þriðjudagur, janúar 31, 2006

Athyglivert ?

Fyndið hverju maður getur staðið sig að því að veita athygli. Tvennt sem ég tók eftir í dag til dæmis, vita gagnslaust, en samt ......
- það eru lygilega margar hárteygjur liggjandi á götum Lundarbæjar. Nei ég meina ég labbaði niður í bæ í dag og taldi örugglega meira en 30 stk liggjandi eins og hráviði út um allar trissur
- ótrúlegt hvað það er mikið framleitt af drasli - þá meina ég ljótum, ónytsamlegum og beinlínis fáránlegum varningi sem þjónar þeim eina tilgangi að taka pláss í þessum heimi. Ein búð hérna í Lundi (sem fyrir utan það að bjóða upp á mjög ódýra framköllun á digital myndum) er full af nákvæmlega svona dóti
fór annars í ræktina í dag og það var afleysingakennari í staðin fyrir hana Malínu mína - einhver 'kelling' sem var amk 45. Nú mín hélt auðvitað að þetta yrði einhver algjör frúarleikfimi og var svona alvarlega að íhuga að laumast út. Neeehei! þetta reyndist nú bara vera með betri eróbikktímum sem ég hef farið í. Rosastuð, góð spor, dúndurtónlist og hörkupúl. Kennir manni að dæma ekki eftir útliti - HA!

mánudagur, janúar 30, 2006

Heimsókn á Italiensvej

Lét L O K S I N S verða af því í gær að heimsækja hana Ástu frænku mína + familju í Köbenhavn. Búin að vera á leiðinni síðan í ágúst. Eníveis, rosalega notalegt að koma þangað. Kaffi og nýbökuð súkkulaðikaka og endalaus kjaftatörn sem leiddi svo til hvítvínssöturs og ljúffengs túnfiskspasta og alltof seina heimför fyrir litla stúfinn minn. En kærar þakkir fyrir mig og okkur familjan Bernburg þetta var frábært!
Í dag er svoooooo kalt í Lundi - brrr svona 'nístir-bein-og-merg-kuldi' en frostið hefur lagst á trjágreinarnar og húsin og gert allt svo ótrúlega fallegt að það er eiginlega næstum því þess virði (HEY ég sagði næstum því). Ég held bara að ég verði að fara út og taka nokkrar myndir af þessu því það er líka algjört logn svo það er bara einhvern veginn þessi friðsæla stilla og þoka. Maður fær netta Narníu-tilfinningu eða amk einhverja svona ævintýralandstilfinningu. Magnað.
En þvottahúsið kallar svo ég læt þessu lokið í bili

laugardagur, janúar 28, 2006

Græðgi

Er búin að éta eins og svín í dag ....



OJ !

föstudagur, janúar 27, 2006

Vanaföst

Ég er ótrúlega vanaföst - ég meina ekkert svona anal beint - en svona frekar mikið samt. Ég til dæmis fer alltaf í sama búningsklefann í ræktinni og fer alltaf sömu megin inn í hann. Hengi fötin mín nánast alltaf á sama snagann og fer alltaf í sömu sturtuna. Ég labba alltaf sömu leiðina niður í bæ eftir ræktina og labba á sömu strætóstoppistöðina (sem er ekki sú sem er styst frá sko). Ég geri þetta meira að segja án þess að taka eftir því - það er að segja þangað til í dag þegar ég fór að veita þessu athygli. Ég set líka alltaf pallinn minn á sama stað í pallatímunum og stilli mér á sama staðinn í eróbikktímunum.
Gvvvvvuuuuuð ætli þetta ágerist svo með árunum og verði full-fledged árátta þegar ég verð orðin (ef Guð lofar) eldgömul kelling?
H J Á L P !
Annars var yndislegt veður í dag þegar ég labbaði niður í bæ eftir leikfimi. Sólin skein en það var samt Brrrrrrr ískalt svo ég hætti að finna fyrir nebbanum á mér (ekki að ég finni alla jöfnu svo mikið fyrir honum svona dagsdaglega). Ég stakk mér aðeins inn í Ginu Tricot svona til að hlýja mér og kom út - alveg óvænt og óvart - með einn rosalega sætan bol. Svo dreif ég mig nú bara í strætó (HEY ekki á sömu stoppistöðinni og alltaf VEI ég á ennþá von) og fór til Mörtu minnar og fékk mér rúnstykki með skinku og osti. Mmmmmm hún Marta ætti að eiga einkarétt á frasanum 'nýbakað' . Þvílíkt lostæti!
Nú svo þegar ég kom heim lét ég loks verða af því að hringja í hana Ástu Björgu frænku mína í Köben og skipuleggja heimsókn til hennar á sunnudaginn. Skömm frá því að segja að ég hafi ekki drattast til hennar fyrr - og við erum meira að segja NÁskyldar og hún er rosalega skemmtileg.Þ Þannig að þetta verður rosagaman. Alltaf gaman að koma til Köben :)
En nú er ég að huxa um að fá mér smá kríu og bið þess vegna að heilsa í bili - aaaaaaaaah ljúft að vera námsmaður í helgarfríi :)

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Þegar hlutirnir koma ánægjulega á óvart

Það er nefnilega þannig að aðferðarfræði/vísindaheimspeki-viðbjóðurinn sem ég lýsti hérna á blogginu um daginn ætlar að reynast drjúgt áhugaverður. Svo magnað hvað einn góður kennari getur breytt miklu. Henni Catarinu er nefnilega að takast að vekja mann til glettilega mikillar umhugsunar um þessi mál öll. Ekki að ég sé að taka 180° á þetta með öllu. Mér finnst ennþá Alvesson og Sköldberg bókin mökk leiðinleg - en kjarninn (þegar maður skilur hann frá hinu MJÖG svo mikla hismi og bla bla bla-i sem umlykur hann) er skemmtilegur. Soldið ógnvekjandi samt hvað þetta færir mann miklu nær ritgerðarsmíðinni. Svona í ljósi þess að ég er NÝBYRJUÐ í þessu námi finnst mér tíminn hérna líða alveg rúmlega hratt.
Annars erum við saman í þessum kúrsi, East - and Southeast Asian línan (sem ég er í ) og Southeast Asian línan (sem er hin fámennari lína) Altjént þá er stelpa í 'hinni' línunni sem situr í fyrirlestrunum og kinkar þessi ósköp kolli og er svo ofsalega sammála kennaranum í öllu sem hún segir. Ekki nóg með að líkamstjáningin sé öll í þessa veru heldur er hún sí og æ að játa (með orðum) og jánka því sem kennarinn er að segja. Hún eiginlega hagar sér eins og fyrirlestrarnir séu bara tveggja manna tal þeirra. Þetta er svosem ekki (ennþá orðið) pirrandi - meira svona skondið. Kannski fattar hún ekki að hún er að þessu eða kannski er þetta hennar leið til að láta vita að hún sé vel lesin.
Erfitt að segja - en gaman að fylgjast með :)

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Some of my favorit things

Sá þennan hjá henni Marínu (sem er ekki alveg nógu dugleg að bæta inn færslum hjá sér) og ákvað að stela honum og fylla út..... svona af því mér finnst soldið gaman að svona listum. Legg til að allir bloggarar sem ég les reglulega fylli hann líka út - svona bara fyrir mig :)

FJÖGUR STÖRF SEM ÞÚ HEFUR UNNIÐ UM ÆVINA:
1. 'Pokadýr' et cet. í Kaupstað í Mjódd
2. Au-Pair hjá Bob & Mauru Scalise
3. Afgreiðslustúlka á Shell í Borgarnesi
4. Alþjóðafulltrúi Viðskiptaháskólans á Bifröst

FJÓRAR BÍÓMYNDIR SEM ÞÚ GÆTIR HORFT Á AFTUR OG AFTUR:
1. Shawshank Redemption
2. Pretty Woman
3. Forest Gump
4. Notting Hill

FJÓRIR SJÓNVARPSÞÆTTIR SEM ÞÚ ELSKAR AÐ HORFA Á:
1. Grey's Anatomy
2. Law & Order (the original)
3. Friends
4. Seinfeld

FJÓRIR STAÐIR SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ TIL Í FRÍ:
1. Negril Beach, Jamaica
2. Havana, Cuba
3. Rimini, Italy
4. Grand Cayman, Cayman Islands

FJÓRAR VEFSLÓÐIR SEM ÞÚ HEIMSÆKIR (næstum) DAGLEGA:
1. www.mbl.is
2. www.ace.lu.se
3. www.majas.blogspot.com
4. www.pullipullason.blogspot.com

FJÓRIR UPPÁHALDS VEITINGARSTAÐIR:
1. B-5
2. Apótekið
3. Marta's Café (for the Biskvie)
4. The Cheesecake Factory

FJÓRIR SKÓLAR SEM ÞÚ HEFUR SÓTT:
1. Ljósafossskóli
2. Verzlunarskóli Íslands
3. Viðskiptaháskólinn á Bifröst
4. Lundarháskóli

FJÖGUR UPPÁHALDS PIZZUÁLEGGIN ÞÍN:
1. Ferskir tómatar
2. Skinka
3. Ferskir sveppir
4. Rjómaostur

FJÓRIR UPPÁHALDS DRYKKIR:
1. Cosmopolitan
2. Café Latte
3. Vatn
4. Diet Coke

FJÓRAR UPPÁHALDS LYKTIR:
1. af nýslegnu grasi
2. af grilluðum mat á íslensku sumarkveldi
3. af syni mínum nýböðuðum
4. Victoria's Secret 'Love Spell'

FJÓRIR UPPÁHALDS EFTIRRÉTTIR:
1. Reykhólabomban hennar Addýjar
2. Vanilluís með þeyttum rjóma og ferskum jarðarberjum
3. Döðlutertan hennar Eyrúnar með karamellusósunni
4. 'Heimsins Bestu Brownies' með þeyttum rjóma

FJÓRIR FRÆGIR AÐILAR SEM ÞÚ FÍLAR: (ég breytti þessu í 'aðilar' úr 'karlar' til að gæta fyllsta jafnréttis)
1. Oprah Winfrey - því hún lætur gott af sér leiða
2. Madonna - af því að enginn er flottari en hún við 48 ára aldurinn!
3. JFK - af því hann var svo floo-hottur (in more ways than one)
4. Ghandi - af því hann var trúr sinni sýn á tilveruna

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Fróðleiksfýsn

Þar sem ég rölti um gangana niðrá aðalbókasafni í dag og leitaði að bók nokkurri fékk ég skyndilega og yfirþyrmandi löngun til að drekka í mig allan þennan fróðleik sem var í hillunum þarna. Trúarbragðafræði, samfélagsfræði, fornleifafræði, stjórnmálafræði, siðfræði og og og og og...
Ég er að vísu auðvitað nógu jarðbundin til að vita að mér myndi hvorki endast þrek né (geð)heilsa til að setja mig inn í öll þessi ólíku viðfangsefni. En mikið rosalega voru þetta áhugaverðar bækur.
Einu sinni, fyrir löngu þegar ég bjó í Boston, kenndi mér prófessor sem var búinn að venja líkama sinn við að sofa bara 2 - 2 1/2 klst. á sólarhring. Restina af nóttinni, meðan við hin sváfum á okkar græna, las hann. Allt milli himins og jarðar - ekkert viðfangsefni var honum óviðkomandi. Þetta hafði hann gert í yfir 20 ár og var enda ótrúlega víðlesinn maður. Hann til dæmis sá strax á nafninu mínu í stúdentalistanum að ég var frá Íslandi og hann var lygilega fróður um land og þjóð miðað við að hafa aldrei komið til Íslands. Ótrúlega magnaður gaur sem ég man því miður ekki nafnið á í augnablikinu.
Nú er ekkert sem stöðvar mig - nema kannski mastersnám, barnauppeldi og tímaleysi - í að sökkva mér ofan í þessa titla sem ég rak augun í.
Vad är moralskt rätt? - Religion in social context - A history of world sociecties - Nationalism - Ancient Greece - The law of wars - China under Jieng Zemin et cet.
Ég gat bara ekki ákveðið hvað mér fannst áhugaverðast. Og það er kannski kjarni málsins, höfum við ekki bara OF mikið val. Ég meina í alvörunni - er frelsið sem fylgir nútímasamfélagi ekki bara sumu fólki um megn hence þunglyndi hence óhamingja hence sjálfsmorð. Ekki að ég sé eitthvað að meina að frelsi sem slíkt sé slæmt eða að ég sé ekki þakklát fyrir að hafa það mér bara datt þetta svona í hug þegar ég var að væflast um bókasafnið og láta hugann reika. Stundum er gaman að velta fyrir hver hvernig lífið manns væri öðruvísi ef maður hefði valið sér aðra braut í lífinu....

mánudagur, janúar 23, 2006

Vagnstjórar

Ég ætla síst að fara að kvarta undan almenningssamgöngunum hérna í Lundi, enda eru þær afspyrnu góðar og ég nota þær mikið. En það er eitt sem er soldið spes og það er að nánast allir (eða amk sem keyra fjarkann sem er vagninn minn) vagnstjórarnir eru innflytjendur, oftar en ekki arabar eða pakistanar. Nú hef ég ekkert á móti þessum þjóðflokkum - þekki þá satt best að segja mjög lítið. En þessir sem um ræðir eiga þó það eitt sameiginlegt að vera afspyrnu slakir ökumenn. Kannski þeir hafi aldrei lært það og þetta sé bara 'on-the-job-training' en þeir eru amk mjög slappir bílstjórar.
Í dag varð ég nefnilega vitni að ansi skondnu atviki þegar ég var á leiðinni heim úr bænum. Ég kom inn í vagninn á Bantorget sem er nálægt brautarstöðinni, þaðan er ein stoppistöð niðrá hinn Lundíska "Hlemm" sem heitir Botulfsplatsen. Nema hvað þegar ég er að koma inn sé ég að stúlka nokkur er að 'rökræða' við vagnstjórann um að hún þyrfti að komast út en hann var ekki á því. Svona áður en þið haldið að þeir séu líka 'sækó' mannræningjar þá var málið sumsé það að hún hafði greinilega komið inn nokkrum stoppistöðvum áður og borgað með hundraðkrónaseðli og hann átti ekki skiptimynt (það kostar 12 SEK í strætó). Sumsé hún er að segja að það sé ekki hennar vandamál að hann eigi ekki skiptimynt (en þeir eru með stóra tilkynningu um það við greiðslubaukinn að vagnstjórinn eigi alltaf skiptimynt fyrir 100 SEK). En hann vildi að hún kæmi með sér niðrá "Hlemm" og þar ætlaði hann inn á miðasölu og sækja skiptimynt og gefa henni tilbaka. Honum varð ekki bifað með þetta. Hann ætlaði sko ekki að gefa eftir 12 krónurnar - greyið stelpan reyndi að útskýra fyrir honum að hún væri að verða of sein í skólann og hefði ekki tíma til að standa í því að fara auka 2 stoppistöðvar til að þurfa svo að labba tilbaka í skólann. En NEI NEI NEI það var þetta eða hún mátti borga allar 100 krónurnar fyrir farið. Stelpugreyið gafst að lokum upp og féllst á það að halda áfram með vagninum. Nú þegar þangað kom þá ákvað þessi dásamlega vagnstjóri að taka upp 3 af svona ca. 15 manns sem biðu eftir honum í skítakuldanum áður en hann lokaði hurðinni framan í fólkið og dreif stelpuna með sér inn á miðasölu. Þetta tók allt saman svona 5-7 mín (sem tafði vagninn um sama tíma augljóslega) og þegar hann kom aftur tók hann svo ca. 7 af þessum (núna) 20 farþegum sem máttu bíða úti eftir honum áður en hann tók svo fyrirvaralaust af stað og skildi restina eftir til að taka næsta vagn (sem var að vísu á hælunum á þessum). Nú til að bæta upp fyrir seinkunina sem þetta olli keyrði hann svo eins og brennt svín og þeir sem létu svo lítið að vera að labba yfir gangbrautir eða að öðru leyti ferðast um á götunum áttu fótum fjör að launa að koma sér undan.
Dásamlegur gæi þessi - en greinilega STRANGheiðarlegur :)

sunnudagur, janúar 22, 2006

Þá ung ég var...

... var ýmislegt til og var notað í daglegu lífi. Til dæmis skífusímar, (man hvað mér fannst við rosalega grúví þegar við komum heim til Íslands með takkasíma árið 1983) kasettutæki, plötuspilarar, vasadiskó (gott nafn btw) sjónvarpsleikjatölvur, commodore 64 et cet. En svo allt í einu lendir maður í atviki sem lætur mann verulega átta sig á því að maður hefur elst alveg helling og things just aren't the way they used to be. Eftirfarandi samtal, sem ég varð vitni að í Hagkaupum á Þorláksmessu staðfestir þetta.
Afgreiðslustúlka 1: Gvuuuuuð gegt vandræðalegt sem ég lenti í
Afgreiðslustúlka 2: Nú hvað?
Afgreiðslustúlka 1: Æi það kom sko kona áðan sem var að versla gegt mikið og svo var hún að fara að borga og þá borgaði hún með svona - æi hvað heitir það aftur - svona blað sem mar skrifar sjálfur en er samt peningur?
Afgreiðslustúlka 2: Ávísun?
Afgreiðslustúlka 1: JÁ! einmitt ávísun, og ég vissi bara ekkert hvað 'etta var og hún hló gegt að mér
Sagði einhver kynslóðabil?

föstudagur, janúar 20, 2006

Snjór snjór snjór

allt á 'kafi' í snjó hérna í Lundi. Það hafði greinilega snjóað í alla nótt, þessum líka "skemmtilega" púðursnjó sem maður rennur út og suður í. Svíasnillingarnir á fullu að reyna að komast um á hjólunum sínum (sem sum hver eru nú hættulega nálægt því að vera forngripir, og gæðin á dekkjunum eftir því) sem auðvitað gengur ekkert og þeir renna á mann ef maður passar sig ekki. Ég sumsé ákvað þess vegna að labba í ræktina í morgun og skilja hjólfákinn eftir heima.
Hvað gerði ég meira, látum okkur sjá, já ég framdi smá lögbrot á höfundarréttarlögum þegar ég ákvað að ljósrita nokkra kafla upp úr einni (af fjórum!!!!!) bókum um aðgerðarrannsóknir & aðferðarfræði sem er ætlast til að ég lesi á næstu 5 vikum. Held ég neyðist samt til að kaupa amk tvær þeirra og mig bara langar svoooooooooooooo lítið að eyða mínum mjög svo takmörkuðu peningum í þetta ógeð. ENNN það er víst lítið við því að gera svo það er alveg eins gott að eyða ekki orku í að pirra sig á því.
Annars er dásamlegur föstudagur í dag og ég ætla að leyfa mér að glápa á sjónvarpið í kvöld í stað þess að lesa - það er ef það er eitthvað í því.

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Nafnahugmyndir

EKKI það að ég sé neins staðar nálægt því að vera ófrísk en ég hef þó velt mjög fyrir mér hvað ég myndi nefna væntanleg(t) barn/börn. Miðað við það sem ég hef heyrt að þyki fullkomnlega eðlilegt þessa dagana þá sé ég að eftirfarandi er ekki fjarri lagi
Ef drengur þá:
Hlaðvarpi Hugleikur
Nú ef stúlka þá:
Endaleysa Valentína
Fallegt ekki satt?
Annars er ég í kátu skapi í dag, mér gekk vel í síðasta kúrsi og fæ einkunn á morgun.
HINSVEGAR
er ég að byrja í næsta kúrsi sem er VIÐBJÓÐUR DAUÐANS! Aðferðarfræði vísinda. Ég er up to my ass í alls konar -ismum og logyum sem ég skil ekki og þaðan af síður veit hvað standa fyrir.
Dæmi úr hinni sískemmtilegu bók 'Reflexive Methodology' eftir Sköldberg & Alvesson.
'To some extent this division overlaps with the dichotomy between scholars who adopt a robust and objectivist ontological approach and those with a consciousness- and experience-oriented interpretive view of ontology and epistemology.'
Þar fyrir utan þarf maður náttúrulega að fara aðeins yfir:
positivism og post-positivism og post-structuralism og alethic hermeneutics (sem ég las oftar en einu sinni sem athletic hermeneutics og skildi síst hvað íþróttir komu málinu við) og ekki má gleyma neo-idealism, neo-Kantanism, Grounded Theory, Critical theory, post-modernism, discourse analysis, og öllu hinu skemmtilega namminu sem ég er að fara að lesa allt um á næstu vikum.
ÞANNIG AÐ ef ekkert heyrist í mér er ég mjög sennilega dauð úr leiðindum!

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Stripp

Soldið að spá í það hvort nágrannarnir og þá hversu mikið þeir horfa inn um stofugluggann minn. Ég er nefnilega frekar dugleg við að vera að striplast á milli baðherbergis/svefnherbergis svona að öllu jöfnu. Ekki þar fyrir mér er alveg sama, ég er svo hræðilega laus við spéhræðslu að það er næstum því plága. Aðallega að spá í hvort þeim finnist þetta óþægilegt. En þeir geta þá bara sleppt því að horfa ekki satt? Æi ég er ekki með svona rimlagardínur og ég nenni ekki að loka úti þá litlu dagsbirtu sem ég fæ. Svo finnst mér bara að megi gera það sem maður vill í sinni 'eigins' íbúð.

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Kaffiuppáhellingar

Þau undur og stórmerki hafa gerst síðan ég snéri aftur til Svíaaríkis að ég hef hvorki meira né minna en þrisvar sinnum hellt upp á kaffi HANDA MÉR! Ég hef sko aldrei gert það áður - NEVER í neinum af híbýlum mínum EVER. Hélt meira að segja aldrei að ég yrði þessi 'týpa' (ef það er hægt að kalla kaffidrykkjufólk það) sem drykki svona venjulegt uppáhellt kaffi. Ég hef nefnilega soldið snobbað fyrir svona gæðakaffi og þóst ekki drekka neitt annað. En hvað um það, ég hefði kannski betur hellt upp á kaffi í morgun þá hefði ég kannski ekki SOFNAÐ í strætó á leiðinni niðrí bæ. OJ hallærisleg, æi vitiði ekki þegar þið eruð svona á milli svefns og vöku og eruð einhvern sífellt að hrökkva upp og þá fattar maður hvað maður lítur geðveikt bjánalega út. Jú jú ég tók mig til og gekk skrefi lengra og sofnaði ofan í bókina sem ég var að lesa og vaknaði við það að ég missti hana á gólfið með frekar miklum látum. LÚÐI!
Annars er lífið bara gott, ískalt, en gott ........ svona ef maður sættir sig við að sitja með dúnsæng og flísteppi í síðum nærbrókum fyrir framan sjónvarpið/tölvuna á kvöldin. En þetta er fínt - herðir mann bara. Það held ég nú

sunnudagur, janúar 15, 2006

Svefnsýki

Nokkuð viss um að ég þjáist af henni. Svaf til hádegis, eða svona eins nálægt því og hægt er að komast með sprækan 4 ára strák í íbúðinni, og ætlaði samt ekki að geta rifið mig á lappir. Ég meina það. Sem þýðir samt auðvitað að ég er ekki vitund syfjuð núna kl. hálftólf svo ekki verður þetta dagurinn sem ég sný sólarhringnum aftur við.
Annars var helgin óvenjuljúf. Við Egill Orri fengum gest frá Kjöben. Hana Siggu Dóru sætu sem er nýflutt þangað til danska kærastans. Við elduðum góðan indverskan kjulla, átum svo óheyrilegt magn af sælgæti og horfðum á video og kjöftuðum. Kíktum svo aðeins í 'mallið' í dag þar sem ég skipti nýju stígvélunum í einu númeri minni stærð og keypti mér pils í Vero Moda. HEY! það var amk á útsölu.
Datt svo í nostalgíu-flipp með honum syni mínum seinnipartinn og 'lék' mér í Lego í heila 3 klst. Þetta var exercise í þolinmæði því mér var uppálagt að byggja glæsilegan slökkviliðsbíl ÁN þess að vera með teikninguna (leiðbeiningarnar). Eftir þrjá tíma var ég sumsé komin með fremri helminginn bara nokkuð flottan. Seinni parturinn fær að bíða morgundagsins.
Annars er ég í fríi núna þangað til á fimmtudaginn hvorki meira né minna. Sem er frekar yndisleg tilfinning. Það er að segja vegna þess að þetta er svona guilt-free frí þar sem ekki hangir yfir mér próf eða verkefnaskil sem ég er að trassa. DÁSAMLEGT líf að vera námsmaður stundum.

föstudagur, janúar 13, 2006

Skókaup

Ég ákvað að mjólka þá tilfinningu að allt sé svo haaaaaaaaaaaagkvæmt hérna í Svíaríki (svona áður en fátæka-námsmanna-syndromið kickar inn aftur og mér fer að finnast allar flíkur sem kosta yfir 249 SEK (uþb 2000 ISK) DÝRAR!) Ég sumsé fór í bæinn í dag og keypti mér ljósbrún rússkinnstígvél á svokölluðum tombóluprís (þó þau væru ekki á útsölu) Svo langar mig líka í stutt gallapils en þau liggja nú ekki á glámbekk hérna greinilega. Ekki nein flott amk. Kannski mar fái sollis í Köben!
Annars finnst mér við hæfi að óska henni Birnu til hamingju með afmælið. Það er 'götsí' að verða ekki bara fyrst í Saumó til að fylla tugina þrjá heldur að gera það í þokkabót á FÖSTUDEGINUM 13 !!! Bibba þú ert hetja, vona að dagurinn hafi verið æði og kvöldið verði enn betra.

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Þungu fargi

af mér létt þegar ég léttstíg í morgun trítlaði niður í skóla og skilaði af mér lokaprófinu í kúrsinum Globalization, Conflict & (in)Security. Alltaf jafn dásamleg tilfinning þegar þessu lýkur. Nú tekur meira að segja við viku frí áður en ég þarf að setja mig í stellingar að fara að lesa methodology - oj oj og ullabjakk - ekki nammi það.
Ég ætti:
Að taka upp úr riiiiiiiiiisastóru ferðatöskunni sem liggur ennþá nánast óhreyfð inni á herbergisgólfinu mínu
Ég ætla:
Að hjúfra mig upp í sófa með H&M listann og tjékka hvort það sé eitthvað sem ég mögulega gæti eytt peningum í þar. Nú ef ég sofna - sem er ekki ólíklegt - þá bara bið ég ykkur að hafa lágt :)
góðar stundir

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Allt búið jóla jóla

og alvara lífsins tekin við. Er sumsé komin aftur til Svíaríkis og sendi ástar- og saknaðar til allra sem ólu mig og hýstu á meðan Íslandsdvölinni stóð. Spes þakkir til Inga sæta sem lánaði mér bíl (nokkuð sem er ÓMÖGULEGT að komast af án í henni Rvk.)
Annars var ferðalagið til Lundar jafn dásamlegt og ferðalagið frá Lundi var ÖMURLEGT. Lifi IcelandExpress sem ekki einungis lagði af stað á mínútunni 07:30 heldur kom okkur til Köben á undir 2:40 (lesist tveimur klukkustundum og fjörtíu mínútum). Töskurnar okkar komu svo bara strax og við komum í 'baggage claim' og lestin renndi inn á brautarpallinn um leið og við komum niður á brautarpall. Gæti ekki hafa verið betra. (fyrir utan kannski að þurfa að dröslast ein um með það sem mér telst til að hafi verið um 75 kg af farangri þegar allt var talið + eitt 22 kg barn). Við vorum sumsé komin heim á Kämnärsvägen kl. 13:00 (12 að íslenskum) og verður það að teljast nokkuð gott.
Eníveis, þurftum auðvitað að byrja á því að skreppa i Willy's (our local low-price food-mart) til að fylla á skápana sem höfðu verið étnir upp til agna fyrir fríið.
Það sem hér fer á eftir er innkaupalista húsmóðurinnar, þó vissulega sé hann ykkur til yndisauka og upplýsinga þá er hann aðallega til að benda á sláandi mismunandi verðlag á matvörum á milli landanna.


2 kg kjúklingabringur
1 poki (600 gr) Findus WOK grænmeti, frosið
560 gr. úrbeinuð laxaflök, frosin
600 létt & laggott ólífu
1 kg steiktar kjötbollur (aka swedish meatballs)
1180 gr ungnautahakk (10% fituhlutfall)
500 gr úrbeinað svínainnralæri
1 stk Andrésblað
1.5 l. léttmjólk
1 l. létt AB mjólk
250 gr. núðlur
1 dós kókosmjólk
1 dós Thai green curry sósa
1 l. appelsínusafi
1 l. blandaður ávaxtasafi
1 stk óniðurskorið fjölkornabrauð
1 stk kústskaft
8 dósir jógúrt
580 gr rauðkál
1 peli rjómi
512 gr. 26% brauðostur
150 gr niðursneidd kalkúnabringa (ofan á brauð)
430 gr. ferskar gulrætur
300 gr ferskir sveppir
1 stk agúrka
1 stk zucchini
800 gr perur
1 kg kartöflur í lausu
620 gr græn epli
1 stór rauð paprika
1 askja cocktail tómatar (250 gr)
1 haus brokkolí
3 bananar
1 höfuð icebergsalat
1 sítróna
= 36 hlutir

Nú samtals kostuðu herlegheitin 571 sænska krónu sem miðað við gengi Íslandsbanka þriðjudaginn 10. janúar teljast svo mikið sem 4500,05 íslenskar krónur. MAGNAÐ!
p.s. frábið mér comment um a) smæð íslensks matvörumarkaðar b) landfræðilega legu Íslands c) skort Íslands á aðild að ESB d) ábendingar um að laun séu hærri á Íslandi en í Svíþjóð.
None of this is my point, ég er bara að benda á að það er kannski von að maður verði frústraður yfir verðlaginu á Íslandi - sérstaklega í samanburði við Svíþjóð því Svíar grenja undan matarverðinu hér og telja það hæsta sem gerist innan ESB.


That's all folks - góðar stundir!

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Okei ég sökka

... en ég bara tók mér jólafrí frá blogginu eins og öðru.

'Eníveis' Gleðilegt ár elskurnar og vonandi að sólin skíni á ykkur í öllum ykkar verkum árið 2006.

Langar til að deila með ykkur þessari visku sem ég fékk á tölvupósti í dag. Það er nefnilega mjög mikið til í þessu og þetta er kjörið hugsanafæði (e. food for thought) inn í nýja árið.

Heimspeki Charles Schultz
Charles Schultz er höfundur teiknimynda syrpunnar Peanuts. Þú þarft ekki að svara spurningunum. Lestu verkefnið og þér mun verða þetta ljóst:
1. Nefndu fimm auðugustu einstaklingana í heiminum.
2. Nefndu fimm síðustu sigurvegara í fegurðarsamkeppni Evrópu.
3. Nefndu tíu einstaklinga, sem hafa unnið Nobels verðlaunin.
4. Nefndu sex leikara og leikkonur, sem unnu Óskars verðlaunin á síðasta ári.

Hvernig gekk þér?

Niðurstaðan er, að enginn okkar man fyrirsagnir gærdagsins. Þetta eru ekki annars flokks afreksmenn. Þeir eru þeir bestu á sínu sviði. En klappið deyr út. Verðlaunin missa ljómann. Afrekin eru gleymd. Viðurkenningarnar og skírteinin eru grafin með eigendum sínum.

Hér eru nokkrar aðrar spurningar. Sjáðu hvernig þér gengur með þær:
1. Skrifaðu nöfnin á fimm kennurum sem hjálpuðu þér á þinni skólagöngu.
2. Nefndu þrjá vini, sem hafa hjálpað þér á erfiðum stundum.
3. Nefndu fimm einstaklinga, sem hafa kennt þér eitthvað mikilvægt.
4. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem kunnu að meta þig að verðleikum.
5. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem þér þykir gott að umgangast.

Auðveldara?

Lexían: Fólkið sem skiptir þig mestu máli í lífinu eru ekki þeir, sem hafa bestu meðmælabréfin, mestu peningana eða flestu verðlaunin. Heldur þeir, sem finnst þú skipta mestu máli.

Hafðu ekki áhyggjur af því, að heimurinn sé að farast í dag. Það er nú þegar morgun í Ástralíu.

(Charles Schultz)
Free counter and web stats