miðvikudagur, júlí 23, 2008

Hjartaylur

Það yljar manni eitthvað svo um hjartaræturnar að fá gíróseðilinn fyrir húsnæðisláninu okkar á þessum síðustu og verstu. Ég hef bara aldrei séð svona háar fjárhæðir á gíróseðli áður - amk sem ekki var stílaður á fyrirtæki.
Ég held ég þurfi að fara að vera miklu meira heima hjá mér - ég bý greinilega í rándýru húsi he he

mánudagur, júlí 14, 2008

Þessi er alveg með'etta

Svar tekið úr alvöru lausn nemanda í amerískum menntaskóla


sunnudagur, júlí 13, 2008

Mamma Mia!


Fór á þessa mynd í dag. Fyrir ABBA fan & sucker for romantic comedies eins og mig var hún vitaskuld æðisleg. Mæli með henni sem fínni afþreyingu. Ella fannst nú nóg um þegar Pierce Brosnan tók lagið - "Neeei ekki Bond að syngja ABBA, nú er þetta búið " :)


föstudagur, júlí 11, 2008

Helgin

Ooh alltaf svo gott þegar kemur föstudagur. Helgin framundan og þar sem þessi virðist ekki ætla að verða veðurgóð þá ætlum við fjölskyldan að halda okkur heimavið. Ef veðrið verður ekki of glatað þá ætla ég að skipuleggja smá óvissuferð fyrir þá feðga á morgun.
Annars er mín búin að vera frekar spræk, fór og synti í gærmorgun og út að hlaupa í morgun fyrir vinnu. Dásamlegt hlaupaveður, algjört logn og blíða þó sólin léti ekki sjá sig. Er voðalega morgunhress þessa dagana en ekki alveg jafn kvöldhress. Var sofnuð í sófanum kl. 20:45 í gærkvöldi og svaf til 7 í morgun!!
Hafið það sem best um helgina elskurnar mínar - ta ta

miðvikudagur, júlí 09, 2008

15 minutes of "fame"

Sweet jesus hvað maður er að meika það ....

http://vb.is/?gluggi=frett&flokkur=3&id=44992

Næst... heimsyfirráð!

mánudagur, júlí 07, 2008

Ný ég

Míns fór í klippingu í dag og lét bara choppa vel af kollunni. Nú er ég bara með tæplega axlasítt hár sem er alveg fabulously healthy - ég meina það ég er næstum því eins og konan í Pantene auglýsingunni.

föstudagur, júlí 04, 2008

Töggur

Nói Síríus virðist vera hættur að framleiða brúnan Tögg. Mér fannst þær aldrei góðar en núna þegar þær eru ekki lengur í pokanum þá finnst mér það alveg ómögulegt.

Aldrei er maður ánægður ...

þriðjudagur, júlí 01, 2008

Montfærsla

Jæja þá er það orðið opinbert. Ég hef fengið stöðuhækkun og er komin í nýja (og betri) stöðu í bankanum. Ég er semsagt tekin við starfi forstöðumanns fjárfestatenglsa (Head of Investor Relations) sem tilheyrir deild sem heitir Strategic Development (kann ekki að þýða þetta) og ég er mjög spennt að takast á við þetta. Eins og liggur nú kannski í orðanna hljóðan þá snýst starfið um að upplýsa fjárfesta og markaðinn//kauphöllina um bankann, sögu hans, stefnu og stöðu. Ég mun vinna náið með forstjóra og framkvæmdastjórn bankans og raunar flestum deildum að einhverju leyti. Fyrst á dagskrá er að hafa yfirumsjón með birtingu afkomutalna annars ársfjórðungs en þær verða birtar föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi.
Ég viðurkenni bara fúslega að ég er mjög ánægð með mig að hafa verið boðið þetta starf sem hlýtur að þýða að maður er að gera eitthvað rétt. En hey! ég sagði líka að þetta yrði montfærsla :)

Einn góður

Did you hear about the dyslexic, agnostic insomniac?


He lay awake at night wondering if there is a dog.... :)
Free counter and web stats