gengur frá því. [gremj] [gremj].
Annars var dagurinn í dag fremur svona góður. Fékk einkunn fyrir fyrri ritgerðina í kúrsinum sem ég er í. Náði að fá VG+ sem stendur sumsé fyrir 'vel godkänt' sem er hæsta einkunn og + í þokkabót. Ég var voða glöð - það verður að viðurkennast.
Hérna í Svíþjóð er allt búið að vera á öðrum endanum yfir skýrslu nefndar sem fór yfir viðbrögð ríkisstjórnarinnar við flóðbylgjunni í Asíu í fyrra. Svört skýrsla fyrir sósialdemókratana og þær verða æ háværari raddirnar sem finnst að Persson forsætisráðherra eigi að segja af sér. Hmmm ef þetta væri Ísland myndi hann náttúrulega aldrei gera það en það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu málsins.
Annars var ég að spjalla við Nick bekkjarbróður minn í gær, ótrúlega fínn náungi og skemmtilegur, Poolari að vísu en ég nota það ekki gegn honum. Altjént kom í ljós að hann er að fara í viðtal hjá BBC þar sem hann var staddur mitt í öllum hasarnum um jólin í fyrra. Nánar tiltekið átti hann að vera í ferju á leiðinni til Phuket. Skrítið að heyra hann vera að lýsa þessu og geta samt einhvern veginn ekki ímyndað sér hvernig þetta hefur verið. Eins og hann sagði, lýsti því hvernig það hefði verið að vita að flóðbylgjan hefði skollið á staðinn sem þau höfðu ætlað að vera á og vita í raun ekkert um hvort hörmungarnar væru yfirstaðnar eða hvort þau ættu von á því að verða fyrir öðru eins þegar þau lögðu af stað með ferjunni eftir töfina. Að þurfa að sitja þarna í þessum báti og vera í huganum að skipuleggja hvernig þau (hann var með systur sinni) myndu bregðast við ef önnur hafbylgja kæmi. Að þurfa að sigla í gegnum svæði sem höfðu orðið illa úti og sjá rústir af húsum, bátum og auk þess lík fljóta allt í kring um sig. Ég meina ég bara get ekki byrjað að ímynda mér hvernig maður losnar nokkurn tíma við þessar ímyndir úr hausnum á sér.
<< Home