Gáfnafar kvenna
Hún Maj-Britt vinkona mín, sem ég tek öllu jafna mikið mark á, sagði mér það í gær að hún hefði lesið um bandaríska könnun nýverið sem gerði grein fyrir því að eftir því sem greindarvísitala kvenna hækkaði þeim mun minni líkur væru á því að þær myndu giftast. Finnst ykkur þetta ekki dásamlegt? Þetta er líka skemmtileg tilviljun því ég var einmitt að taka greindarpróf á netinu í gærkvöldi og ég held ég steinþegi bara yfir niðurstöðunni, ekki að hún skipti máli a.m.k. ekki fyrir mig en ég þori augljóslega ekki að taka sjénsinn á því að tilvonandi eiginmaður minn (sem by the way er ófundinn) fari undan í flæmingi þegar hann uppgötvar að ég er ekki borderline retarded. Spurning hvort þetta eigi við sama hvernig maður lítur út ég meina ef maður er ofboðslega feitur og subbulegur nú eða bara drephrútleiðinlegur en bara obbosslega nógu vitlaus er maður þá samt ómótstæðilegur í augum karlmanna? Er heimskan það sem er aðalaðdráttaraflið? Nei ég er bara svona að velta fyrir mér hvort ég geti bara hætt að mæta í ræktina.
Fékk annars þá dásamlegu upplýsingar hjá LÍN í dag að ég mun þurfa að lifa af ca. 650.000 ISK fyrsta námsárið mitt í mastersnámi en mér reiknast til að það sé um 72.000 ISK pr. mánuð. AUGLJÓSLEGA mun ég lifa í kjöltu munaðar þarna í Svíaríki.