miðvikudagur, október 31, 2007

Flugmæða

Mjér leiðast flugvellir....

Hvenær verður fundið upp eitthvað svona "snap-a-finger-and-you-are-there" fyrirbæri?

Eðlisfræði peðlisfræði!

þriðjudagur, október 30, 2007

Brrrrr

... ég hugsa að ef ég reyndi þá gæti ég skorið gler með geirvörtunum akkúrat núna.
Það er fáránlega kalt í vinnunni minni.

fimmtudagur, október 25, 2007

been there - done that

að fara til útlanda í 3ja daga vinnuferð...... tiresome

að hafa tíma til að fara í búðir en nenna því ekki .... unusual

að kaupa kuldaskó á barnið og koma heim með tvo skó á vinstri fót .... priceless!!

miðvikudagur, október 24, 2007

Rökrétt? Sennilega ekki

Ég er á 28. hæð hérna á hótelinu í Osló. Ég er sko mjög lofthrædd, svo lofthrædd að ég þurfti að draga fyrir gluggana og snúa baki í þá þegar ég fór að sofa..... mér leið samt lítið betur. Fáránlega-mikið-opnanlegi-glugginn var ekki að hjálpa mér sko. Hvað ef ég hefði gengið í svefni og óvart dottið út um hann? ...... IT COULD HAPPEN!

.... hmmm kannski að ég hlusti á son minn næst þegar hann vælir yfir hræðslu við myrkrið í herberginu sínu?!

þriðjudagur, október 23, 2007

Brussuskapur

Ég labbaði Á hurðina þegar ég var að fara úr vinnunni áðan. Sprengdi á mér vörina!

..... eigum við að ræða það eitthvað?



p.s. þetta finnst mér fyndið blogg http://quotation-marks.blogspot.com/

sunnudagur, október 21, 2007

Baggalútssnillingarnir!!

True so true... he he he








Framsóknarflokkurinn hefur slitið meirihlutasamstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn og hafið samstarf við aðra flokka um stjórn Reykjavíkurborgar. Þennan leik mun flokkurinn síðan endurtaka með nokkurra mánaða millibili uns Björn Ingi Hrafnsson verður borgarstjóri.

Með þessu vill flokkurinn kenna þjóðinni þá hollu lexíu að best sé að kjósa hann - enda breyti engu þótt það sé ekki gert.

miðvikudagur, október 10, 2007

Hrakfarir

Þá hefur maður prófað að liggja uppi á Sprengisandi að moka snjó undan 44" Patrol. Hélt ekki endilega að þetta væri eitthvað sem ég ætti eftir en hafði greinilega rangt fyrir mér.

Mæli með skóflu eða NMT síma þegar farið er á fjöll á einum bíl .. já eða bara hvoru tveggja!!

miðvikudagur, október 03, 2007

Það sem ég hef komist að - part I

The greatest discovery of any generation is that a person
can alter his life by altering his attitude


Þett'er satt.

Tíu fingur sko!

mánudagur, október 01, 2007

Clueless

hvað ætli séu margir dagar þar til nýi yfirmaðurinn minn kemst að því að ég hef ekki hugmynd um hvað ég er að gera......
Free counter and web stats