þriðjudagur, apríl 26, 2005

Speki

'I only want to know God's thoughts, the rest is details'

-- Albert Einstein --

Þegar á öllu er á botninn hvolft þá er sennilega frekar mikið til í þessu.

sunnudagur, apríl 24, 2005

Gleðilegt sumar

Getur maður þá ekki núna amk með þokkalegri samvisku farið að ljúga að sjálfum sér að það sem komið sumar? Ég er obboðslega glöð að 'sumarið' sé gengið garð. Komin með rúmlega nóg af þessum blessaða vetri, bjakk bjakk. Er að huxa um að mæta í pilsi í vinnuna alla daga í næstu viku til að halda upp á þetta.
En síðan ég skrifaði síðast er ég sumsé búin í rannsókninni sem gekk bara mjög vel og ég er rúmlega 7 kílóum léttari. En þetta er bara byrjunin, ójá darlings, vitiði bara til, áður en yfir lýkur skulu þau verða þó nokkuð fleiri.
(P.S. það fer í taugarnar á mér að Arnold Schwartzenegger geti ekki talað %@#@#"&$ ensku án þess að vera með þýskan hreim)
P.P.S miðarnir á Stamford Bridge kostuðu um 240.000 kr. GETTU HVORT ÉG ÆTLA AÐ FARA??

fimmtudagur, apríl 14, 2005

er ekki að koma sumar?

Jæja loksins smá sól farin að skína á okkur hérna á hjara veraldar. Rúmlega komin með nóg af snjó, slabbi og viðbjóði.

bara 3 dagar eftir í rannsókninni, ótrúlegt hvað þessar 8 vikur hafa verið fljótar að líða. Nú er það bara að halda áfram hörkunni, takmark nr. 1 nálgast óðfluga, yeee baby.

Nýi iPodinn minn, (thanks mom fyrir að gefa mér hann) er snilldartæki, If you have the means I highly recommend that you pick one up (úr hvaða mynd er þessi setning?)

Annars er verið að vinna í því að redda sér miða á Chelsea - Liverpool á Stamford Bridge, þ. 27. apríl nk. Væri ekki mjög leiðinlegt.... kemur í ljós á morgun.

sunnudagur, apríl 10, 2005

Nýju fötin keisarans

20 dagar í flutning
Það er löngu (að ég held að hljóti að vera) sannað mál að heilinn í konum leysir úr læðingi hamingjuhormónið seratín (eða hvað það nú heitir) þegar þær kaupa sér föt. Eða það hlýtur bara að vera, alltaf líður mér vel þegar ég er búin kaupa mér eitthvað. Ég komst hins vegar að því um helgina að að er líka ákveðin, ef til vill ekki eins mikil, en ánægja engu að síður í því að fá gefins föt frá öðrum. Þannig er nefnilega mál með vexti að ýmsir meðlimir hins margrómaða Sportveiðiklúbbs hafa verið í heilsuræktarátaki síðustu vikur og mánuði. Hún Katrín vinkona mín þar á meðal og í kaffi hjá henni um helgina gaf hún mér alveg helling af fötum sem, eins og hún orðaði það, "hún ætlar aldrei að passa í aftur". Hey! frábært fyrir mig því hún Katrín er buxnadragtadrottningin og í pokanum voru hvorki fleiri né færri en 4 fullkomlega fínar Oasis dragtir. Ég tók kvöldið í að máta þær og þær passa allar á mig en það er ekki allt, þær eru nefnilega allar við það að verða of stórar, sem er ENNÞÁ betra eins og gefur að skilja (eða amk ef þú, lesandi góður, ert kona). En kærar þakkir til Kötu fyrir arfleifðina hún kemur í góðar þarfir þar sem minn eiginn fatalager er eiginlega að mestu orðin of stór. Er ekki lífið dásamlegt?


En sumsé, helgin var fín, sonur minn hefur þó tekið upp á þeim ósið að vakna FYRIR kl. 7 á morgnana um helgar. Hvaða ónáttúra er það? Ég kann ekki við þetta verð ég nú að viðurkenna. [innskot;hrikalega er Jón Ársæll eitthvað leim sjónvarpsmaður] en hann er nú samt ótrúlega mikill ljúflingur. Hann fékk ís í Kringlunni á laugardaginn og á leiðinni út í bíl sagði hann þrisvar sinnum "þarna var ég nú aldeilis heppinn!" obboðslegt vesen á honum eins og Maj-Britt myndi segja.

Hrósið fær Lunds Kommun sem er nú þegar búin að svara - og það játandi folks - umsókn minni um leikskólapláss handa Agli Orra og það ríflega fjórum mánuðum áður en við flytjum til Svíþjóðar. Rétt er að geta þess að ég fékk inni á leikskólanum sem var minn fyrsti valkostur og frá og með þeim degi sem ég óskaði eftir. Það þarf vart ekki að taka það fram að barnið er ekki einu sinni sænskur ríkisborgari. Spurning um hvort að þetta sé ekki praxis sem Reykjavíkurborg ætti að taka sér til fyrirmyndar?


p.s. horfði á afmælisþátt Silfurs Egils í dag og sat undir Össuri Skarphéðinssyni vera að tala um formannsslag Samfylkingarinnar. Hann vildi meina (sem getur svosem alveg verið satt, EKKI að ég sé beinlínis inn í málunum) að það sé 'víst' málefnamunur á frambjóðundunum tveimur, þ.e. sér og Ingu Sollu. Hann benti í því samhengi á að hún vildi fjölþrepa tekjuskattskerfi sem hann væri alfarið á móti og flokkurinn hefði alltaf verið. Ehemm correct me if I am wrong en var þetta ekki eitt af oddamálunum sem Samfylkingin stóð (albeit afar klúðurslega) fyrir í síðustu alþingiskosningum? Ekki að ég myndi hengja mig á það svosem en það væri heldur ekki í fyrsta né síðasta sinn sem Össur tekur 180° í skoðunum sínum.

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Er það ekki

skrýtið að maður skuli ennþá standa sig að því að vera mjög óskynsamur þegar maður er kominn fast að þrítugu eins og sagt er? Ég meina ég actually píndi mig í gær til að vaka og horfa á sjónvarpið þegar ég var svo syfjuð að það eina rétta í stöðunni hefði verið að fara að sofa fyrst ég á annað borð gat það. Æi streinds. Þannig að í dag er ég náttúrulega ennþá ferlega syfjuð og rugluð og á eflaust ekki eftir að verða neitt sérstaklega mikið úr verki.
Þegar ég er svona andlaus hef ég ekkert að reporta. Mamma og pabbi farin í golf til London, ekki að ég öfundi þau neitt eða svoleiðis sko en þau eiga sennilega bara inni fyrir þessu fríi. Þegar þau koma heim fæ ég líka kannski iPod (ef ég er heppin) þannig að ég get ekki kvartað. Nebblega ómögulegt við þessa rækt hérna uppi á Bifröst að það eru allar hljómflutningsgræjur bilaðar í henni og það verður bara að segjast að það er mjög afkastaletjandi að vera ekki með tónlist þegar maður hleypur. Í þessu er Hreyfing að koma rosalega sterk inn, sérstök rás sem spilar bara mjög taktvissa danstónlist þannig að maður getur ekki annað en hlaupið og það (næstum því) endalaust.
Hrós vikunnar fær því Hreyfing fyrir þetta snilldarframtak.

mánudagur, apríl 04, 2005

Æi akkurru...?

Er alltaf svona mikið að gera eitthvað. Maður getur ekki andað þessa dagana. Má samt ekki vanmeta kosti þess svosem, tíminn flýgur eins og mother fucker. En af atburðum helgarinnar er markverðast að nefna saumaklúbb oldies hérna hjá mér. Takk fyrir komuna og gjöfina stelpur, þið eruð sætastar. Alltaf svo gaman að hitta ykkur.
Innflutningspartý hjá Betu beib á Fálkagötunni. Mjög gaman að sjá liðið sem maður sér annars allt of sjaldan. Kjút íbúðin þín Beta sæta, oooh get ekki beðið eftir að flytja (albeit tímabundið) í mína eftir nákvæmlega 26 daga !!
Af þjóðfélagsmálum má auðvitað nefna fréttastjórafíaskóið hjá RÚV. Ég meina þetta fréttamannalið ætti nú að skammast sín. Allt í lagi að mótmæla en slaaaaaaaaaaka sér í uppvöðsluseminni og frekjunni hreinlega. Síðan hvenær er það undirmanna að ráða sinn yfirmann. Mér þætti vænt um að sjá dæmi þess hjá einkareknu fyrirtæki. En þar á móti eru kannski líka faglega sjónarmið látin ráða ferðinni við ráðninguna in the first place. En aftur á móti má segja að fréttamenn RÚV virðast vera haldnir hinu svokallaða valkvæða minni þegar þeim virðist ekki reka minni til að hafa sjálfir verið ráðnir inn á pólitískum forsendum sjálfir. RÚV er pólitískt apparat hvernig dettur mönnum annað í hug en að ráðningar þarna inn séu annað en pólitískar???
Páfinn dó, blessuð sé minning hans.
Ég horfði á tvo þætti af Desperate Housewives - þessir þættir eru náttlega snilld.... segi ekki meir.
Free counter and web stats