mánudagur, desember 19, 2005

Ísland

Þrátt fyrir ömurlegan heimferðardag (vegna t.d. 4 1/2 tíma seinkunar á flugi Icelandair til Íslands frá Kastrup) var nú ósköp gott að koma heim. Íslensk rigning og rok í Keflavík þegar við komum og brunað beint í bæinn á tjúttið með saumó. Ekkert smá gaman að sjá skvísurnar mínar loksins. Takk fyrir að 'host-a' dæmið Bibba sæta.
Í gær fór ég svo á beyond flotta jólatónleika á hjá Langholtskórnum. Eivör Páls var meðal einsöngvara og hún var stórkostleg! Það er bara eitt orð yfir það. Maður fékk gæsahúð og tár í augun þegar hún flutti frumsamda jólalagið sitt. OMG! hún er bara svo mikil gyðja þessi stúlka. Þetta var víst tekið upp og ef þetta verður gefið út mæli ég svo sannarlega með að þið pikkið upp eintak.
Í dag fór ég svo í sundlaugarnar í Laugardal Na-HÆS! Ég elska að fara í sund í svona kulda, hefði notið þess jafnvel enn betur ef hlýrinn á bikinítoppnum hefði ekki gefið sig á leiðinni ofan í he he he he

En best að henda sér í sófann hjá ma&pa og glápa á eitthvað drasl frá Hollywood.

laugardagur, desember 17, 2005

Heimferðardagur

Jæja þá er langþráður 17. desember runninn upp. Við Egill rifum okkur eldsnemma á fætur til að freista þess að þeir sem hefðu átt bókaða þvottatíma hefðu ekki nennt á fætur. Því miður var sú ekki raunin en svo kom Kolla nágranni eins og engill og bauðst til að setja í vél heima hjá sér, hún myndi svo þurrka það og geyma. Ooooh gott að eiga góða granna.
Annars var ég að hlæja að sjálfri mér í gær (ekki í fyrsta sinn btw) en málið var að eftir að ég sótti Egil á leikskólann ætlaði ég að drífa mig í síðasta (sænska) pallatímann í bili. Tíminn byrjaði sumsé kl. 17:15. Ég var ekkert að drífa mig neitt þar sem hjólið hennar Katrínar (sem er með barnastól) stóð fyrir utan og ég ætlaði bara að fá það lánað. En svo þegar klukkan var orðinn 20 mín í fimm og ég kominn út með allt mitt hafurtask átta ég mig á því að hjólið er auðvitað læst. 'panikk' hringi í Katrínu. Hún er ekki heima. 'Sjitt' Góð ráð dýr. Hendi barninu í kerruna og hleyp (literally hleyp) af stað. Ætla ekki að missa af tímanum. Nú líkamsræktarstöðin er í ca. 3 km fjarlægð (á að giska) en ég gat ekki varist þessari hugsun þar sem ég hljóp í frostinu með barnið í kerrunni og töskuna á bakinu. - GLÆTAN að ég myndi nokkurn tíma gera þetta heima - Ég meina, OK skömm að segja frá því en læt vaða, ég labbaði ekki einu sinni í ræktina þar sem var þó eflaust ekki nema í ca. 900 metra göngufæri frá heimilinu mínu. Fyndið hvað 'mentalítetið' getur breyst hjá manni eftir aðstæðum.
Svo sveik strætó okkur svo við löbbuðum heim líka. Þetta var ágætis líkamsrækt! :)

föstudagur, desember 16, 2005

Kaupæði og nostalgíuflipp

Jæja það er officall - ekki einu sinni námsmannastatus og bláfátækt geta til lengri tíma litið komið í veg fyrir innkaupagleði mína. Fór til Malmö í gær og keypti mér ótrúlega flottan kjól fra Filippu K (HEY! a) það eru að koma jól og b) skv íslensku viðmiðisverðlagi var hann fáránlega ódýr) og í dag eftir að hafa fengið second opionion frá Katrínu keypti ég mér há leðurstígvél og ætla að HENDA hinum sem ég á, þau eru vægast sagt vibbalega úr sér gengin.
Það fyndna við þessi stígvél er að ég var að skoða stígvél á fullu í haust og fussaði þá og sveiaði við þessum stíl og fannst hann alveg ómögulegur. En sem dæmi um seinþroska á hátískuvitund minni þá finnast mér þau núna, 3 mánuðum seinna bara ótrúlega flott. Svona getur maður verið bilaður.
Annars er íbúðin í frekar mikilli rúst og ég sé hreinlega ekki alveg fram á það hvernig ég á í ósköpunum að koma öllu þessu drasli með mér heim. Hélt að ég ætti risastóra ferðatösku þar til ég setti tvær jólagjafir í hana og hún fylltist. Maður er náttúrulega skemmdur að vera kaupa barnagjafir sem taka svona mikið pláss. Ruglið!
Já svo keypti ég mér geisladisk með poppstjörnu æsku minnar - hinni sænsku Carolu - VÁ upplifunin að fá að fara á tónleika með henni þegar ég var 6 ára. Þetta var mín 'Birgitta Haukdal' og er greinilega svona 'Sigga Beinteins' þeirra Svía. (kannski samt pínu meira 'hot') Annars er ég nú að vonast til að fá James Blunt í jólagjöf (ekki sko hann sjálfan (þó það væri í sjálfu sér ekkert verra) en sé það ekki mögulegt þá allavegna diskinn hans).
Í kvöld er sumsé að pakka þessu drasli öllu niður. nú væri gott að eiga svona "vac 'n' pa" system - segiði svo að amerískar infomercials selji bara gagnslaust drasl!- og svo á morgun er það bara Ísland, gamla Ísland, ástkær fósturjörð. Skál fyrir því!

fimmtudagur, desember 15, 2005

Auglýsingar

Í gærkvöldi, þar sem ég lá og grenjaði yfir lokaþættinum af Sex & the City, á endursýningu áTV3 þá komu auglýsingar. Þetta væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi en ég fór allt í einu að velta fyrir mér hvernig í ósköpunum sumar auglýsingar ná að verða framleiddar. Ég meina þær eru svo fáránlegar og algjörlega einhvern veginn að missa marks að maður skilur ekki alveg hvernig þær eiga að geta selt svo mikið sem snitti af vörunni sem um ræðir.
DÆMI: Auglýsingin er fyrir einhvers konar sykurlausan djúsdrykk
Þetta er teiknuð auglýsing (as opposed to leikin) hún byrjar inni í lest þar sem tveir einstaklingar, kona og karl, eru að svitna og skítna út við að moka kolum inn í ofn. Þeim er heitt þar sem þau keyra í gegnum það sem sýnist vera akurlendi. Úti fyrir í skýjunum fara svo að birtast slogan um 'sykurleysi' og 'lágt kaloríuinnihald' þessa drykks og svo - þetta er uppáhaldshlutinn minn- losna varirnar af þeim og fljúga eins og fiðrildi inn í skóg og eru svo allt í einu komnar í frumskóg þar sem stendur stór flaska af þessum drykk og þar eru líka fullt af öðrum svona fljúgandi vörum sem að lokum klessast allar utan á flöskuna eins og svona litlir kossar.
SERIOUSLY PEOPLE! HVERNIG í ósköpunum komst þessi auglýsing á framleiðslustig hvað þá í birtingu. Ég var að reyna að ímynda mér hvernig þessi höfundur hefur 'pitchað' þetta til yfirmanns síns. 'Hey Stjóri! ég er með FRÁBÆRA hugmynd fyrir ávaxtadrykksauglýsinguna. Ímyndaðu þér lest, kolamokstur og svona fljúgandi varir' ?????????????????
Annars er ég að njóta þess að hafa vaknað og geta dúllað mér við að byrja að pakka og pakka inn jólagjöfum. NÆS!
Plan dagsins
9:15-10:45 innpökkun jólagjafa
11:15-12:10 - pallatími hjá Jenny
13:10 - 16:30 - verslunarrölt í Malmö
17:00 - 19:00 - gæðastund með Agli Orra
19:00 - 21:00 - þvottatími
21:30: - 00:00 - almennt rauðvínssötr, pökkun og sjónvarpsgláp
Þá vitiði það!

miðvikudagur, desember 14, 2005

Uppgötvun

Í dag þar sem ég hoppaði og skoppaði í eróbikktíma uppgötvaði ég, mér til mikillar skelfingar, að einhvern tíma algjörlega án þess að ég tæki eftir því hefur rassinn á mér sigið niður á mið aftanverð lærin. Ætli þetta tengist brjóstsiginu? Ég ákvað að tjékka á þessu í sturtunni. En nei, no such luck, hnén á mér voru ennþá á sínum stað. Nei ég var bara að spá hvort það hefði verið hægt að skera tvo netta skurði á axlirnar á mér og toga bara hressilega upp og allt myndi þá setjast á sinn upprunalega stað. I guess not HA!

Annars er þungu fargi af mér létt að vera búin með þessar ritgerð og núna er ég kominn í JÓLAFRÍ! Vííííííí. Af því tilefni fór ég mína fyrstu ferð í Ríkið (s. Systembolaget) hérna í Svíaríki og keypti mér eina Lehmann Barossu. Ætla að taka hana með mér í saumó í kvöld af því að mér finnst sad að drekka hana ein.

Bara 10 dagar til jóla - ÚFF!

Búin!

... og nú tekur við (ekki endilega í þessari röð)

heimferð
pökkun
jólagjafareddingar
framköllun
líkamsrækt
TILTEKT!
þvottur
jólakortaskrif

farin að sofa - gn

mánudagur, desember 12, 2005

Überþreyta

jæja það er nokkuð ljóst að það verður að 'púlla allnætara' á þetta #%")%#$" verkefni sem ég þarf að skila á miðvikudaginn. Er í ruglinu með þetta - hvað er AÐ mér að geta aldrei gert neitt nema á sííííííííðustu stundu? Rétt upp hendi sem eiga við sama vandamál að stríða.
Var að til hálfþrjú í nótt og núna er ég sybbinn, úrill, ískalt (eins og alltaf þegar ég er ósofin) og er ENGAN vegin að nenna að byrja að skrifa um fátækt og misjöfnuð í Víetnam. Grrrrr
5 dagar í heimför (sem ég get engann veginn byrjað að hlakka til fjandeeeenn)


p.s. blast from the past - myndbandskerfi fjölbýlishúsa, now there is a concept I can't get enough of!

sunnudagur, desember 11, 2005

Observations

Í dag þar sem ég sat og var að bíða eftir strætó niðrí i bæ löbbuðu framhjá mér þrjár vinkonur, með tvær pizzur, gos og poka úr videoleigu. Þær hlógu yfir því sem ég ímynda mér að hafi verið skemmtun gærkvöldsins og allt í einu öfundaði ég þær ósegjanlega mikið. Það 'hitti' mig skyndilega hversu mjög ég sakna vinkvenna minna og svona daga eins og þessa sem þessar stelpur áttu greinilega fyrir höndum. Þynnkudagar með pizzu, slúðri og steiktum húmor. Treysti því að ég muni eiga amk nokkra svona daga í jólafríinu.
6 (næstum 5) dagar í heimför! :) :) :) :)

laugardagur, desember 10, 2005

Zzzzzzzzz Zzzz Zzz

Oj hvað ég var þreytt í gær, sofnaði yfir sjónvarpinu með Agli kl. 20:00 og GAT ekki vaknað fyrr en kl. 09:00 í morgun. Þetta þýðir auðvitað bara það að ég er ennþá syfjuð. Ég er búin að sofa yfr mig. Þetta er arfaslæmt því ég á að vera að skrifa ritgerð OG kynningu fyrir skólann (um sitthvorn hlutinn NB!) og ég er alveg óvart ekki að því heldur að skrifa lista um vini og ættingja á bloggið mitt (sjá kommentaglugga undir færslu miðvikudagsins).


Skil ykkur eftir með tilvitnun í Dudley Seers frá nóvember '69

"It was very slipshod of us [development economists] to confuse development with economic development and economic development with economic growth"

Nokkuð til í því!

p.s. ég hef veitt því athygli að nöglin á baugfingrunum mínum vex hraðar/brotnar síður en hinar neglurnar mínar. Eiga fleiri við þetta 'vandamál' að stríða?

fimmtudagur, desember 08, 2005

Hmmmm

Ég tek eftir því að ENGINN hefur skrifað komment á síðuna mína í gær eða dag. Þetta hefur leitt til þeirrar ályktunar að eitt af tvennu sé til skýringar

a) það les enginn bloggið mitt, teljarinn er bara að telja 'hit' frá spamframleiðandi netsíðum
b) þeir sem lesa bloggið mitt eru hræddir við að heyra hvað mér finnst raunverulega um þá

Ætli ég fái nokkurn tíma að vita hvort?

'Eníveis' þá sit ég hérna og kjammsa á Freyju mixi sem hann pabbi sendi mér ásamt hinum íslensku eðaltímaritum Séð&Heyrt og Vikunni. Takk elsku pabbi! Ég tilheyri sko þeim hópi Íslendinga sem viðurkenna að þeir lesi Séð&Heyrt og það er einmitt það sem ég ætla að gera akkúrat núna!

Góðar stundir

miðvikudagur, desember 07, 2005

Listinn

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og....

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt! (ef þú átt svoleiðis)

þriðjudagur, desember 06, 2005

Fyndið

Datt í 'surf' pakkann á netinu í gær. Fannst þessi listi soldið fyndinn ..... [mér finnast listar skemmtilegir, bara ekki R-listinn]


Things to avoid saying in other countries

ITALY: “I could sure go for a can of Spaghetti-O’s! ”
CHINA: “This wall isn’t so great.”
ENGLAND: “ So! Did you ever get a piece of ass from that Diana chick?”
INDIA: “ Where can I get a good juicy steak around here?”
ETHIOPIA: “Hey – those flies sure love your pregnant son!”
CANADA:“You’re like Americans without money.”
SPAIN: “Wow! Your women can shave if they want to, right?
SOUTH AFRICA: “I liked it better the other way.”
MEXICO: “What's that smell?”
SAUDI ARABIA:“Would you like to see my designs for a solar powered car?
RUSSIA:“Is it always this cold and economically devastated?”
UZBEKISTAN: “Can you spell Uzbekistan?”
GREECE: “I hear this place is a less expensive version of Italy."
AFGHANISTAN: “Seriously, where is the real country… where is everything?”
JAPAN: “What’s Hiroshima? Is that a kind of sushi?”
AMERICA: “Was John Wayne gay?”

mánudagur, desember 05, 2005

Sumt getur maður lifað án þess að sjá

Á mánudagskvöldum, eins og í dag, er þátturinn 'Outsiders' á dagskrá á Kanal 5 hérna í Sverige. Þessi þáttur er basically freak-show og fjallar um fólk sem er á einhvern hátt utanveltu eða á jaðrinum í samfélaginu, mest hérna í Svíþjóð en líka stundum erlendis. Anyway, í dag er fjallað um pör sem eru á einhvern hátt 'öðruvísi' en mörg önnur og er tekið viðtal við 3 pör:
par 1) Hann er 57 kíló - hún er 180 kíló
par 2) Hann er karlmaður - hún var karlmaður
par 3) Hann er 31 árs - hún er 70 ára!!!!
þannig að sumsé akkúrat núna er ég að horfa á sjötuga kellingu og þrítugan gaur í sleik .... [bjakk]
I may never have sex again!

sunnudagur, desember 04, 2005

Ken! Ken! where art thou Ken?

Ooooh hvar er Kentucky þegar maður þarf á honum að halda. ÚFF hvað mig langar í sveittann kjúllaborgara akkúrat núna. Þunn og myggluð - U guessed it. Það gerist nú ekki svo oft eins og flestir sem þekkja mig vita Fór nebbbnilega á 1. des fagnað íslenska kórsins í Lundi í gær. Hljómar rosa edgy ekki satt? he he he en það var nú samt bara ótrúlega gaman. Fínn matur og tjúttað langt fram eftir nóttu.
En í dag er ég sumsé frekar framlág og ligg hérna uppi í sófa og er búin að horfa á svona ca. heila seríu af ANTM (America's Next Top Model) og drekka 3 dósir af diet kóki - ekki svo mikið sem ein franska hvað þá kjúlli in sight! [andvarp]
13 dagar í heimför!

föstudagur, desember 02, 2005

Smáatriði og stórmál

Fyndið hvað sum smáatriði geta farið óendanlega í taugarnar á manni, já eða amk mér. Til dæmis þoli ég ekki tannkremstúpur með skrúfu loki. HVAÐ ER ÞAÐ! maður er með tannburstann, búin að setja á hann tannkrem og þarf þá að leggja hann frá sér meðan maður lokar tannkreminu og gengur frá því. [gremj] [gremj].
Annars var dagurinn í dag fremur svona góður. Fékk einkunn fyrir fyrri ritgerðina í kúrsinum sem ég er í. Náði að fá VG+ sem stendur sumsé fyrir 'vel godkänt' sem er hæsta einkunn og + í þokkabót. Ég var voða glöð - það verður að viðurkennast.
Hérna í Svíþjóð er allt búið að vera á öðrum endanum yfir skýrslu nefndar sem fór yfir viðbrögð ríkisstjórnarinnar við flóðbylgjunni í Asíu í fyrra. Svört skýrsla fyrir sósialdemókratana og þær verða æ háværari raddirnar sem finnst að Persson forsætisráðherra eigi að segja af sér. Hmmm ef þetta væri Ísland myndi hann náttúrulega aldrei gera það en það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu málsins.
Annars var ég að spjalla við Nick bekkjarbróður minn í gær, ótrúlega fínn náungi og skemmtilegur, Poolari að vísu en ég nota það ekki gegn honum. Altjént kom í ljós að hann er að fara í viðtal hjá BBC þar sem hann var staddur mitt í öllum hasarnum um jólin í fyrra. Nánar tiltekið átti hann að vera í ferju á leiðinni til Phuket. Skrítið að heyra hann vera að lýsa þessu og geta samt einhvern veginn ekki ímyndað sér hvernig þetta hefur verið. Eins og hann sagði, lýsti því hvernig það hefði verið að vita að flóðbylgjan hefði skollið á staðinn sem þau höfðu ætlað að vera á og vita í raun ekkert um hvort hörmungarnar væru yfirstaðnar eða hvort þau ættu von á því að verða fyrir öðru eins þegar þau lögðu af stað með ferjunni eftir töfina. Að þurfa að sitja þarna í þessum báti og vera í huganum að skipuleggja hvernig þau (hann var með systur sinni) myndu bregðast við ef önnur hafbylgja kæmi. Að þurfa að sigla í gegnum svæði sem höfðu orðið illa úti og sjá rústir af húsum, bátum og auk þess lík fljóta allt í kring um sig. Ég meina ég bara get ekki byrjað að ímynda mér hvernig maður losnar nokkurn tíma við þessar ímyndir úr hausnum á sér.

fimmtudagur, desember 01, 2005

Jólastemmning

Fullveldisdagurinn - merkur dagur í sögu þjóðar vorrar.

En jæja þá er maður búin að gera smá svona jóló í kring um sig. Henda upp nokkrum seríum og sonnna eins og sést á meðfylgjandi mynd. Inni á myndabankanum okkar eru svo myndir af Agli síðan á sunnudaginn og jólaljósunum í Lundi.
Annars er merkilegt hvað maður stendu sjálfan sig að því að hugsa. Fór í eróbikk í gær, sem í sjálfu sér ekki mjög merkilegt en það var stelpa fyrir framan mig allann tímann sem var með ótrúlega sætan rass. Fáránleg hugsun ég veit en mig langaði bara að klípa í hann en ég hélt nú samt í mér. Sem betur fer kannski :)
Var með saumaklúbb í gær og það var svoooooooooo mikið af veitingum afgangs, úff úff. Fór nú með slatta í skólann í dag og vakti auðvitað lukku. En það er samt OF mikið eftir af kökum hérna fyrir minn smekk þ.á.m. hin ómótstæðilega ostakaka frá Bryndísi. Ég verð að bjóða einhverjum í kaffi eða á annan hátt deila henni með einhverjum. Annars er voðinn vís.
En nú eru bara 16 dagar þar til við Egill förum til Íslands .. jibbí, niðurtalning er hér með formlega hafin.
Free counter and web stats