þriðjudagur, maí 24, 2005

Júróvisjón og fleira

Jæja hið árlega júróvisjón er um garð gengið og babbaraaa (drumroll please) Ísland lenti neðar en spekúlantar og veðbankar höfðu sagt til um..... what a f****** surprise people! Sorry en mér fannst flutningurinn á þessu lagi bara ekki vera að skila neinu. Það má að vísu segja um fjöldamörg önnur lög í þessari keppni en samt. Merkilegt hvað við getum samt alltaf látið þetta koma okkur jafnmikið á óvart. Þetta er eins og þegar fyrsti snjórinn kemur á haustin, alltaf allir í jafn æðislega miklu sjokki að það skuli koma snjór á þessu landi og álagið á blessuð dekkjaverkstæðin eykst um svona 1000%. En hvar var ég? Já, Júróvisjón einmitt. Nú er ég ekki að segja að ég sogist ekki inn í umræðuna eins og aðrir, tókum langa umræðu um þetta uppi á kaffistofu í dag t.d. Engu að síður, svona fyrir utan það hvað þetta skiptir litlu máli in the big scheme of things þá er soldið fyndið hvað við virðumst alltaf geta búist við miklu og einu áhyggjurnar virðast alltaf fara að snúast um það hvort Egilshöllin sé nógu "fín" fyrir svona atburð á heimsmælikvarða. Kannski að við ættum bara að fara að taka Bretann á þetta, leggja bara nógu mikið fjárhagslega fram í keppnina og þurfa aldrei að hafa áhyggjur af þessari hallæris undankeppni. Er það ekki bara svarið? Nú eða taka bara upp gamla góða mottóið úr unglingavinnunni frá því að í gamla daga, það skiptir ekki máli að vinna heldur vera með.
Að öðru leyti er allt þetta fína að frétta, H57 er að taka á sig lokamynd. Eldhúsið allt að komast í horf og öll húsgögn komin á sinn stað. OOOOOOh hvað ég get ekki beðið eftir að komast í langþráð sumarfrí og geta verið fulltime Reykvíkingur, kominn bloddí tími til if you ask me. Þetta er komið nóg af sveitasælunni í bili. Þeink jú verí næs.
p.s. er búin að vera fullslök við sjálfa mig í mataræðinu, en nú verður breyting á ójá. Nú verður það ræktin alla daga og hollur og góður matur með. Markmiðið er -4 kg fyrir USA í byrjun júlí. Rétt upp hendi sem trúa því að mér takist það.
p.p.s. með tilvísun í setninguna að ofan er rétt að árétta að ég ætla ekki að verða -4 kg heldur missa /fara niður um fjögur kílógrömm.
p.p.p.s. Inga Solla var kjörin formaður Samfylkingarinnar með yfirburðum, þessi flokkur á sér kannski von eftir allt? Það verður altjént spennandi að fylgjast með 'verðandi forsætisráðherra lýðveldisins' á komandi mánuðum.

miðvikudagur, maí 11, 2005

Málningarvinna

Ég ætla að mála eldhúsið mitt um helgina. Gerði það og það tók ótrúlega stuttan tíma, ég hefði eiginlega getað málað miklu meira svona miðað við þá málningu og tíma sem ég hafði. En anyway, þetta hafðist og það sem meira er þá setti ég meira að segja líka upp nýja efriskápa á innréttinguna. Geri aðrir betur, kjarnorkukvendið sem ég er gerði þetta í þokkabót (nánast) ein. Ég er að hugsa um að leyfa mér bara að vera nokkuð stolt af sjálfri mér, ég er ekkert viss um að allir hefðu gert þetta.
Nú fer íbúðin bara svei mér þá að verða sýningar- og tala nú ekki um funktjúnellt íbúanleg. Nú þarf bara að rífa niður fataskápinn í barnaherberginu, fylla upp í gatið sem það myndar á veggnum, kaupa fataskáp og koma ísskápnum á sinn stað í eldhúsinu. Vaaaaá gleði gleði og hamingja þegar þetta verður búið. Þá býð ég í grill og jafnvel meira... hmm hmm hmm he he he

þriðjudagur, maí 03, 2005

Að flytja

Rosalega á maður eitthvað mikið af 'drasli'. Það kemur bersýnilega í ljós þegar maður flytur. ÚFF, ég er nú öllu jöfnu fremur dugleg að henda dóti (mótmæli þeir sem telja ástæðu til) sem í mínum bókum er að vera betri en móðir mín sem klippir samviskusamlega út alls konar greinar og dót um allt milli himins og jarðar til að 'geyma'. Þessi geymsluhaugur lifir nú fremur góðu lífi í bílskúrnum heima föður mínum til mikillar armæðu. En þetta var nú smá útúrdúr. Ég komst nefnilega að því um helgina þegar ég flutti heimili okkar mæðgina af Bifröst og til borgar óttans aka Reykjavíkur að ég á ferlega mikið af svona hlutum sem ekki hafa skilgreint hlutverk á heimilinu. Lausnin hingað til hefur falist í því að stinga þessu í kassa, ofan í skúffur eða inni í skápa. Yfirleitt með hugsuninni 'æi það er nú synd að henda þessu' eða 'ég á örugglega einhvern tíma eftir að nota þetta'. Hin síðarnefnda átti yfirleitt við eitthvað fatakyns og bar fataskápurinn minn þess óneitanlega merki. Ég komst hins vegar að því þegar ég horfðist í augu við söfnunar- og nýtnisáráttu mína að sumt af þessu myndi ég sannarlega aldrei nota aftur og annað hefði ég einfaldlega aldrei átt að nota to begin with. En sumsé, ég er þó nokkrum pokum og kössum léttari og fengu samstarfskonur mínar að njóta góðs af sumu en Rauði Krossinn öðru. Njótið vel.
Annars er íbúðin mín í H57 næsta verkefni. Nú skal tekið til hendinni og gert flest það sem ég sló á frest í fyrra þegar ég fékk hana afhenta. Til dæmis stendur til að mála ýmislegt og laga annað. Ég hlakka eiginlega ótrúlega mikið til og ekki er verra að hafa sína eigin prívat Völu Matt (lesist Maj-Britt) til skrafs og ráðagerða sem hefur mun betra 'auga' en ég fyrir svona hús&hýbýlis málefnum. Stefni að því að bjóða heim að afloknum breytingum í byrjun júní.
Nöldr vikunnar fær veðurfarið á þessu blessaða skeri sem við búum á, þurfti actually að skafa (as in snow people) af bílnum mínum í morgun. Það er 3. maí í dag fyrir ykkur sem áttuðuð ykkur ekki á því. Dauði og #@&(%$#" djöfull.
Free counter and web stats