laugardagur, september 29, 2007

Nammidagur

Í tilefni dagsins bakaði ég gerlausa speltpizzu með lífrænni tómatsósu og soyaosti.... og fannst þetta treat sko!!

.......jesús minn hvað maður er langt leiddur!

fimmtudagur, september 27, 2007

aftanítaka dauðans

.... ég er brjál! Var að komast að því að það kostar jafnmikið fyrir mig að tryggja smábíl og jeppa hjá Sjóvá. Þetta þrátt fyrir að á þeim sé ríflega þrefaldur verðmunur og að smábíllinn kæmist fyrir INNÍ jeppanum.

Meikar EINHVERN sens fyrir einhverjum að tryggingarfélag geti tekið jafnhá iðgjöld fyrir að tryggja bíl sem er að verðmæti 1.000.000 og 3.500.000???
Ég fæ þetta dæmi bara ekki til að ganga upp og er RATHER pissed off .... grrrrrr

og svörin sem ég fæ frá Sjóvá "það myndu nú margir fegnir borga það sem þú ert að fá þessar tryggingar á" - frábært, æðislegt!

Fo***** highway robbery það er það sem þetta er!!

þriðjudagur, september 25, 2007

Sybbin

Vá hvað ég er sybbin. "vaknaði" ( and I use the term loosely here folks!) kl. 06:15 til að drífa mig í ræktina að láta Addý paddý kisu slíta mér út. Alltaf samt gott þegar þetta er búið en núna er ég vægast sagt að lognast út af hérna í vinnunni. Ákvað að reyna að blogga mig frá því.... he he

Ég er nú alltaf að breytast í meiri og meiri A-manneskju og finnst ekkert svo erfitt að vakna á morgnana. It's the staying awake part sem vefst frekar fyrir mér .....múhahaha :)

toot-a-loo elskurnar!

p.s. Hún Solla mín á afmæli í dag. Innilegar hamingjuóskir með daginn esskan. Sjáumst á fimmtudaginn!

laugardagur, september 22, 2007

Lítil "delpa"

Hún MajBritt vinkona mín eignaðist litla stelpu þ. 14. september sl. Ég var nú alltaf að bíða eftir að geta sýnt mynd af henni hérna á síðunni en gengur ekkert að afrita neitt slíkt af síðunni hennar. Þannig að þið bara smellið á linkinn hennar hérna til hliðar og berjið litlu prinsessuna augum. Hún er obbosslega sæt (nema hvað?!) og ég hlakka svooooo til að sjá hana með eigin augum en það gerist vonandi á morgun.

Innilegar (ítrekaðar) hamingjuóskir með hana elsku Maj Britt og Einar!! Njótið þessara fyrstu daga, þeir líða ALLTOF fljótt ... :)

miðvikudagur, september 19, 2007

Skópína

Sá sem hannaði nýju skóna mína hatar fætur og vill að þær þjáist...... ái!

mánudagur, september 10, 2007

Biggest Looser?

Það er vigtun fyrir æfinguna á morgun.
Kannski verð ég the biggest looser....

sunnudagur, september 09, 2007

Samviskubit

Addý var með surprise quiz á æfingunni í morgun.... "Hvað var í kvöldmatinn í gær?"
Það kom á mig fát og mér datt ekki neitt í hug til að ljúga (það er líka MJÖG erfitt að ljúga að Addý, hún er svo náttúrulega tortryggin týpa :) :) og játaði því strax "Subway bátur með skinku"
..... svipurinn sem ég fékk!!
Mér leið eins og hefði étið barn (eða eitthvað álíka hræðilegt)

föstudagur, september 07, 2007

Nýtt starf

Jæja þá er víst orðið óhætt að tilkynna um það en míns er sumsé byrjuð í nýju starfi innan bankans. That is right! Ég hef verið ráðin sem verkefnastjóri í Greiningu bankans þar sem ég mun aðstoða við að leiða vinnu við samhæfingu og samræmingu á Greiningardeildum Glitnis á Norðurlöndunum. Auk þess er ætlunin að reyna að auka veg og virðingu Glitnis sem ekki bara stórs miðlara í þessum löndum en einnig sem sérfræðinga um Norræna verðbréfamarkaðinn og Norrænt efnahagslíf. Þetta þýðir nýr yfirmaður (Almar Guðmundsson), nýr titill (Verkefnastjóri), ný deild (Markaðsviðskipti) og ný laun (XX0.000 þús) :)
Þetta leggst bara mjög vel í mig og ég hlakka til að hefjast almennilega handa.
..... en þangað til er ég mjög fegin að það er föstudagur í dag!!

fimmtudagur, september 06, 2007

Þjálfun... ?

Addý lét okkur gera froskahopp á æfingunni í morgun. Nú hef ég pínu áhyggjur af því að höggið hafi komið fram í skjálftamælingum í Kína.

2 á Richter?!

mánudagur, september 03, 2007

London beibí

þann 15. sept nk ætla ég að vera sötrandi kampavín heima hjá systu í Londres...

sunnudagur, september 02, 2007

Múhahaha

....ég var rétt búin að rífa fram skúringardraslið þegar hún Jürgitta mín (cleaning lady) hringdi og boðaði komu sína á miðvikudagsmorguninn (Hún er sumsé búin að vera í fríi heima í Litháen síðan í júlí).

Er ekki lífið dásamlegt :) :)

sunnudagsblús

Eins gott og það er nú að eiga svona duglegan kall (sem er as we speak að klára skjólgirðinguna) þá er að sama skapi óþolandi að eiga svona duglegan kall sem lætur mig í samanburði líta út fyrir að vera húðlöt því ég nenn'ekki að þrífa húsið mitt ... ónei langar bara upp í rúm með viðhaldinu mínu ..... F.R.I.E.N.D.S!!

p.s. mér finnst ósanngjarnt að það sé strax kominn sunnudagur!
Free counter and web stats