fimmtudagur, ágúst 28, 2008

Heimskir fjölmiðlamenn

Grrr eru engin takmörk fyrir því hvað heimskum fjölmiðlamönnum er leyft að gaspra í beinni útsendingu. Að sumt af þessu liði hafi leyfi til að kalla sig fréttamenn er náttúrulega hreinn brandari.

þriðjudagur, ágúst 26, 2008

Ljósin í bænum


Við skelltum okkur - LOKSINS - að kaupa ljós í húsið í gær. ÚFF hvað það er eitthvað fljótt að telja í tugum þúsunda. Fórum í Lúmex og keyptum tvö ljós á stigaganginn sem eiga eftir að koma rosalega flott út. Kastarana á sjónvarpsholið fengum við svo í Pfaff (fyndið orð) og þá verður loksins hægt að taka niður "fljúgandi furðuhlutina" sem voru hérna við innflutninginn. Þá fær líka lofthæðin hérna á efri hæðinni að njóta sín betur. Ég held þetta eigi bara eftir að koma mjög flott út hjá okkur.



Æi það er nú smágaman að vera að dúllast í þessu húsi. Þarf bara að muna að góðir hlutir gerast hægt!!

sunnudagur, ágúst 24, 2008

Letihelgi

Þvílík letihelgi. Frá því á föstudagskvöldið þar til þess orð eru skrifuð má eiginlega segja að ég (og við) höfum ekki gert nokkurn skapaðan hlut. Jú ég vann smávegis í Glitnismaraþoninu í gær og svo fórum við með Egil á Orkuveitumótið í dag - í GRENJANDI rigningu. But that was about it.
Æi gott að eiga svona helgar inn á milli. En á morgun byrjar ný vika. Egill í skólanum og ég þarf að koma "my butt back into a gym". Það verður gott að komast aftur í rútínuna.

föstudagur, ágúst 22, 2008

Áfram Ísland

Leikurinn var sýndur á breiðtjaldi í vinnunni í dag. Þvílík stemmning. Ekki víst að þetta sé gott fyrir blóðþrýstinginn ... he he

En maður er óneitanlega stoltur, já og bara eiginlega montinn. Alltaf sama sagan samt. Nú eru þetta "strákarnir okkar" :)

sunnudagur, ágúst 17, 2008

Fjarðarkaup

Þetta er nýja uppáhaldsbúðin mín. Slysaðist inn í hana um daginn þegar mig vantaði sárlega að komast í búð sem opnaði fyrir kl. 12 en var hvorki Nóatún né Hagkaup.
Nema hvað, þessi búð er algjör snilld. Eins og að koma í kaupfélag í kringum 1988. Svona búð sem selur svolítið af öllu (t.d. búsáhöld, skólavörur og prjónadót) og grænmetið er verðmerkt með neon-appelsínugulum handskrifuðum kartonum. Svo er hún líka bara með æðislegt kjötborð og bakarí og starfsfólkið er í svona sloppum sem er eru ermalausir og farið er í þá yfir sín eigin föt. Ég man eftir að hafa klæðst svoleiðis í Kaupstað (þessum í Mjódd) árið 1987.
Ekki skemmdi að verðið var hreint ekki svo slæmt og miklu betra en í okurbúllunum Hagkaupum og Nóatúni.
Mæli með henni fyrir þá sem eiga ferð í Fjörðinn.

miðvikudagur, ágúst 06, 2008

Hnetan

Þessi litla manneskja (kyn óvitað enn sem komið er) ætlar að koma í heiminn í kringum 1. febrúar. Mikil tilhlökkun í fjölskyldunni og mamman játar að hún vonast eftir "bleikum lit". Think pink everyone!!!! :)
p.s. hvort heldur sem er verður samt auðvitað jafnvelkomið þegar upp er staðið..... :)


Free counter and web stats