fimmtudagur, maí 22, 2008

We are the champions



Þvílíkur leikur - þvílík dramatík. Ég er ennþá með hjartsláttartruflanir!

þriðjudagur, maí 13, 2008

Italiano


Í dag eru 28 dagar í fríið. Seðlabankinn býður af því tilefni evrur á tilboðsverði og fást þær nú á kostakjörum - aðeins 122,29 LATÓ* fyrir stykkið.
Gaman.
Maður verður bara 'að taka þetta á kassann' eins og einn vinnufélagi minn komst að orði.


oooh well - At least I have my health :)
* einnig nefnt íslenskar krónur en verðgildið á alþjóðlegum mörkuðum er mjög svipað

Væri það ekki næs?


miðvikudagur, maí 07, 2008

Mögnuð síða

Þessa síðu rakst ég á í gegnum eitthvað blogg fyrir nokkrum árum. Svo gleymdi ég henni. Núna fer ég reglulega þarna inn og les leyndarmál fólks. Sumt er fyndið, eins og stelpan sem játaði að hafa sem unglingur leikið sér að því að skipta á litabrúsunum í hárlitnum sem var seldur í apótekinu :) (hefði samt orðið þokkalega brjál ef ég hefði lent í því að kaupa svoleiðis lit). Annað er átakanlegra, sorglegra eða 'inspiring'. Allt er þetta samt áhugavert sjónarhorn á mannlegt eðli. Að neðan eru nokkur sýnishorn. http://www.postsecret.blogspot.com/




mánudagur, maí 05, 2008

Afmælisbarn dagsins...

.... er elskan hann pabbi minn. Hann er nú hálfgerður unglingur kallinn, ekki nema 56 ára - enda bara kornabarn þegar hann eignaðist mig. :)
Pabbi minn (ásamt mömmu) er og verður ein mín helsta fyrirmynd í lífinu og ég er óendanlega stolt og ánægð að vera dóttir hans.

Til hamingju með daginn elsku pabbi minn.

p.s. þessi færsla var skrifuð seint í gærkvöldi en þar sem ég er ennþá stillt á sænskan tíma á blogginu kom hún fram sem skrifuð þ. 5. maí. Pabbi átti semsagt afmæli í gær ... rétt skal vera rétt!
Free counter and web stats