mánudagur, mars 19, 2007

Ms. sweet-tooth

Er það ekki merkilegt að ef kona hættir að fara í ræktina og borðar glás af sælgæti þá fitnar kona.
Það sem er jafnvel enn merkilegra er að þrátt fyrir að kona hafi eytt samtals um það bil 25 árum í skóla á ýmsum stigum þá kemur þetta alltaf jafnmikið á óvart.
Þetta verður síðasta færslan um holdarfar mitt í bili - þetta eru svo gamlar fréttir eitthvað!

laugardagur, mars 10, 2007

The little things in life

Það er eitthvað ólýsanlega gleðilegt við það að detta niður á hið fullkomna bílastæði, þið vitið stæðið rétt fyrir framan hurðina á búðinni og það á föstudegi. Stundum er hamingjan fólgin í svona litlum og ómerkilegum hlutum.

miðvikudagur, mars 07, 2007

Kveb

Þegar maður er kvefaður þá getur maður ekki sagt orðið kvef almennilega, það verður einhvern veginn 'kveb'. Þetta var nú kannski ekki mjög spennandi athugasemd en mér bara datt þetta svona í hug þar sem ég sit heima hjá mér með hor í nös og stíflu upp í heila.
Annars er verið að reyna að draga okkur til Köben á Sálina í kringum Sumardaginn fyrsta. Vissulega væri það alveg svolítið (okei mikið) gaman en þegar maður gerir stutta cost-benefit analysis á þetta þá mætti líklega segja að þetta sé dýrt spaug. En best að hafa bara engar áhyggjur af þessu þangað til við vitum hvort við fáum miða á ballið.
Hafiði annars tekið eftir því hvernig tíminn flýgur óhugnalega hratt, það er kominn mars og vikan er einhvern veginn bara ALLTAF búin. Það er mánudagur og svo er bara kominn föstudagur áður en maður snýr sér við. Soldið scary!

þriðjudagur, mars 06, 2007

Blús

Það yljar manni vissulega að sjá að fólk nennir í alvörunni ennþá inn á þessa síðu þrátt fyrir hörmulegt andleysi höfundar síðustu vikur og mánuði. Annars var ég að huxa hvort ég ætti að hoppa á hljómsveitarvagninn (e. band-wagon) og stofna til sérframboðs fyrir komandi alþingiskosningar. Baráttumál yrðu þá helst þau að súkkulaði hafi eðli sellerís*, 'seljúlæt' verði meginuppistaða hausttískunnar og mest af öllu að konur sameinist um að vera ánægðar með líkama sinn sama hvernig hann lítur út**







* þ.e. að maður brenni fleiri kaloríur við að melta það en eru í því
** er með feituna og ljótuna á háu stigi og er að fara á árshátíð eftir 4 stuttar vikur
Free counter and web stats