miðvikudagur, apríl 30, 2008

Moving day

Jæja í dag gerist það.
Frá og með kvöldinu munum við búa í Laxakvísl 16. Öll fötin mín voru flutt í gær svo að ég skrapp á náttfötunum niðreftir í morgun til að finna mér föt fyrir vinnuna. Egill kom með mér og fékk að labba Í skólann í fyrsta sinn. Kom við hjá Helgu vinkonu sinni á nr. 8 og leiddist ekki að vera samferða henni.
Allir sem vettlingi geta valdið og eru ekki að gera neitt annað eru meira en velkomnir að bera húsgögn kl. 17 í dag. Grillaðir borgarar og ískaldur í boði.... :)
Ég held að þetta verði gott sumar - efnahagshrun og há verðbólga aside :)

mánudagur, apríl 28, 2008

Rehab - I say No No No

Sportveiðiklúbburinn var með sinn árlega fagnað á laugardaginn. Ágústa & Addý voru nefndin og sannarlega outdid themselves. Fyrst var hvítvínslunch með stæl heima hjá Ágústu. Þegar honum lauk kynntu þær stöllur texta sem þær höfðu samið við þetta lag


og eftir það kom söngkennari sem sá um smá voicetraining áður en við fórum í STÚDÍÓ að taka upp lagið. That's right folks, svitabandið - sú ástsæla grúppa - bara komið með fyrstu smáskífuna!!


Skvísurnar fóru svo heim að 'sjæna' sig áður en þær fóru á Ó-ið að borða (og drekka að mér skilst) en ég fór heim í Laxó að pússa veggi og mála gólflista. Svona er maður nú orðin stabíll og skynsamur í ellinni. Gvööööð hvað ég hlakka til að flytja.

föstudagur, apríl 25, 2008

Juno



Mæli með þessari mynd. Meinfyndin og mátulega væmin. Ellen Page frábær í hlutverki hinnar óléttu Juno.

Pjúr lov

Akkúrat þegar ég hélt að ég gæti ekki elskað Ella meira þá segir hann mér að hann sé búinn að græja 'klíning krjú' til að þrífa viðbjóðslega steypurykið & spartlsletturnar í Laxakvíslinni svo við getum einbeitt okkur að flutningunum og öðrum mikilvægari hlutum. Eins og að kaupa stóla í sólstofuna til dæmis.
Sweet Jesus hvað ég er hamingjusöm!

miðvikudagur, apríl 23, 2008

Spegill, spegill herm þú mér....

Á klósettinu hérna á finnsku skrifstofunni okkar er risastór spegill við hliðina á klósettskálinni. M.ö.0. þarf maður að horfa á lærin á sér og beran bossann meðan maður pissar.
Þetta er ekki flatterandi spegilmynd af neinum.

Hverjum dettur svona vitleysisgangur í hug?

þriðjudagur, apríl 22, 2008

Þegar...

.... evran kostar 120 kr þá kostar einfaldur latte í Helsinki 480 kr. Það er svolítið mikið.

Lyftublús

Þegar lyftan fór ekki af stað í morgun hélt ég í eitt hræðilegt augnablik að ég væri kannski komin yfir 800 kg hámarksburðargetu hennar. En svo sá ég að ég hafði bara gleymt að ýta á takkann.

.... fjúkk!

mánudagur, apríl 21, 2008

Ég óttast ...

... að brjóstin á mér séu í kappi um hvort verður fyrst að ná mér niðr'að nafla :(

mánudagur, apríl 14, 2008

Skvísindi

Ég er alveg að fá aftur fulla tilfinningu í tær vinstri fótar eftir að hafa þrammað um á 10 cm pinnahælum með þröngri tá á árshátíðinni á laugardaginn.

Það er ekki tekið út með sældinni að vera skvísa greinilega... :)

fimmtudagur, apríl 10, 2008

Jedúddamía

Þetta er hún Herdís María vinkona mín. Hún er að verða 7 mánaða.
Hvernig er bara hægt að vera svona sætur?

miðvikudagur, apríl 09, 2008

Trend?

Ég sá konu í hvítum gallabuxum í morgun ....

Mér brá soldið því ég hélt þær hefðu verið bannaðar með lagasetningu eftir 1992

mánudagur, apríl 07, 2008

My pet peeve

Ég ÞOLI ekki rangar verðmerkingar í búðum. Þegar maður kaupir (eða tekur ákvörðun um að kaupa eitthvað) á grundvelli þess verðs sem stendur á hillunni og kemur svo á kassann og varan er jafnvel 30-40% dýrari þegar maður á að fara að borga fyrir hana. Og svo til að taka steininn úr þá eru þessi unglingsgrey sem vinna að því er virðist á öllum afgreiðslukössum í dag alveg hissa á því þegar maður segir eitthvað og er ekki til í að borga bara það sem stendur í tölvunni.

Nýjasta dæmið er þegar við fórum í BYKO í gær að kaupa hurðahúna á innihurðirnar í Laxó. Þær áttu að kosta 2551 kr. stk (sem mér finnst bara alveg nóg) en á kassanum kostuðu þeir allt í einu rétt tæpar 3000 kr. Munurinn? Lítil 17% eða um 6.000 kr. Við áttuðum okkur reyndar ekki á þessu fyrr en við vorum komin af stað í bílnum en BYKO til tekna þá brugðust þeir hárrétt við og endurgreiddu okkur mismuninn með bros á vör og afsökunarbeiðni. Það mættu fleiri taka sér þau vinnubrögð til fyrirmyndar.

sunnudagur, apríl 06, 2008

TomKat

Sweet Jesus - eru engin takmörk fyrir því hvað Tom Cruise er orðinn mikið frík?

miðvikudagur, apríl 02, 2008

The list


Þessi maður er svo on 'my list' - hann er í svokallaðri "überhot¨kategoríu ...
Hver er á þínum lista?

þriðjudagur, apríl 01, 2008

1. apríl




Ég held ég hafi aldrei hlaupið 1. apríl.
Án efa nýtt hámark á letinni.... :)
Free counter and web stats