fimmtudagur, júní 29, 2006

Of þreytt...


...til að skrifa mikið núna - en geri það samt.
Ferðin til Gautaborgar var mjög skemmtileg í alla staði - nema hvað varðar veður, aldrei hef ég verið eins lengi út í eins mikilli rigningu. Það var varla þurr blettur á manni þarna í Liseberg en sem betur fer var nú ekkert kalt svo maður fraus allavegna ekki úr kulda. Við fjárfestum enda í þessum forláta regnslám sem var skartað allann daginn og þær björguðu nú heilmiklu verð ég að játa. Glæsileg systkinin ekki satt?
Það var líka gaman að koma í Bergsjön og skoða gamla 'húddið þar. Við þekktum nú varla blokkina okkar á Stjärnbildsgatan. Þetta voru sumsé í fyrndinni fjögurra hæða blokkir, hvítar að lit. Einhvern tíma á 10. áratugnum voru svo efri hæðirnar tvær einfaldlega fjarlægðar og seldar til Tékklands eða Póllands og úr urðu þessi líka huggulega tveggja hæða hús. Það má láta sér ýmislegt detta í hug sjáiði til.
Nú á Rymdtorget hafði margt breyst en líka margt 'stayed the same'. Við fórum á Flekis og á kirkjubasarinn í Bergsjön kyrkan (sem er án efa ljótasta kirkjubygging sem ég hef séð og eru þær nú margar ljótar á klakanum). Árni keypi sér belti á 2 kr. og ég forláta servéttuhringi á 5. Sannkölluð reifarakaup það. 'Bananablokkin' á Mercuriusgatan var enn á sínum stað (ekki verið seld til Tékklands eða svoleiðis). Greinilegt á magni gervihnattadiskjanna að þar búa að stórum hluta innflytjendur en þetta fannst okkur Árna brilliant og 'ökonomísk' leið til að reyna að ná útsendingum nágrannans. Til hvers að vera að eyða meiru en þarf?
En jæja á morgun (þetta er sumsé skrifað eftir miðnætti) er svo komið að heimferð frá Svíaríki í bili. Nenni engan veginn að pakka og finnst allt sem ég á "mjög nauðsynlegt" og "sérlega mikilvægt" og er því að leita leiða til að koma fataskápnum mínum ofan í ferðatöskuna og framhjá vökulum og óþjónustulunduðum augum 'tjékkinn' staffsins á Kastrup á morgun.
Sjáumst fljótt esskurnar - ta ta
p.s. ég hef ekki hugmynd um hvort og þá hvernig ég fór að því að færa tenglana sem eru á síðunni minni til - en þeir eru sumsé neðst á síðunni núna. Við hliðina á elstu færslunni hverju sinni.

mánudagur, júní 26, 2006

Strandadagur

Lomma beach 25. júní 2006 - sjá má Reyni með Leó og Egil 'lengst' út í sjó!
Já það er hárrétt - í gær var farið á ströndina(þökk sé bíleigundunum Katrínu & Reyni - takk fyrir að kippa okkur með) í Lomma sem er 'næsti bær' við Lund í um 6 mín. akstursfjarlægð. Þar er dásamleg strönd og þar lá maður og flatmagaði í hátt í 30°C hita í gær og þótti ekki leiðinlegt. Það mátti varla á milli sjá hvort maður var við Atlantshafið eða Miðjarðar-hafið eins og sést á meðfylgjandi mynd... he he he. Núna er 'tanið' líka alveg að verða fullkomið og hægt að halda í vonina að maður haldi því út sumarið -óháð veðurfari á Íslandi það sem eftir lifir sumars-. Annars er það staðreynd að það hefur ekki verið svona heitt fyrir Midsommar í Svíþjóð í 24 ár!! Ekki nóg með það heldur, eins og talnaglöggar konur & menn átta sig á, gerðist það sumsé síðast sumarið 1982 þegar jors trúlí átti síðast heima á Kjemmanum. Am I crazy or is there a connection here?!?!?!?! Hmmm - haaaaa?
Nú svo sem góðan endi á góðum degi var svo slegið upp grilli á þrjúunni með tilheyrandi herlegheitum - nammi namm grillmatur & gott veður & góður félagskapur! Gerist það betra? Me thinks not!
Annars vil ég senda hugheilar ástar- og afmæliskveðjur til hennar Ingu systur minnar í Londres. Happy birthday babe!

föstudagur, júní 23, 2006

Midsommar


Í dag er Midsommarafton (sem er sko dagurinn fyrir Midsommardag, mikilvægt að átta sig þessum mun) hérna í Svíríki - ég gerði mér enga grein fyrir því hversu heilagan dag var um að ræða fyrr en ég las í gær að Willy's er lokuð á morgun. Hún var sko hvorki lokuð á páskadag né hvítasunnudag til samanburðar (held samt jóladag). Þannig að þetta er greinilega stórmál. En sumsé það er dansað í kringum Midsommarstången og borðað (nema hvað) síld, kjötbollur og köld skinka. Það er sko bara til EINN hátíðismaður i Svíþjóð og það er hlaðborð þessara hluta sem ég nefndi. Þetta finnst þeim svo hátíðlegt að það er ekkert annað haft á borðum - EVER it seems! - þegar hátíðir bera að garði. Þannig að þegar hátíðisdagar nálgast þá keppast allar matvörubúðir að setja kjötbollur og síld á sértilboð - það held é'nú. Rosa væri þetta nú annars einfalt ef við Íslendingar ákvæðum (með reglugerð hreinlega) að á öllum hátíðisdögum þá skyldu étnir sviðakjammar og rófustappa - ALLTAF! Þá slyppi kona við valkvíðann sem fylgir því að velja hvað á að vera í hátíðismatinn. Já já þetta hefði sína kosti.
p.s. ef ykkur finnst gróft að líkja þessum mat við sviðakjamma þá má ímynda sér bara hangikjöt með uppstúf (af hverju heitir þetta uppstúf?), hmm come to think of it - erum við Íslendingar þá ekkert skárri?

fimmtudagur, júní 22, 2006

Sólarleysi

Það er kennari í ræktinni minni sem heitir Lars Rasch. Mér finnst þetta ógeðslega fyndið og fann mig knúna til að deila þessari staðreynd með ykkur.
Akkúrat í þessum töluðu sit ég í sófanum heima hjá mér, á fyrsta non-sólardeginum í Lundi í lengri tíma (fyndið hvernig einn svona grámyglulegur dagur lætur konu finnast að það séu ár og dagar síðan kona sá til sólar síðast) - enívei sit hérna og hugsa um allt sem ég þyrfti að vera að gera en nenn'iggi. Til dæmis að þrífa baðherbergið mitt og skúra stofugólfið. Langar eitthvað svoooo miklu meira til að liggja upp í sófa (OJ þarna er hrossafluga!) og horfa á Fab five umbreyta einhverjum pathetic looser í megahönk á TV3. En það er víst ekki á allt kosið. Sigurjón, Bryndís & börn ætla að koma í mat í kveld og er þá ekki skemmtilegra að hafa smá huggó í kringum sig? Því miður er svarið við þeirri spurningu og ég kveð því að sinni og hverf á vit skúringafötunnar og gúmmíhanskanna.

þriðjudagur, júní 20, 2006

Bólusetningar er þörf ...

.....við kaupæðinu sem herjar á mig þessa dagana. Fórnarlömb dagsins eru svart breitt belti og (páskaungs)gul skyrta úr MQ, ný sólgleraugu (brussan ég settist á hin), hálsmen(í staðinn fyrir það sem ég gleymdi í mátunarklefanum í Lindex), skyrta og maskari í H&M. Gula skyrtan passar ljómandi vel við gallapilsið sem ég fékk einmitt hjá Ginu (stórvinkonu minni) í gær.
Hvað kaupir hún næst stelpan? - fylgist með.

mánudagur, júní 19, 2006

Gagnslausar upplýsngar - my favorite

Vissir þú að....?
...það er ekki hægt að sleikja á sér olnbogann
...krókódíll getur ekki stungið útúr sér tungunni
...hjarta rækju er í hausnum á henni
...í rannsókn á 200.000 strútum í yfir 80 ár hefur ekki einn stungið hausnum í sand
...svín geta ekki horft til himins
...menn stunda að meðaltali 3000 sinnum kynlíf um ævina og eyða meira en tveimur vikum í kossa
...rúmlega helmingur fólks í heiminum hefur hvorki hringt né svarað í síma
...rottur og hestar geta ekki ælt
...fiðrildi geta bragðað með fótunum
...á tíu mínútum leysir fellibylur meiri orku en er í öllum kjarnorkuvopnum í heiminum samanlagt
...að meðaltali kafna 100 manns á kúlupennum árlega (HVAÐ er þetta fólk eiginlega að gera?)
...að meðaltali er fólk hræddara við að tala opinberlega en dauðann (þetta þýðir m.ö.o. að prestur sem talar við jarðarför fyndist í raun skárra að vera gaurinn í kistunni)
...35% af fólki sem notar persónuauglýsingar í dagblöðum fyrir stefnumót er gift
...fílar eru einu dýrin sem geta ekki hoppað
...aðeins 1 einstaklingur af hverjum 2 milljörðum munu lifa til 116 ára aldurs (please don't let it be me)
...það er mögulegt að leiða kýr upp stiga en ekki niður
...konur blikka augunum næstum tvöfalt oftar en karlar
...snigill getur sofið í 3 ár (líka Árni bróðir minn)
...ekkert orð í ensku rímar við month
...augun á okkur eru alltaf jafn stór frá fæðingu en nefið og eyrun hætta aldrei að vaxa
...allir snjóbirnir eru örvhentir
...forn-egypskir prestar plokkuðu ÖLL hár af líkamanum, líka augnabrúnirnar og augnhárin
...augun á strútum er stærri en heilinn í þeim
...typewriter er lengsta orðið sem hægt er að skrifa með aðeins einni röð á lyklaborðinu
...ameríkanar borða að meðaltali 18 ekrur af pizzu hvern einasta dag
...ef þú myndir öskra í 8 ár, 7 mánuði og 6 daga myndir þú búa til næga orku til að hita 1 kaffibolla
...rottur fjölga sér svo hratt að eftir 18 mánuði geta tvær rottur átt milljón afkomendur
...súperman kemur fyrir í hverjum einasta sjónvarpsþætti af Seinfeld (þetta er að vísu ekki satt)
...kveikjari var fundinn upp á undan eldspýtum
..."kvak" anda bergmálar ekki og enginn veit afhverju
...23% bilana í ljósritunarvélum stafa af því að fólk hefur reynt að ljósrita á sér óæðri endann
...þú munt sennilega borða 70 skordýr og 10 köngulær í svefni um ævina (ég hefði vel getað lifað án þessara upplýsinga)
...flestir varalitir innihalda fiskihreistur
...allir hafa persónugreinanleg tunguför eins og fingraför
...ef þú myndir reka við stanslaust í 6 ár 9 mánuði myndi myndast gas sem jafngildir krafti atómssprengju
...fullnæging svína stendur í 30 mínútur (Hvernig finna menn þetta út og af hverju?)
...ef þú lemur hausnum við vegg brennir þú 150 hitaeiningum á klukkutíma
...menn og höfrungar eru einu tegundirnar sem stunda kynlíf sér til skemmtunar
...sterkasti vöðvinn í líkamanum er tungan
...maurar geta lyft 50 faldri þyngd sinni, togað 30 falda þyngd sína
...Leirgedda (það er fiskur) er með 27.000 bragðkirtla. (Hvað í ósköpunum getur verið svona bragðgott neðst í vatninu?)
...flóin getur stokkið 350 falda lengd sína, það er svipað og maðurinn stökkvi yfir fótboltavöll
...kakkalakki getur lifað í 9 daga án höfuðs áður en hann sveltur til bana
...sum ljón eðla sig 50 sinnum á dag
...krossfiskar hafa engan heila (ég þekki líka svoleiðis fólk)
...rúmlega 95% allra þeirra sem lesa þetta munu reyna að sleikja á sér olnbogann!! (OK viðurkenni að ég er ein þeirra)

Annars vil ég líka óska afmælisbörnum dagsins þeim Katrínu (25) og Halldóri bróður mínum (32) innilega til hamingju með daginn. Og Katrín mín - kærar þakkir fyrir fyrirtaks veitingar, döðlutertan stóð sannarlega fyrir sínu - nema hvað þegar þú átt í hlut!!

sunnudagur, júní 18, 2006

Gleymska

Jæja ég er að slá ný met í gleymsku og utan-við-sig-heitum. Þar sem það var skýjað í morgun og spáin var eitthvað óviss um hvernig veðrið ætti að verða ákvað ég að drösla barninu með mér í mollið að versla. Þegar ég kom út á strætóskýli (þar sem strætóinn var að renna í hlað) mundi ég eftir því að ég hafði gleymt VISA kortinu mínu heima. Þannig að shopping var out. Þá ákváðum við bara að fara út niðrí bæ og rölta þar um, fá okkur eitthvað snarl og jafnvel á bóksafnið. Þegar við stigum út úr vagninum við safnið (sem var lokað af því ég gleymdi að það var sunnudagur) þá fengum við okkur smá rölt á leikvöll fyrir aftan það. Þar mundi ég að ég hafði verið með kerru fyrir Egil sem núna var sumsé á rúntinum með strætó nr. 4 úti í Gunnesbo. Mar er náttlega ekki heill. Ég flaggaði niður næsta strætó nr. 4 og fékk þær upplýsingar frá illsænskutalandi bílstjóranum að það væri ekkert hægt að gera í dag en ég gæti hringt í lost-and-found á morgun og athugað hvort henni hefði verið skilað. Jæja við ákváðum að vera ekkert að gráta Björn bónda þar sem kerran var nú frekar löskuð og búin að tapa fyrri ljóma. Fórum bara á Subway (sem er loksins búið að opna í Lundi) og svo ís á torginu. En hvað haldiði að hafi beðið okkar þegar við stigum upp í strætó nema ástkæra kerran okkar. Gaman að því. Nú er sólin komin út og engin ástæða til annars en að drífa sig í sólbað.
Ta ta

laugardagur, júní 17, 2006

17. júní hátíðarhöld

Gleðilega hátíð kæru samlandar nær og fjær!

Er eitthvað betra en vöfflur með rjóma - ok ég hef eflaust haldið þessu fram um margt hérna á síðunni en þetta er tvímælalaust á topp tíu listanum. Við slógum upp íslensku vöfflukaffi í tilefni dagsins í dag. Sigga og Hjörtur tóku sig vel út í hlutverki gestgjafanna á 7-unni og var framsetning og skipulag dagsins til fyrirmyndar. Takk fyrir framtakið. Svo var auðvitað farið í leiki og að endingu í þann fróma leik Kubb sem er eitthvað það alsænskasta sem til er. Ég hafði með klókindum smyglað mér inn í landið án þess að hafa nokkurn tíma spilað Kubb (en það er frumskilyrði fyrir að fá leyfi til að setjast hérna að yfir höfuð). Leikurinn (fyrir þá sem ekki þekkja til) felst í því að fella kubba mótherjans með þar til gerðum keflum og að endingu fella 'kónginn' sem stillt er upp í miðjunni. Þetta er nú bara þrælskemmtilegt og ég býst við að kaupa mér eins og eitt sett af Kubb sett fyrir heimför.
Nú eftir að hafa troðið sig út af vöfflum þá fannst manni nú tilvalið að fara að éta aðeins meira og svo heppilega vildi til að Bryndís og Sigurjón voru einmitt búin að bjóða í þjóðhátíðarlamb í kvöldmat. Mums mums ekta svona 'mömmu'læri með öllu. Takk fyrir okkur Lykilkróksfjölskylda. Við verðum nú að reyna að myndast við að endurgjalda greiðann fyrir heimför (kannski ekki læri en eitthvað gott - LOFA). Mæli annars með myndashowinu hans Sigurjóns frá deginum í dag, það er með hljómlist og allt. Magnað!
Ta ta

föstudagur, júní 16, 2006

HM og H&M

Jæja mínir menn hysjuðu upp um sig og mörðu sigur gegn Trinidad í gær. Hjúkk, ég ætlaði nú bara að fara að segja það sko. Næst er að taka Svíana í þann óæðri og þá er riðlakeppnin frá.
Fór á útsöluna í H & M og það var merkilega létt að sýna sjálfsstjórn þar. Kom samt út með einar buxur og eina skyrtu og eina peysu. En þetta var nú líka allt svo haaaaaaaaaaaaa-kvæmt að það er í lagi. Eftir stendur þá innkaupaferðin eftir nýtt VISA nánar tiltekið á mánudaginn. Bjakk svo þarf ég að fara að huga að niðurpökkun fyrir Ísland. Oooooohhh nenniggi - getiggi -viliggi. Mjér leiðast ferðatöskur og allt sem í þær fer. Svo veit mar heldur ekkert hvað maður á að setja í þetta drasl. Erfitt að pakka öðru en sumarfötum og flimsí toppum þegar maður er í svona sumarstemmara.
Vá hvað þetta var eitthvað leiðinleg færsla - oh well they can't all be winners.
ta ta

fimmtudagur, júní 15, 2006

Áfram England

Sit hérna í sófanum og horfi á HM í blíðunni (á morgun ætla ég svo að fara á útsöluna í HM þó ekki það HM sem ég er að horfa á. Glöggir lesendur hafa þó kannski áttað sig á þessu). England er mitt lið og ég er hreint bara ekki að skilja hvernig þeir geta verið að eiga í þessu basli með Trinidad og Tobago. Ma ma ma ma mar bara skilur þetta ekki.
Spáin fyrir helgina er fáránlega góð og ég held að ég leggist á Bryndísi eða Katrínu eða einhvern sem vill vera vinur minn að fara bara á ströndina, svei mér þá. Er nokkuð annað að gera í stöðunni? Maður verður að vinna vel í taninu fyrir Íslandsförina, ekki heyrist mér að von sé á sólarglætu þar nema þá að fregnir af snjókomu séu stórlega ýktar.
Ta ta darlings

miðvikudagur, júní 14, 2006

Letidagur

Byrjaði á því að sofa aðeins yfir mig og dreif mig í hendingskasti að skila bílaleigubíl gærdagsins út á Statoil áður en ég hjólaði eins og geðsjúk hæna út í Nova Lund þar sem ég átti tíma í klippingu & strípur kl. 10. Tókst fyrir einhverja dularfulla röð tilviljana að fara 'beinu' leiðina en lenda samt ca. 2 km vestan við mollið (veit ekki rassgat í hvaða átt, ég er að skjóta hérna folks - og vestur hljómar jafnvel og hvað annað). Enívei þetta hafðist fyrir rest þökk sé flatlendi Skáns (Skánar, hvernig beygist þetta orð eiginlega?) og lágreistum byggingarstíl Värpinge. Klippingin tókst vel og ég er eins og ný(leg) kona. Þökk sé hinum elskulega ylhýra gjaldmiðli íslensku krónunni þá var hún líka nánast jafndýr og á Íslandi en gott hár er gulli betra svo ég þegi bara. Þvældist svo aðeins um mallið og kíkti í nokkrar búðir og gerði mental innkaupalista fyrir mánudaginn (sem er einmitt, eins og glöggir fellow innkaupasjúklingar hafa áttað sig á 19. júní eða dagurinn eftir 18. júní sem er einmitt nýtt VISA tímabil). En það þýðir að ég þarf ekki að greiða fyrir þessi innkaup fyrr en 15. ágúst eða EFTIR að ég hef fengið (vonandi) tugi þúsunda endurgreidd frá íslenska skattmanninum. Maður ætti náttlega að fá Nóbelsverðlaunin í útsmognum réttlætingum innkaupa. Nema hvað ég dröslaðist í Skopunkten og verslaði þrenn pör af skóm á hann Hjört Snæ rassgat og frænda minn. Hlóð þessu ásamt nýtíndu jarðarberjunum sem ég féll fyrir hjá einhverjum bónda á leiðinni á hjólið og lagði af stað heim. Þegar ég kom svo kófsveitt niðrí bæ (það átti sko að vera skýjað og jafnvel rigning í dag skv. sænskum veðurspám, já nei nei ekki svo mikið sem sú spáin stóðst) þá átta ég mig á því að hallærisskópokinn hafði dottið af einhversstaðar á leiðinni án þess að mín tæki eftir því. Great!! Snéri við á punktinum, setti nýtt heimsmeistaramet í hjólreiðum innkaupaóðra og fann pokann sem betur fer. Allt er gott sem endar vel ekki satt?
Þegar heim kom fórum við Bryndís svo í bíltúr með börnin upp í Bjärred á ströndina en þá ákvað spáin að rætast og dró fyrir sólu svo við snérum þessu upp í kæruleysi og keyptum ís á línuna og horfðumst svo í augu við lítinn metnað okkar í eldamennsku og keyptum okkur mexíkóskt take-away í kvöldmatinn.
Já þetta var svona dagurinn í hnetuskurn.

þriðjudagur, júní 13, 2006

Good mom - bad mom

Ég var í senn góð og slæm móðir í dag. Þetta felst í eftirfarandi:

Gaf barninu frí á leikskólanum = slæm móðir

Fór með barnið í skemmtigarð þar sem við áttum saman heilan dag af gæðastundum (e. quality time) = góð móðir

Útkeyrð eftir endalausar vatnsrennibrautarferðir, sundleiki, tívolítæki og trampólín fór ég með barnið á Macdonald's í kvöldmat = slæm móðir
Æi jafnast þetta ekki út in the long run? Ég treysti því bara.
Áttaði mig reyndar á því í dag þar sem ég keyrði 'niður' (aka suður) til Tosselilla að ég hef barasta ekkert, að heitið getur, keyrt um Skán í þessa 10 mánuði sem ég hef búið hérna. Skánn er alveg hreint ótrúlega fallegt landsvæði, sérstaklega á þessum árstíma. Reyndi að taka myndir í dag en þar sem ég er frekar lélegur ljósmyndari með litla myndavél þá náði maður náttúrulega engan veginn að festa á minniskubb þessa fegurð. Set samt inn smá sýnishorn.

mánudagur, júní 12, 2006

Slúðurblöðin

Hún Kolla nágranni minn var svo elskuleg að arfleiða mig að slatta af því fróma tímariti Hér&Nú. Þetta er slúðurblað af verstu gerð og eitt af því skemmtilegra sem ég les í þessu blaði er um Hér&Nú stúlkunu sem jafnan prýðir eina af síðustu síðum hvers eintaks. Þetta eru jafnan miklar mannvitsbrekkur sem bjóða sig fram í þetta og ein slík er einmitt hún Magnea Jónína Ólafsdóttir, 17 ára Reykjavíkurmær. En hún ætlar í sumar að vinna í Foldaskála í Grafarvogi og njóta lífsins. Áhugamál Magneu eru "strákar & djammið.... og auðvitað að kaupa föt í 17". Já lesendur góðir þetta er orðrétt tekið upp úr blaðinu og þetta er kynslóðin sem erfa mun landið. Það held ég nú. Her mother must be so proud!
Annars er ég með ótrúlega skemmtilega brunabletti á bakinu eftir að hafa legið ca. 3 tíma í sólbaði á maganum í gær. Blettirnir eru aðallega skemmtilegir fyrir þær sakir að þeir eru í svona slettuformi, nefnilega þar sem ég höndin náði ekki til að bera á sig sólarvörnina. Já já maður er náttúrulega fífl.
Drullaðist í ræktina í morgun og hljóp og lyfti heilum helling. Katrín kom samt með íslenskt nammi handa mér af klakanum þannig að þetta jafnast allt út. HjÚkK! Ég hefði getað grennst skillurru!

sunnudagur, júní 11, 2006

Nóg komið af svo góðu?

ÚFF æ ég held ég sé komin með nóg af sólinni. Það er ekki misskilja mig, finnst hún æðisleg og kýs hana sannarlega fram yfir rigningu en ég get bara legið í sólbaði í svo langan tíma. Ég verð svo eirðarlaus. Ætli það sé ekki hallæris njálgur bara?
Við mæðginin vorum nú samt komin út fyrir kl. 10 í morgun. Jors trúlí í sólbað og hann að leika sér. Þegar hitinn fór að vera óbærilegur (ég fann blóðið sjóða í æðum mér) drifum við okkur út á Bygglek og sulluðum í vaðlauginni þar. Slæðukonurnar af Magganum voru búnar að hertaka svæðið (ekki að þær eigi ekki sinn tilverurétt eins og allir aðrir) og horfðu með hneykslun á heiðingjahóruna (aka mig) sem striplaðist um á bikiníi fyrir framan mennina þeirra (sem ekki hafa masterað listina að gjóa augunum svo lítið beri á). Þarna sátu þær í skugganum í sínum svörtu kuflum svo rétt sást í andlitið og virtust helst vera að velta því fyrir sér hvenær almáttugur Allah myndi láta mig 'burst into flames' fyrir óskammfeilnina. En viti menn, ég lifði af sem ber að sjálfsögðu ótrúlegri þrautsegju minni vitni. Ég ákvað að verðlauna þennan nauma flótta frá bráðum bana með Daim-toppi á Fäladstorginu. Hann var mjög góður.
P.S. Í vaðlauginni hittum við systkinin Bleron, sem er með Agli á deild í leikskólanum, og systkini hans Blerton og Blerinu. Ég reyndi að hugsa hvort ég þekkti einhverja íslenska foreldra sem eiga börnin Jón, Jónas og Jónu en mér datt enginn í hug.

laugardagur, júní 10, 2006

Blessaðir séu bíllausir

Þvílík endalaus hamingja að þurfa ekki að eiga bíl. Ég meina auðvitað eru þeir ósköp ágætir til síns brúks og allt það en reynið að finna bílastæði í 27 stiga hita og heiðskýru í Malmö - borg hinna lokuðu bílastæðahúsa - á laugardegi um hádegi. Fékk loks stæði lengst út í ra**gati og þurfa að borga hægri handlegg og upp á hné á fótlegg fyrir, 150 kr. pr. klukkustund!!!! highway fu**ing robbery skillurru og það um hábjartan.
Annars er allt sæmó spæmó, líkaminn á mér er samt með serious leiðindi sem lýsir sér í því að ég tútna út eins og pregnant promqueen = ÆÐISLEGT. Mátulega fyrir bikini-season í þokkabót. Þetta er augljóslega alheimssamsæri. Gæti ekki mögulega haft neitt með það að gera að ég hef étið sælgæti í flest mál og not seen the inside of a gym í 'sjé a' 4 vikur. Neeeeeeeeeeeeei (ég hef að ráði lögfræðings ákveðið að neita sök).

föstudagur, júní 09, 2006

Föstudagsfjör

Sólin skein hérna í Lundi í dag í tilefni þess að ég er komin í 'alvöru' frí. Hitti leiðbeinandann minn í morgun sem var nokkuð ánægð með rannsóknarspurninguna mína, eiginlega bara mjög ánægð. Meira en ég sjálf reyndar en hvað um það, hún dugar í bili amk.
Óð annars um í þeirri sjálfsblekkingu fram undir hádegi að ég myndi fara í ræktina. Tók mig svo taki og fór frekar á Espresso House í hádegismat, með öööörstuttri viðkomu í H&M þar sem ég festi kaup á því bleikasta bikiníi sem sögur fara af. Átti því næst í mikilli innri baráttu um hvaða stig af sólarvörn skyldi kaupa. Vandamálið var að Nivea SPF 6 var aðeins ódýrara en SPF 4 með 'dashi' af grillolíu í. Þessar 20 kr. enduðu á að kosta mig ca. 8 mín í hugarangri þar til ég ákvað að venda kvæði mínu algjörlega í kross og kaupa Lancaster grillolíu með SPF 8 (sem var dýrust af öllum). Mér til mikillar gleði kostaði hún minna við kassann en stóð á umbúðunum. Maður er bókstaflega alltaf að $græða$. Hvar endar þessi taumlausa gleði?
Lá og steikti sjálfa mig hérna úti í garði í ca. 2 tíma. Vaknaði við hroturnar í sjálfri mér (vissi ekki að það væri hægt) og þurrkaði svo lítið bæri á slefið sem hafði lekið niðrá hægri kinnina. Maður er smokin' H*O*T skillurru! Jæja stelpan er þó amk orðin agalega brún og sælleg. Farin að sjást upp við hvítan vegg og allt.

fimmtudagur, júní 08, 2006

Fréttir að heiman?

tjékkið á þessu - http://www.flass.net/fullfrettir.php?id=882

Það er margt skrítið í kýrhausnum - þa' held ég nú!

miðvikudagur, júní 07, 2006

Margt til í þessu

Fann þennan lista á gamla blogginu hans Árna bróður og fannst svo margt til í honum að ég ákvað að birta hann hérna ykkur (að mestu) til dægradvalar og skemmtunar.
#1 I'm a big believer in not taking life seriously. Mjög sammála
#2 I believe that dancing can cure all that ails you. Soldið sammála, eða meira svona að viðhorf skipti miklu í lífinu almennt
#3 I believe I can fly. The landing part could be a little bit harder though. He he he he aldrei að vita, geri samt ekki ráð fyrir að prófa
#4 I believe that the children are our future (and I thank the gods I will be dead when those spoiled little bastards inherit the earth) já já heimur versnandi fer
#5 I believe that Karl Rowe(Carl rove? Karl Rove? the devil has many names) is EVIL incarnate. Já er ekki bara fínt að hann sé hættur hjá Bush?
#6 I believe that the gods have a sick sense of humor and if they are playing games with the fate of mankind they are most definately cheating and making the rules up as they go. Hlýtur að vera satt, annars væru Framsóknarmenn ekki alltaf í þessari óþolandi oddastöðu í íslenskum stjórnmálum - já eða Bush jr. valdamesti maður í heimi.
#7 I believe that if shit were an energy source then Hollywood could generate enough power to keep the world running for the next millenia. Pearl Harbour, Armageddon, Baywatch og Steven Seagal - þarf að segja eitthvað meira?
#8 I believe that all men are created equal and I am the most equal of all. Riiiiiiiiight
#9 I believe that L. Ron Hubbard is one of the biggest assholes that have ever walked the earth and if you are a member the church of scientoligy, please exit this page and close the door behind you. Heyr heyr
#10 I believe in life before birth and after death(were going in circles people). Jæja já en hver er ég svosem til að fullyrða að það sé EKKI svoleiðis - (mjög póstmódernískt viðhorf hjá mér by the way)
#11 I believe that music is mankinds greatest invention. Með þeim betri að minnsta kosti
#12 I believe that Kurt Vonnegut is one of mankinds greatest prophets. No comment
#13 I believe in karma and the balance of the whole input output thing (you get what you give). Vísa hér til atriðis tvö
#14 Last ,but certainly not least, I believe in love, love, love. it really is all around us and if you give it, you will receive it (well most of the time anyway, there's really no helping some people). Mjög sammála
No matter how you look at it, all things move towards their end (in our case death) and theres not a smegging thing we can do about it. So lets all have some fun and be nice to eachother while were at it. I will help out any way that I can, even if it includes eating cheesecake (hey it couldnt hurt) ef þetta er ostakakan hennar Bryndísar sem um ræðir þá setjið mig bara óhikað á listann

þriðjudagur, júní 06, 2006

Stórtíðindi af Íslandinu

Ja hérna hér. Það er bara ekkert annað. Maður fer að sofa og vaknar bara í upplausnarástandi í íslenskum stjórnmálum. Halldór að hætta og Guðni líka en svo ekki Guðni og eiginlega ekki Halldór fyrr en í haust og einn segir annað og hinn segir hitt og Geir segir svo eitthvað aðeins öðruvísi og enginn veit neitt. Babbara verður spennandi að fylgjast með. Gaman líka að fylgjast með viðbrögðum stjórnarandstöðunnar sem auðvitað vill ólm kosningar sem fyrst. Rétt upp hönd sem fannst Inga Solla öööööööööööööörlítið ótrúverðug að tala um upplausnarástand og hallæri þegar kom að afsögnum. Ég vitna nú bara í Friends "Hello kettle? This is Ingibjörg Sólrún- you're black" - æi hvað það hlýtur nú samt að vera þægilegt í stjórnmálum að vera með svona slæmt skammtímaminni. Ég held raunar að það sé forsendan.
Hvað um það - það er svosem alveg rétt sem bent er á að nýir ráðherrar gera lítið annað en að rétt ná að setja sig inn í málin á þessu ári sem er til kosninga + að það er satt að það er bara djók að flokkur (sem mælist) með 8% fylgi skuli hafa forsætisráðherrastólinn. Hvað getur maður sagt, stundum ratast kjöftugum satt á munn!

laugardagur, júní 03, 2006

Svindddl

Ég lagði það á mig að rumpa af þessu blessaða prófi - því síðasta ójá - til að geta sleikt sólina í dag. Prófið er búið en hvar er sólin?
Annars vil ég senda ástar- saknaðar og hamingjukveðjur til hennar móður minnar sem á afmæli í dag. Hlakka voða til að fá hana og Árna bróður í heimsókn. Mér skilst að veðurspekúlantar hérna megin hafs séu líka búnir að spá því að seinnipartur júní verði sá allra hlýjasti í sænskra manna og kvenna minnum (held samt að einn dani sem muni hlýrri daga... he he he)
Hmmmm já það er nú eins gott að staðið verði við þessar spár

föstudagur, júní 02, 2006

Illa farið með góðan sólardag

Hér hefur sólin skinið glatt í allan dag og ég hef setið inni að læra. Grrrrrr &/%$"#%/!$#. Planið er nú að klára þetta í kvöld/nótt svo sól morgundagsins fari ekki svipaða leið. Brúnkan sem ég náði mér í í byrjun maí er nefnilega óðum að hverfa og gamli undanrennuhúðliturinn að ryðja sér til rúms á ný. Fjandenn, þetta gengur bara alls ekki.
Var að koma úr mat frá Katrínu og Reyni sem gáfu okkur Bryndísi + börnum dýrindis pizzur úr snilldarpizzuofninum (sem ég er svooooo á leiðinni að fara að kaupa mér) sem þau fengu í brúðkaupsgjöf, þau eiga einmitt pappírs (eins árs) brúðkaupsafmæli á morgun skötuhjúin. En jæja þetta drasl skrifar sig víst ekki sjálft svo ætli mar reyni ekki að halda áfram.
Tjaó my beibís

fimmtudagur, júní 01, 2006

Nörd?

Tók nördaprófið hennar Bryndísar og samkvæmt því er ég 12% nörd

What does this mean?

Your nerdiness is: Not nerdy, but then again maybe not all that cool either.

Þar hafiði það - ef það má bjóða ykkur að prófa nördastigið ykkar þá má gera það hér.

Góðar stundir!
Free counter and web stats