föstudagur, mars 28, 2008
miðvikudagur, mars 26, 2008
The little things in life
sem geta glatt mann.....
Ég fór og hitti Rebekku vinkonu í lunch áðan - á 101. Ég uppgötva það á leiðinni að ég er ekki með veskið mitt og þar af leiðandi ekki með smámynt í stöðumælinn. EN.....
Ekki bara fékk ég stæði rétt hjá 101 (á Kalkofnsveginum) heldur var BÚIÐ að borga í stöðumælinn og eftir var nógur tími fyrir lunch.
Ekki nóg með það heldur var stöðumælavörðurinn að skrifa sektina þegar ég kom út og SLEPPTI mér við hana....
Takk kærlega til yndislega stráksins hjá Bílastæðasjóði - you made my day!!
Ég fór og hitti Rebekku vinkonu í lunch áðan - á 101. Ég uppgötva það á leiðinni að ég er ekki með veskið mitt og þar af leiðandi ekki með smámynt í stöðumælinn. EN.....
Ekki bara fékk ég stæði rétt hjá 101 (á Kalkofnsveginum) heldur var BÚIÐ að borga í stöðumælinn og eftir var nógur tími fyrir lunch.
Ekki nóg með það heldur var stöðumælavörðurinn að skrifa sektina þegar ég kom út og SLEPPTI mér við hana....
Takk kærlega til yndislega stráksins hjá Bílastæðasjóði - you made my day!!
þriðjudagur, mars 25, 2008
Þriðjudagur til þrautar?
Eða er það ekki annars rétt? Stýrivextir komnir í 15% já já bara stuð. En erlenda lánið mitt kvartar svosem ekki yfir því. Nú er bara að sjá hvort þetta dugi til að koma krónunni úr öndunarvélinni. Veit það ekki..... erfitt að segja.
Mig langar annars í nýja eldhúsinnréttingu í 'ekki-svo-nýja' húsið mitt. Dabbi kallinn yrði nú ekki ánægður að heyra að ég sé í svoleiðis bollaleggingum. Hann væri vís með að hækka vextina meira ef þetta kemst upp ... :)
Mig langar annars í nýja eldhúsinnréttingu í 'ekki-svo-nýja' húsið mitt. Dabbi kallinn yrði nú ekki ánægður að heyra að ég sé í svoleiðis bollaleggingum. Hann væri vís með að hækka vextina meira ef þetta kemst upp ... :)
sunnudagur, mars 23, 2008
Gleðilega páska
Gleðilega páska!
Málshátturinn minn var 'Blessun vex með barni hverju' -sem mér fannst nú ekki allsendis óviðeigandi.- Elli fékk líka góðan málshátt, 'Af góðum hug koma góð ráð'. Marteinn fékk 'Bjalla er bjórfullur maður' (ekki alveg viðeigandi kannski?) og Egill Orri fékk svo 'Oft má lyf af eitri brugga'
fimmtudagur, mars 20, 2008
It lives....
Já ég er ótrúlegt en satt á lífi. Amk eru sögur af andláti mínu stórlega ýktar. Sérlega 'skemmtilegri' (í mjög svo óbókstaflegri merkingu þess orðs) viku á fjármálamörkuðunum er lokið og ég held að það hafi allir í vinnunni minni í gær verið óskaplega fegnir að það er lokað sem eftir lifir viku. Reyndar var öllum svo létt þegar hlutirnir tóku snarpa beygju til betri vegar rétt fyrir lokun að það flissuðu bara allir eins og smástelpur og vissu ekkert hvernig þeir áttu sér að vera.
******
Annars eru tíðindi af okkur hjónaleysunum. Við notuðum tækifærið þegar ólætin á mörkuðunum voru sem mest og keyptum okkur hús (OG SELDUM OKKAR AUÐVITAÐ). Nýja húsið er í Ártúnsholtinu, nánar tiltekið í Laxakvísl. Bæði kaup og sala eru að vísu bara samþykkt kauptilboð núna og allt er þetta með fyrirvara um greiðslumat okkar kaupenda en við ákveðum að vera bjartsýn..... það fer okkur betur :)
******
Annars eru tíðindi af okkur hjónaleysunum. Við notuðum tækifærið þegar ólætin á mörkuðunum voru sem mest og keyptum okkur hús (OG SELDUM OKKAR AUÐVITAÐ). Nýja húsið er í Ártúnsholtinu, nánar tiltekið í Laxakvísl. Bæði kaup og sala eru að vísu bara samþykkt kauptilboð núna og allt er þetta með fyrirvara um greiðslumat okkar kaupenda en við ákveðum að vera bjartsýn..... það fer okkur betur :)
fimmtudagur, mars 06, 2008
Blogglok?
Það hefur varla farið framhjá þeim sem á annað borð kíkja reglubundið hérna inn (sem bara hlýtur að fara fækkandi) að ég er orðin vægast sagt löt að skrifa færslur. Þess vegna velti ég því oft fyrir mér hvort ég eigi ekki bara að put this blog out of it's misery og hætta þessu bara.
Samt fæ ég það ekki af mér að gefa út formlega yfirlýsingu þess efnis. Finnst eins og ef ég geri það þá muni ég undir eins fyllast miklum anda að fara að skrifa mjög mikilvæga, fyndna og skemmtilega pistla. Er maður steiktur eða hvað?
Me thinks so!
Samt fæ ég það ekki af mér að gefa út formlega yfirlýsingu þess efnis. Finnst eins og ef ég geri það þá muni ég undir eins fyllast miklum anda að fara að skrifa mjög mikilvæga, fyndna og skemmtilega pistla. Er maður steiktur eða hvað?
Me thinks so!