Þegar maður er kvefaður þá getur maður ekki sagt orðið kvef almennilega, það verður einhvern veginn 'kveb'. Þetta var nú kannski ekki mjög spennandi athugasemd en mér bara datt þetta svona í hug þar sem ég sit heima hjá mér með hor í nös og stíflu upp í heila.
Annars er verið að reyna að draga okkur til Köben á Sálina í kringum Sumardaginn fyrsta. Vissulega væri það alveg svolítið (okei mikið) gaman en þegar maður gerir stutta cost-benefit analysis á þetta þá mætti líklega segja að þetta sé dýrt spaug. En best að hafa bara engar áhyggjur af þessu þangað til við vitum hvort við fáum miða á ballið.
Hafiði annars tekið eftir því hvernig tíminn flýgur óhugnalega hratt, það er kominn mars og vikan er einhvern veginn bara ALLTAF búin. Það er mánudagur og svo er bara kominn föstudagur áður en maður snýr sér við. Soldið scary!