Eldhúsraunir
Jæja eftir mikla umhugsun höfum við ákveðið að fórna hinni ástkæru og ylhýru eldhúsinnréttingu sem "prýtt" (það eru reyndar ekki allir á eitt sáttir um fagurfræðilegt gildi hennar) hefur húsið síðan við Elli vorum ekki annað en girndarglampi í augum foreldra okkar. Upp kom sú hugmynd að bjóða hana upp á e-bay en eftir einungis 3 daga á á sölu voru okkur boðnar háar fúlgur fyrir að fjarlægja myndirnar af síðunni.
Sumsé til stendur að leggja nýjan dúk (já við bankastarfsmenn veljum aðeins það besta í gólfefnum sem og öðru) og kaupa lausar innréttingar í IKEA (again, allir með milljón á mánuði sem vinna í banka) og reyna þar með að gera þetta semi huggulegt þar til við vinnum í lottó-inu og getum rifið þennan helming hússins.
Páskarnir munu því að stórum hluta fara í iðnaðarmannastörf, það má því fara að æfa sig í skorunni.