þriðjudagur, janúar 30, 2007
Áðan tókst mér í einhverjum flumbrugangi að ýta á Ctrl+eitthvað og breyta MSN-inu hjá mér þannig að ég gat ekki notað neina íslenska stafi þá ýtti ég á Ctrl+alt+delete og endurræsti vélina og núna er allt í lagi.
Væri ekki dásamlegt ef þetta væri líka hægt in 'real life'. Þá væri margt svo miklu auðveldara en það er!
sunnudagur, janúar 28, 2007
Lokafærsla frá Lundi
Húsgögnin farin,
Íbúðin hrein,
Loka og læsa.....
Þetta er Sigrún Hjartardóttir sem talar (í síðasta sinn) frá Lundi ..... (í bili)
okei elskurnar? ble á me
Íbúðin hrein,
Loka og læsa.....
Þetta er Sigrún Hjartardóttir sem talar (í síðasta sinn) frá Lundi ..... (í bili)
okei elskurnar? ble á me
laugardagur, janúar 27, 2007
The end of the road
Jæja þá situr maður hérna í draslinu á Kjemmanum og hamast við að ganga frá íbúðinni á milli þess sem maður reynir að koma út húsgögnunum og hlaupa í búðir að versla viðeigandi 'átfitt' fyrir bankaheiminn!! En það er óneitanlega mikill söknuðum sem fylgir þessu öllu saman og óraunverulegt að þetta ævintýri sé bara búið. En það taka víst alltaf ný við
Annars langar mig að senda sérstakar hamingjuóskir til stóru systur sem núna spókar sig í sólinni á Hawaii (lucky girl) og NÁÐI PRÓFINU!!! Honestly couldn't be happier for you darling!
en best að fara að þrífa .....
ble
miðvikudagur, janúar 24, 2007
Míns bara orðin MA.....
...AAAAAAASTER! eða svona já næstum því. Vörnin er amk frá og gekk voða vel. Allir voða ánægðir og glaðir með ritgerðina og ég fékk mikið hól og hrós. Nú er bara að pakka og yfirgefa Lundinn minn góða. Frekar skrítin tilfinning ef satt skal segja.
Nú svo er ég líka komin með vinnu hjá Glitni og það má því segja að þetta hafi bara verið nokkuð góð vika so far. Eina sem er að er að "my wallet is too small for my fifties and my diamond shoes are too tight" he he he
luv frá Lundi
Sigrún
föstudagur, janúar 19, 2007
Wazz up?
Mjér leiðist. Honestly ég er bara að drepast úr leiðindum hérna í vinnunni minni. Obbosslega mikill föstudagur í minni. Langar bara í helgarfrí með tærnar upp í loft. En mér verður víst ekki að ósk minni. Matarklúbbur á morgun og tiltekt í geymslunni (bjakk) á sunnudaginn. Að auki þarf ég víst að spænast í gegnum 3 mastersritgerðir sem ég er að fara að 'opponera' á miðvikudaginn.
Það verður kannski soldið spennublandið að taka til í geymslunni (lesist búslóðarkössunum sem fylgdu mér frá Lundi). Kannski finn ég eitthvað óvænt og skemmtilegt í þessum kössum, eitthvað sem ég var búin að gleyma að ég ætti (preferably fatakyns) og hef núna ósegjanlega þörf fyrir að nota. Ég óttast hins vegar það gagnstæða - það að ég gæti sem best hent þessum kössum beint, án þess að líta í þá því þeir eru greinilega fullir af engu nema drasli sem ég hef ekki einu sinni saknað á þessum tæpu tveimur mánuðum síðan í þá var pakkað.
Er það ekki Feng-shui sem segir að ef maður á kassa í geymslunni sem maður hefur ekki opnað í þrjú ár þá eigi maður að henda þeim án þess að kíkja í þá? Feng-shui er ævaforn speki og ef maður "compaktar" hana og "niðursýður" á hraða nútímans þá held ég að þessa reglu megi "apply-a" á kassa sem hafa verið í tvo mánuði í geymslunni.
.... eða mér finnst það alla vegana!
miðvikudagur, janúar 17, 2007
Óspennandi líf?
Hjálp! Ég þjáist af spennuleysi á háu stigi. Honestly þá bara kemur ekkert djúsí fyrir mig. Er þetta af því að ég er flutt heim? Ég virðist minna lenda í útistöðum við þessa landa mína en blessaða Svíana (sem eru nú ágætir þrátt yfir allt).
Hér bölsótast allir út af krónunni, voru skyndilega að fatta að hún er handónýtur gjaldmiðill. Er þetta eitthvað sem við vissum ekki eða? Við höfum bara einfaldlega verið tilbúin til þess að borga fyrir þetta sentamentalítet hingað til og ef við ætlum núna að fara að breyta því þá verða menn bara að fara að huga að Evrópusambandsaðild. Nú eða hafa pung í að þreifa fyrir sér með aðild að myntbandalaginu án ESB aðildar. Sem er nú afskaplega lítill hvati fyrir ESB að leyfa okkur. Æi ég meina er hvort sem er nema tímaspursmál hvenær við köstum þessum gjaldmiðli?
Meiri vitleysisgangurinn. Þetta og hið séríslenska fyrirbæri verðtryggingin. Þökk sé henni skulda ég núna 1,5 milljón meira í íbúðinni minni en þegar ég keypti hana en er þó búin að vera að borga af henni í 3 ár!
Only in Iceland people! Only in Iceland, og þetta finnst okkur sjálfsagt?
Honestly why don't we just bend over?
fimmtudagur, janúar 11, 2007
miðvikudagur, janúar 10, 2007
Free at last, God almighty free at last....
hún er farin...
undrun, ánægja, þreyta, svefnleysi, vantrú, stolt
p.s. lofa meira áhugaverðum færslum hér eftir
undrun, ánægja, þreyta, svefnleysi, vantrú, stolt
p.s. lofa meira áhugaverðum færslum hér eftir
þriðjudagur, janúar 09, 2007
Mission Thesis: completed!
Ég get svo svarið það að ég held barasta að ég sé búin með þessa ritgerð. Ég lýg þessu ekki, og það degi "of snemma" eða kannski er betra að segja degi fyrr en ég þurfti. Ég er eiginlega ekki alveg að ná þessu ef satt skal segja. Mér finnst þetta soldið svona súrealískt. Ég ætla nú samt að reyna að láta vera að falla í þessa klassísku gryfju að fara að eyða núna heilu kvöldi í að breyta breytinganna vegna. Reyna að standast það ... ha!
Ég gleymdi annars að segja frá því að ég ákvað að styrkja fataverslun í Smáralindinni um smá upphæð á sunnudaginn. Þess vegna á ég nýjan fallegan kjól sem ég ætla að skarta í atvinnuviðtali í vikunni. Vonandi að hann verði upp frá því svona 'lucky dress'.
Æi þetta var andlaus færsla, ég svaf í klukkutíma svo mér verður að fyrirgefast.
okei ble...
Það var þennan dag fyrir hvorki meira né minna en 35 árum sem foreldrar mínir gengu í heilagt hjónaband. Pabbi minn þurfti forsetabréf til að fá leyfi til að kvænast mömmu af því hann var ekki orðinn tvítugur. Þetta kallar maður einbeittan ásetning :) Innilegar hamingjuóskir með daginn mamma & pabbi, þið eruð og verðið mínar helstu fyrirmyndir í lífinu!
föstudagur, janúar 05, 2007
Svei mér þá....
... ef þessi ritgerðardrusla mín er ekki bara að nálgast það að verða tilbúin!
Svo ég vitni í hina 'ódauðlegu' Svölu Björgvins ........ "Éééééég hlakka svo til"
Svo ég vitni í hina 'ódauðlegu' Svölu Björgvins ........ "Éééééég hlakka svo til"
fimmtudagur, janúar 04, 2007
Svona er mar bara
Síðan ég man eftir mér þá hef ég verið þeim ókosti gædd að sérlega opið virðist vera á milli háls og nefs í mér. Þetta er e.t.v. ekki anatómískt rétt lýsing á fyrirbærinu en þetta hefur það að verkum að ef það hrekkur ofan í mig t.d. matur þá á hann jafnan mjög greiða leið upp í nef á mér og á það til að koma út um það. Til dæmis í gær snýtti ég smá fisk- og kartöflustykki út úr hægri nösinni. Fjölskyldunni fannst þetta frekar ógeðslegt en hvað get ég gert að því.
Einu sinni hrökk líka ofan í mig súkkulaðivindill (æi þið vitið þarna frá gamla Ópal). Hann snýttist ekki út heldur leystist fremur upp smám saman þannig að úr varð karamelluslím
Too much information? Kannski.... :D