mánudagur, desember 24, 2007
miðvikudagur, desember 19, 2007
Undralyf ?
ég mæli með því að allir sem eiga leið til hennar Ammríku fjárfesti í eins og einum kassa af þessu "töframeðali" - Sudafed; nasal decongestant. Vaknaði 06:30 í morgun og ætlaði mér í ræktina en leið svo bölvanlega að ég kom mér ekki út úr húsi. Með þungan slímkökk fyrir brjóstinu og hor í nös. Dröslaðist fram á baðherbergi og tók tvær töflur skv. ráðleggingunum á kassanum. Sofnaði aftur í 45 mín og viti menn! Mér leið svona um það bil 1000% betur þegar ég vaknaði. Horið farið og slímið á undanhaldi.
Viss um að í þessu er bæði rottueitur og anabólískir hrossasterar en HEY! whatever works.
fimmtudagur, desember 13, 2007
Dúúúleg
Ég steig á viktina í ræktinni í morgun, fullviss þess að Köbenferðin hefði skilið eftir sig mælanleg ummerki en viti menn! Ég hafði lést frá síðustu viktun! Sem blés mér auðvitað byr í brjóst að taka almennilega á því.
Svona er Guð mikill prakkari!
miðvikudagur, desember 12, 2007
"Góðir farþegar ....
.... þetta er flugstjórinn sem talar"
Svona byrjaði gamalkunna ræðan sem gusaðist úr hátalarakerfinu á 190 desibelum og vakti mig upp með andfælum í fluginu heim á mánudagsnóttina. Og hún hélt áfram...
"við tókum á loft til austurs og tókum vinstri beygju á stefnu. Við erum nú komin í flughæð sem er 33.000 fet sem svarar til um 11.000 metra. Við erum nú að fljúga yfir Árrósar þá Álaborg og því næst suðausturströnd Noregs... og svona hélt hann áfram bla bla bla bla bla bla"
HONESTLY! Rétt upp hendi sem er ekki druuuuuuullusama. Við erum í flugvél - OK - og vonandi er enginn í henni sem ekki veit hvert förinni er heitið. Fyrir utan það þá er kolniðamyrkur og snjókoma úti, það er ekki eins og við höfum einhvern möguleika á að vera að njóta útsýnisins yfir þetta blessaða landsvæði sem verið er að lýsa í pínlegum smáatriðum.
HEY! hér er hugmynd, sendið mér bara SMS og leyfið þreyttum að sofa!!
miðvikudagur, desember 05, 2007
Where are all the pens!
Var að horfa á Seinfeld (sem eru snilldarþættir btw) þar sem ég lá uppi í rúmi á hótelinu í gær. Gamall þáttur (nema hvað), einn af þeim þar sem Seinfeld er ennþá með uppistand í byrjun og lok hvers þáttar. Þar kom hann með ansi skemmtilegan punkt sem var eiginlega mest skemmtilegur af því að ég hafði einmitt verið að velta honum fyrir mér aðeins deginum áður.
"WHERE ARE ALL THE PENS". Ef þið spáið í það, hvað hafið þið keypt/átt marga penna um ævina? og hvar eru þeir núna? Bara síðan ég byrjaði í bankanum hef ég örugglega sótt mér svona 100 penna fram í skáp og samt er ég aldrei með penna. Hvert hverfa þessir pennar? Skv þessu ætti einhvers staðar ætti að vera herbergi ef ekki heil blokk full af pennum.
Ég held þeir séu 'wherever' stakir sokkar úr þurrkaranum 'go to die'....