Ragnheiður Gróa
Voðalega líður tíminn eitthvað hratt. 5 vikur síðan ég skrifaði hérna inn, svei mér þá. Sem þýðir auðvitað að litla stelpan mín er orðin rúmlega 5 vikna. Nú verð ég að hætt að kalla hana litluna, hún er víst komin með nafn þessi elska. Rammíslenskt og auðvitað að mínu mati mjög fallegt, Ragnheiður Gróa í höfuðið á tveimur merkum konum. Langömmu minni henni Ragnheiði Böðvarsdóttur frá Laugarvatni og tengdamóður minni, Halldóru Gróu Guðmundsdóttur sem alltaf er kölluð þessu miðjunafni sínu.