þriðjudagur, nóvember 25, 2008

Góð grein

Veit ekki hvað þessi kona heitir en hef stundum lesið greinarnar hennar á vísi.is

http://www.visir.is/article/20081125/SKODANIR/131684210/-1

mánudagur, nóvember 24, 2008

Enn af bankaleynd og öðrum óþarfa

já hún er nú meira pjattið þessi bankaleynd. Ég veit ekki hvort ég á að hlægja, gráta eða fyllast ofsahræðslu þegar ráðherra dómsmála er farin að tala um bankaleynd eins og það sé eðlilegasti hlutur í heimi að hún víki. Að hún sé jafnvel bara barn síns tíma. (sjá blogg Björns í gær).
Að ætla að afnema bankaleynd að hluta er eiginlega eins og að vera "pínulítið óléttur" þ.e. ekki hægt. Það hlýtur eitt að þurfa yfir alla að ganga og þá væri fínt að allir byrjuðu bara að opinbera sín persónulegu fjármál núna strax. Hvað þeir skulda í húsunum sínum, á hvaða kjörum etc. Svo ætti líka að opna bókhald stjórnmálaflokkanna og ráðamenn eiga vitaskuld fyrstir allra að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessum efnum. Þetta myndi líka algjörlega útrýma vandamálinu við fleytingu krónunnar. Ef menn halda að hún muni veikjast við það þá verður það hjóm við hliðina á því sem mun gerast ef fólk hefur alvöru ástæðu til að ætla að bankaleynd haldi ekki á Íslandi. Spennið beltin börnin mín, þá fyrst getum við farið að tala um fjármagnsflótta.
En við skulum ekki þar við sitja. Við skulum líka sammælast um að það megi henda fólki í fangelsi fyrir að grunur leiki á um að þeir hafi brotið af sér. Jafnvel helst líka þrátt fyrir að þeir hafi í raun ekkert gert það, það ætti að duga að okkur finnist bara að þeir eigi það skilið. Það er svo miklu hreinlegra og auðveldara og svo eru allir embættismenn landsins svo bullandi vanhæfir hvort sem er að þeim er ekki treystandi fyrir því að rannsaka neitt.
Að lokum eigum við svo að opinbera læknaskýrslur fólks líka. Ekki viljum við að veikt fólk og fólk sem er jafnvel með ættgenga sjúkdóma geti verið að vinna og það jafnvel við hliðina á okkur. Ímyndið ykkur hvað þetta myndi spara okkur í útgjöldum vegna t.d. veikindadaga og annars slíks óþarfa.
Já þegar allt þetta er gert þá verður þetta nú samfélag sem er þess virði að lifa í.
p.s. vil samt taka fram að mér finnst ekki að neitt af þessu eigi að taka til mín enda mín réttindi öll varin af persónuverndarlögum og öðrum slíkum lögvörðum réttindum. Nei þetta á bara við um það fólk sem ég hef ímugust á og eða er mér ekki þóknanlegt.

Segir það sem ég vildi sagt hafa

Þessi grein lýsir mjög vel og betur en ég get, þeirri arfavitleysu sem er /var frumvarp Vinstri Grænna um að lögbinda vexti verðtryggðra lána í 2%.

http://www.deiglan.com/index.php?itemid=12314

fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Er ekki bara best að vera bjartsýn?

Er svartsýnin sem hefur hrjáð mig í dag ekki bara mannskemmandi? Ég held það, maður getur víst lítið gert til að breyta því sem orðið er. Er bara eins og farþegi í stjórnlausri lest og verður bara að vona að lestarstjóranum ratist á að gera það sem rétt er. Með vilja góðra manna er leið út úr öllum vanda.

Svo er líka föstudagur á morgun OG ég í fríi. Er það ekki dásamlegt?

miðvikudagur, nóvember 19, 2008

Meira af vinstri grænum

Sá sem er að ráðleggja VG í fjármálum vinsamlegast gefi sig fram og taki við heiðrinum. Þvílík snilldartillaga sem fram kom hjá þeim í gær. Hámörkum vexti á verðtryggð lán í 2%. SNILLD. Því það munu allir vilja lána á slíkum kjörum, sérstaklega til Íslands og Íslendinga. Ég sé alveg lífeyrissjóðina rífast um plássin í röðinni til að veita fé sínu í þetta.
Svo finnst mér að næsta þingsályktunartillaga eigi að vera þess efnis að banna skammdegi á Íslandi í desember. Dæmin sanna að skammdegið dregur fólk niður og því líður yfirleitt illa af því svo að mér finnst að Alþingi eigi að álykta gegn því og banna í framhaldinu.

mánudagur, nóvember 17, 2008

"Lengi getur vont versnað"

Yfirskriftin er tilvísun í yfirlýsingu Steingríms J. eftir að lýst var yfir að deilan vegna Ice-Save væri að leysast eða leyst.
Finnst mér súrt sem skattgreiðandi í þessu landi að sitja uppi með þessa reikninga? Játs, þokkalega en ég met æru mína meira en peninga og mér hefði fundist súrt að keyra áfram með "við borgum ekki, við borgum ekki" afstöðuna. Við erum ekki að borga þetta allt, við erum að ábyrgjast það sem þessi blessuðu lög um EES segja til um. Það er meira að segja líklegt að eignir sem seldar verða fari langleiðina með að borga þetta. Eða héldum við að við mættum eiga þær og samt ekki borga? Við höfum notið mikils góðs af þessum [EES] samningi líka og það er erfitt fyrir mig að sjá að við getum bara "cherry pickað" það góða og látið það slæma eiga sig. Sjálfsagt finnst einhverjum það réttlætanlegt og gott og vel, þeim má finnast það. Mér líður amk aðeins betur í "þjóðarstoltinu" að geta sagt að við munum ábyrgjast þetta lágmark. Það er ekki við breska sparifjáreigendur að sakast í þessu máli.
Hitt er svo annað mál að við eigum að fara í FEITT mál við Bretana í framhaldinu fyrir beitingu hryðjuverkalaganna og láta þá á endanum borga fyrir þetta sjálfa. Við höfum, að mér vitandi, ekkert afsalað okkur þeim rétti.
En mikið óskaplega væri nú gott að heyra Steingrím Jóhann Sigfússon stíga fram og lýsa í smáatriðum öllum sínum lausnum - hann hlýtur að luma á þeim ófáum fyrst að allt sem ríkisstjórnin hefur so far gert er ómögulegt í alla staði. (ég er svosem ekki að verja hana sérstaklega, finnst bara að fólk eigi að benda á lausnir en ekki bara að fá að röfla út í eitt)
Ég bara minnist þess ekki að hafa heyrt hann koma með nein svör eða lausnir. Skal fúslega éta það ofan í mig ef einhver getur bent mér á annað.

fimmtudagur, nóvember 13, 2008

Ein ég sit og sauma...

Haldiði ekki að kellingin sé dottin í útsaum? Fann í leit (að einhverju allt öðru) krosssaumsmynd sem ég hef af miklum metnaði og meiri eldmóði en mér entist nenna til byrjað á áður en Egill Orri fæddist. Þetta er svona mynd þar sem maður á að sauma í nafnið á barninu, fæðingardag, þyngd og stað. Flestir hefðu látið sér nægja klukkustreng eða eitthvað hóflegt. En neeeeei ekki hún ég. Mér dugði ekkert minna en risastór mynd með 12 böngsum sem allir eru ýmist að spila á hljóðfæri, klifra í stiga, hengja upp þvott eða halda á blöðrum eða eitthvað álíka.
Hélt ég actually að ég myndi klára þetta? Eigum við að ræða það eitthvað hvað maður þekkir sjálfan sig stundum lítið?
Elli hló amk að mér þegar ég sór þess eið að klára þetta nú áður en daman kemur í heiminn. Yea right....

þriðjudagur, nóvember 11, 2008

Bjartsýnisljóð

Þetta ljóð er skrifað á málverk sem ég keypti fyrir réttu ári síðan á listaverkauppboði á Egilsstöðum. Það heillaði mig þá og gerir enn. Er auk þess kjörin boðskapur í þessu þunglyndi sem herjar á þjóðina.
Dans gleðinnar
Það er svo margt að una við
að elska, þrá og gleðjast við
jafnt orð sem þögn og lit sem lag
jafnt langa nótt og bjartan dag.
Mér fátt er kærra öðru eitt
ég elska lífið djúpt og heitt
því allt sem maður óskar næst
og allir draumar geta ræst.
Ég byggi hlátraheima í húmi langrar nætur
af svefni upp í söngvahug með sól ég rís á fætur
og augun geisla af gleði sem grær í mínu hjarta
en syrti að ég syng mig inn í sólskinsveröld bjarta
~Kristján frá Djúpalæk

miðvikudagur, nóvember 05, 2008

Sarah Palin

Sweet Jesus - hún er rosaleg. Ég hef ekki getað haldið út að horfa á allt Katie Couric viðtalið en er að því núna. Þvílík endemis froða og innihaldslaust bull hef ég aldrei heyrt... (eða ok amk ekki síðan íslenskur þingmaður - hvaða þingmaður sem er - opnaði síðast munninn um efnahagsástandið hérna heima).

Youtube-aði hana smá og hérna eru nokkrir molar ýmist sagðir af henni eða um hana...

Sarah Palin on foreign policy experience

Sarah Palin on supreme court decisions she disagrees with

Best of Sarah Palin

og svona aðeins til samanburðar Miss Teen USA "answers" a question

Uncanny resemblance, það skelfilegasta er náttúrulega að önnur er SERIOUSLY varaforsetaefni Bandaríkjanna. Are you freaking kidding me?

þriðjudagur, nóvember 04, 2008

Rétti upp hönd ...

... sem finnst alveg kjörið að þingmenn og lýðræðislega kjörnir fulltrúar í þessu landi eigi að ganga á undan með góðu fordæmi og lækka við sig launin líkt og fjölmargir aðrir eru að neyðast til að gera í dag.
Skv. ákvörðun frá 1.maí 2008 er þingfararkaup (laun "óbreytts" þingmanns sem ekki er formaður þingflokks, forseti Alþingis eða varaforseti, formaður nefndar eða stjórnmálaflokks) 562.020 kr. pr. mánuð. Eigi eitthvað af fyrrtöldu við þá fæst 15% álag Flestir ef ekki allir þingmenn hafa undanfarið farið mikinn í umræðunni um mikilvægi þess að við tökum öll höndum saman við að leysa vandann. Mér fyndist bara alveg kjörið að þeir byrjuðu á því að taka á sig ca. 10 - 15% launalækkun.

mánudagur, nóvember 03, 2008

Stærðfræði fyrir byrjendur

Ef maður getur fengið flugmiða til t.d. London með Icelandair á 15.500 aðra leið með sköttum (gef mér að það sé þá ca. 31þús fram/tilbaka) hvernig getur þá staðist að vildarmiði (ss. greiddur alfarið með punktum) kosti mig 25þús á mann bara í skatta!!! OG að það sé ekki lífsins mögulegt að fá sundurliðun á þessum sköttum og gjöldum. Þetta pirrar mig.
Gleðifréttir dagsins eru hins vegar þær að við Elli fengum bæði endurgreiðslu frá skattinum - svo ég kvóti nú eilífðarbiblíuna (Friends) - "that's like finding free money with naked people on it"

sunnudagur, nóvember 02, 2008

í ökkla eða eyra

Eftir að hafa verið kalt um það bil síðustu 7 árin þá er mér núna svo heitt að það jaðrar við hið fáránlega. Litla baunin er greinilega á við góðan ofn ...
Free counter and web stats