föstudagur, nóvember 30, 2007

Jafnrétti

Ég var að horfa á sjónvarpið gær og þar var SPRON að auglýsa einhverja þjónustu fyrir fjölskyldur, ALLS konar fjölskyldur og dæmi voru tekin um:
a) vísitölufjölskylduna (mamma, pabbi, sonur + dóttir)
b) hina steríótýpísku meðalfjölskyldu (einstæða mamman og dóttirin)
c) steríótýpuna piparsveininn sem er einn og engum háður
sumsé engin fjölskylda þar sem var einstæður FAÐIR og dóttir/sonur! Skandall!
Skyldi Kolbrún Halldórs vita af þessu eða er svona 'öfugt' jafnrétti ekki "in" hjá þeim stöllum sem hafa tekið að sér að vera sjálfskipuð framvarðarsveit fótum troðinna og kúgaðra íslenskra kvenna! (skilgreining sem apparantly á við okkur allar!)
p.s. í þessu samhengi finnst mér rétt að benda á MJÖG góða grein eftir Bergþóru Jónsdóttur á bls 28 í Morgunblaði dagsins. Góðir punktar hjá henni.

miðvikudagur, nóvember 28, 2007

Icelandair

Í fluginu í dag vorum við beðin að taka þátt í þjónustukönnun hjá Icelandair. Þar var verið að spyrja um ýmsa þætti þjónustunni.

Fyndið hvernig þeir gera ráð fyrir að maður hafi æðislegt val þegar kemur að flugi til og frá landinu?

þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Stóra spurningin

Undantekningarlítið þegar ég segi fólki að ég þurfi að ferðast vegna vinnunnar þá fæ ég viðbrögðin "en hvar er barnið á meðan?"

... rosalega held ég að Jón Ásgeir og Hannes Smárason hljóti að vera þreyttir á þessari sömu spurningu...


(já já ég er alveg í sama flokki og þeir)

sunnudagur, nóvember 25, 2007

Jóla jóla


Ég er komin í þvílíkt jólaskap og hef held ég bara aldrei hlakkað jafn mikið til jólanna. Elli þurfti bara að halda aftur af mér annars væri ég bara búin að skreyta allt húsið.


Annars er aðalspurningin á þessu heimili þessa dagana hvort eigi að kaupa eða byggja

Hvað finnst ykkur?

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Vibbi dau

hver kann gott húsráð við magapínu?

Áááááiiii - rosalega er þetta vont!

mánudagur, nóvember 19, 2007

Monday, bloody Monday

Úrvalsvísitalan lækkaði um ca 5% í dag og hefur ekki verið lægri síðan í ársbyrjun. Þá er nú gott að eiga bara enga peninga. Maður tapar þeim þá allavegna ekki á meðan!!

fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Bella Italia

Þá er það (næstum-örugglega-bara-eftir-að-tjékka-á-nokkrum-atriðum) ákveðið að við ætlum að skella okkur til Ítalíu næsta sumar.

Nánar tiltekið til Toscana þar sem við ætlum að heimsækja borgir eins og Pisa, Firenze (Flórens) og Siena. Stefnan er tekin á að leigja hús í viku nálægt norð-vesturströndinni og svo jafnvel færa sig eitthvað að eins sunnar á bóginn. Þetta er þó allt í mótun.

Oooh get varla beðið - verður ÆÐISLEGT, ég elllllllska Ítalíu, ítölsku og ítalskan mat & vín!

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Its my birthday!!!



Míns á afmæli í dag. Eins og Katrín vinkona mín sagði í gær þá er ég tuttugu-og-ellefu ára í dag (sem mér finnst hljóma svo miklu betur en 31s!!) :)

Dagurinn byrjaði vel með fallegu surprisi frá þeim feðgum og í kvöld ætla ég að snæða dýrindissteik á Argentínu með honum Ella mínum.

Takk fyrir allar kveðjurnar og sms-in sem hafa komið í morgun.

Ég á bestu vini í heimi! :)

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Ósanngirni lífsins

Það er eitthvað óumræðanlega ósanngjarnt við það að hrifsa aðeins 56 ára gamla konu í blóma lífsins burt úr þessu lífi.
Hún Margrét kona Palla frænda míns lést í nótt á líknardeild Landspítalans eftir langt stríð við krabbamein. Hugurinn er auðvitað hjá Palla og frændsystkinum mínum Guðmundi, Þórarni og Helgu Guðnýju. Allar manns áhyggjur verða svo mikill hégómi þegar svona áfall ríður yfir.
Minnir mann á að lifa lífinu til fulls og njóta hvers dags sem maður fær á þessari skrítnu plánetu!

föstudagur, nóvember 02, 2007

Ég er á leiðinni....

... ég er á leiðinni, til að segja þér hve heitt ég elska þig. En orðin koma seint, og þó ég hafi reynt.... etc

Vill einhver segja mér af hverju ég er með þetta lag á heilanum... ? grrr heilinn minn og ég erum svo ekki með sama tónlistarsmekkinn.

borða borða bangsamann

Við fórum á rússneskan veitingastað hérna í Helsinki í gær. Blinis með kavíar (ekki gott), bjarnarsteik og innbakaður ís. Nammi namm.

Ég lagði reyndar ekki í heila bjarnarsteik... en fékk að smakka. Mikið villibráðarbragð og mjög meyrt og gott kjöt. En sumsé lagði ekki í bangsa en lét mér bamba duga (hreindýr).

Mæli með Saslik fyrir þá sem eiga leið til Helsinki.
Free counter and web stats