föstudagur, febrúar 23, 2007

Suburbia

Ég held ég hafi bara ekkert frá neinu áhugaverðu að segja. Sem er svolítið sad - er lífið í úthverfunum virkilega svona óspennandi? Greinilega. Annars er ég bara orðin grasekkja, kallinn farinn til USA á skíði og míns bara ein eftir heima. Ekki að ég öfundi hann neitt - mig langar sko ekkert til Killington, nei nei mig langar bara að vera hérna í grámyglulegum hversdagsleikanum, vinna sofa pissa borða ....

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Blóðugir demantar

Fór á Blood Diamond áðan


Allt í einu er himinhátt matarverð, vitlausir stjórnmálamenn og skítaveður eitthvað svo mikill hégómi.

Mæli með myndinni!

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Persónuleikaraskanir

ég las nokkuð skemmtilega/áhugaverða grein í -Allt- (aukakálfi Fréttablaðsins) í dag (eða á kona kannski að segja Öllu það er fallbeygja nafnið Allt?? "ég las áhugaverða grein í Öllu í dag" en þá lendir kona í þeirri gryfju að kannski heldur lesandinn að um sé að ræða kvenmansnafnið Alla (um Öllu).... hmm þetta er pæling).
Eníhú þá var Hörður Þorgilsson sálfræðingur að fjalla um ýmsar hliðar persónuleikaraskana sem geta hrjáð fólk og mér fannst þetta nú bara afar athygliverð grein. Svo ég grípi aðeins niður í hana þá "er það kallað persónuleikaröskun þegar hegðun manneskjunnar veldur henni vanlíðan eða öðrum óþægindum"
Þetta leiðir hugann að því hvort það að til dæmis vera "Vinstri-Grænn" getur talist til persónuleikaröskunar? Hegðun þeirra veldur mér miklum óþægindum og oft á tíðum jafnvel hugarangri. Tala nú ekki um Frjálslynda eða Framsóknarmenn.
En tjékkið á greininni, hún er áhugaverð og óneitanlega sumar persónur sem maður hefur þekkt í gegnum tíðina sem koma sterkar upp í hugann en aðrar. (ooooh þvílíkur munur að vera svona fullkomin sjálf!!) :D :D :D

mánudagur, febrúar 12, 2007

Færsluleti

Agalega löt að skrifa, mar lifir eitthvað svo miklu rútínulífi núna. Agalega boring þegar highlight of your week eru harðsperrur dauðans eftir body pump. Vá .... sorgleg gella eða hvað?
Dilemma vikunnar er hvert skal halda í sumarfrí með familjun í sumar. Á mar að veðja á að það verði sól á Íslandi ..........
[hláturskast]
(Aidez moi ég er svo fyndin já eða í öllu falli bjartsýn.)
eða hvort mar á að taka safe bet og fara á sólarströnd eða hvort mar eigi að nýta sér það að eiga ennþá vini í Lundi og fara þangað með viðkomu í Astrid Lindgren garðinum í Vimmerby. Exotic I know! en svona er nú gaman að fara í barnvænt frí.
Hefur einhver skoðun á þessu?

mánudagur, febrúar 05, 2007

Næsta ammælisstelpa

Elsku Hrund mín á afmæli í dag.

Hafðu það dásamlegt í kvöld elskan - vona að dagurinn hafi verið að lágmarki aðeins betri en venjulegir dagar.

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Hamingjuóskir

Elsku besta Ágústa mín á afmæli í dag (þessi færsla er skrifuð fyrir miðnætti en birtist eins og hún sé skrifuð 1. feb) og er hvorki meira né minna en þrítug. Vonandi hafðirðu það alveg hreint ótrúlega gott í dag.

Hlakka til að knúsa þig fljótt sæta mín!
Free counter and web stats