mánudagur, nóvember 14, 2005

Afmælisstelpa

Ég á sko afmæli í dag. Ég held því ennþá fram að þetta sé (ef skoðað tölfræðilega) einn óalgengasti afmælisdagur á Íslandi.
Dagurinn var í sjálfu sér afar viðburðalítill. Fór í smá jólagjafainnkaupaleiðangur í Ullared (sem er í ca. 2 tíma fjarlægð frá Lundi) með henni Hildi sem var nú bara ágætt, versluðum á okkur gat en ekkert ofsalega mikið af jólagjöfum svosem. En gleðifréttir dagsins eru þær að hún Agnes vinkona mín og hann Bjössi eignuðust í tilefni dagsins heilbrigðan 14 marka 52 cm strák sem er auðvitað æðislegt og ein besta afmælisgjöf sem hægt er að fá :) Til hamingju elsku vinir og ég hlakka ekkert smá til að sjá ykkur fjölskylduna um jólin. Ju minn hvað það verður gaman að koma og knúsa litla manninn. (ég SAGÐI þér að hann kæmi á afmælisdaginn minn MajBritt!!)
Annars er ég í letikasti og er engan vegin að nenna í skólann á morgun til að vinna þetta verkefni sem fyrir liggur..... ætli það sé ekki rigningin sem er að draga mig niður? Rainy days and Mondays always get me down...
Anyway darlings, ástarþakkir fyrir allar afmæliskveðjurnar sem hafa borist mér í dag frá nær- og fjærstöddum. Miss U today.
Free counter and web stats