Speki
-- Albert Einstein --
Þegar á öllu er á botninn hvolft þá er sennilega frekar mikið til í þessu.
"Life is what happens while you're busy making other plans" - John Lennon
En sumsé, helgin var fín, sonur minn hefur þó tekið upp á þeim ósið að vakna FYRIR kl. 7 á morgnana um helgar. Hvaða ónáttúra er það? Ég kann ekki við þetta verð ég nú að viðurkenna. [innskot;hrikalega er Jón Ársæll eitthvað leim sjónvarpsmaður] en hann er nú samt ótrúlega mikill ljúflingur. Hann fékk ís í Kringlunni á laugardaginn og á leiðinni út í bíl sagði hann þrisvar sinnum "þarna var ég nú aldeilis heppinn!" obboðslegt vesen á honum eins og Maj-Britt myndi segja.
Hrósið fær Lunds Kommun sem er nú þegar búin að svara - og það játandi folks - umsókn minni um leikskólapláss handa Agli Orra og það ríflega fjórum mánuðum áður en við flytjum til Svíþjóðar. Rétt er að geta þess að ég fékk inni á leikskólanum sem var minn fyrsti valkostur og frá og með þeim degi sem ég óskaði eftir. Það þarf vart ekki að taka það fram að barnið er ekki einu sinni sænskur ríkisborgari. Spurning um hvort að þetta sé ekki praxis sem Reykjavíkurborg ætti að taka sér til fyrirmyndar?
p.s. horfði á afmælisþátt Silfurs Egils í dag og sat undir Össuri Skarphéðinssyni vera að tala um formannsslag Samfylkingarinnar. Hann vildi meina (sem getur svosem alveg verið satt, EKKI að ég sé beinlínis inn í málunum) að það sé 'víst' málefnamunur á frambjóðundunum tveimur, þ.e. sér og Ingu Sollu. Hann benti í því samhengi á að hún vildi fjölþrepa tekjuskattskerfi sem hann væri alfarið á móti og flokkurinn hefði alltaf verið. Ehemm correct me if I am wrong en var þetta ekki eitt af oddamálunum sem Samfylkingin stóð (albeit afar klúðurslega) fyrir í síðustu alþingiskosningum? Ekki að ég myndi hengja mig á það svosem en það væri heldur ekki í fyrsta né síðasta sinn sem Össur tekur 180° í skoðunum sínum.