mánudagur, september 29, 2008

Sunnudagsmorgun, eftirmiðdagur og kvöld

Æi haldiði ekki að yndið hann Elli hafi fært mér morgunmat í rúmið í morgun. Óumbeðinn meira að segja. Egg, ristað brauð, jógúrt, appelsínusafi. Dásamlegt. Míns lá líka bara í rúminu til kl. að verða tólf... :)

Fór svo í Smáró með Addý og skoðaði m.a. skó. Verðlagið í þessu landi er náttúrulega bara rugl. Keypti ekki neitt. Fengum okkur snarl á Serrano. Strákurinn sem afgreiddi mig daðraði verulega við titilinn starfsmaður mánaðarins. "Það er ekki til kál í augnablikinu, það á sko eftir að skera það!" - djís er ekki komin kreppa í þessu landi? Á svona fólk ekki að vera einhvers staðar að mæla göturnar?

Skelltum okkur svo í (rómó) bílabíó í kvöld (sko ég og Elli, ekki ég og Addý). Gerðum þar heiðarlega tilraun til að horfa á Sódómu Reykjavík en urðum frá að hverfa eftir ca. helminginn þar sem upp komu einhver tæknileg vandamál sem við nenntum ekki að bíða eftir því að væru leyst. Samt gaman - stemmning & smá gamaldags kelerí :)

laugardagur, september 27, 2008

Viðbót í saumó

Æi ég má til með að "pöbblissja" einni mynd af nýjasta saumómeðlimnum. Yndisleg Haraldsdóttir sem kom í heiminn á mánudaginn var.


Innilegar hamingjuóskir elsku Ásdís & Haraldur.


Skriðsund

Ljósmóðirin mælti með að ég synti frekar skriðsund en bringusund. GRRRREAT! Af því ég er svo ofsa góð að synda skriðsund. Fyrir utan að vera mun erfiðara (líkamlega) en bringusundið þá hef ég aldrei komist upp á lag með þessa öndunartækni sem því fylgir. Þ.a.l. líður mér alltaf eins og ég sé að drukkna og ekki get ég ímyndað mér að ég líti vel út við þessa iðju. Það hlýtur bara að vera tímaspursmál hvenær vörðurinn tekur Baywatch á þetta og stekkur útí eftir mér.

föstudagur, september 19, 2008

Að sjá hlutina í réttu samhengi


Út úr þessum bíl stigu svo að segja ósködduð vinur okkar Chrissi Lund og börnin hans þrjú sl. laugardagskvöld. Það er ekkert minna en kraftaverk að þau skuli vera á lífi, hvað þá svo að segja ósködduð. Þetta minnir mann bara á hvað það er sem skiptir máli í lífinu (og það er ekki vinnan, gengisvísitalan, hlutabréfamarkaðir eða gjaldþrot fjárfestingabanka).

Allir að muna að spenna beltin, leyfa börnunum ekki að vera lausum í bílnum (jafnvel þó ferðin sé stutt) og hafa hugann við aksturinn!!

þriðjudagur, september 16, 2008

Að bjarga sér

Olíuverð á heimsmarkaði er að detta undir 92 dollara markið. Samt hefur bensínverð á Íslandi ekki lækkað síðan 20. ágúst. Svolítið sérstakt. Eða nei reyndar er það alls ekki sérstakt, það er týpískt. Og ég bara heyri engan segja múkk. Þar sem ég vinn nú í banka (ofsa gaman þessa dagana) þá veit ég vel að gengi USD hefur hækkað mikið undanfarið. En hefur hann hækkað meira en sem nemur lækkuninni á olíunni. Ég er ekki viss um það, nenni náttúrulega ekki að reikna það út en það væri fróðlegt ef einhverjir gerðu það.
Annars var ég að spá í hvort við ættum ekki að sleppa þessu ESB rifrildi og ganga bara í Noreg. Seriously dustum bara rykið af Gamla Sáttmála og göngum Noregskonungi aftur á hönd. Þeir eiga þúsund trilljón skrilljónir og auk þess fullt af olíu, tala næstum sama skrítna tungumálið og kunna fullt í því sama og við þ.e. fiskveiðum og nýtingu jarmvarma og fallvatns við raforkuframleiðslu.
Okey þeir eru kannski svolítið hallærislegir og ferkantaðir en allt er hey í harðindum eins og sagt er.

mánudagur, september 15, 2008

It's a girl !











... og hún er fullkomlega eins og hún á að vera "með tíu fingur og tíu tær" eins og sagt er - hérna er ein sæt mynd af litlu iljunum hennar!

*auðvitað setur ljósan alltaf smá fyrirvara á svona kyngreiningu en við vorum öll sammála (foreldrarnir, ljósan og læknaneminn) að þetta væri frekar greinilegt. En auðvitað er ekkert víst fyrr en maður fær hana í fangið...

fimmtudagur, september 11, 2008

Hýsillinn

Fór í mæðraskoðun í gær og er þessi líka fíni hýsill fyrir vaxandi barn. Lágan og flottan blóðþrýsting, ekki vott af eggjahvítu í þvaginu, fullkomlega stækkandi leg og sterkur og flottur hjartsláttur í krílinu. All in all mjög gott mál.

Nú styttist í að við fáum að vita kynið. Viðurkenni að ég gúgglaði "hjartslátt hjá fóstri" í gær til að reyna að fá vísbendingu um hvort þetta sé líklegra að vera strákur eða stelpa. Hjartslátturinn var 155 - 160 í gær og var síðast (á 13 viku) um 160-180. Það þykir "stelpulegt" en þegar ég skoðaði fæðingarskýrsluna mína frá því að ég átti Egil þá var hann nú ósköp svipaður, kannski heldur lægri en samt dæmi um að hann hafi farið svona hátt (upp í 160). Þannig að það er nú ekkert á vísan að róa með þetta. Enda held ég nú að þetta sé frekar svona "old wives tale" en nokkuð annað.

"eníhú" úr þessu fæst líklegast skorið á mánudagsmorguninn kl. ca. 08:55 :)

laugardagur, september 06, 2008

Kominn 6. september

Svei mér þá hvað tíminn líður hratt á gervihnattaöld. Bumban snarstækkar núorðið og nú styttist í 20v sónarinin. Við erum búin að ákveða að við ætlum að "kíkja í pakkann" - hvað svo sem fólki finnst um það. Við ætlum jafnframt bara að segja fólki frá því sem kemur í ljós (ef eitthvað verður hægt að sjá) - svo fylgist með! :)

Brjál að gera í vinnunni sem er fínt, vikurnar svoleiðis spýtast áfram þó útlitið í efnahags- og bankamálum mætti sannarlega vera aðeins bjartara. En það þýðir ekkert að vera að væla heldur bara spýta í lófana og halda áfram að klífa fjallið. Svo maður vitni nú í Sjálfstætt Fólk e. Nóbelsskáldið:

Þegar öllu er á botninn hvolft, þá fer allt einhvernveginn, þótt margur efist um það á tímabili. Sönn orð það.

Aðeins bjartari skoðun væri úr leikritinu Himnaríki e. Árna Ibsen -
"Hlutirnir hafa afgerandi tilhneigingu til að reddast!"

mánudagur, september 01, 2008

Eitt það mikilvægasta sem mamma hefur innrætt mér ...

"Sigrún mín - það er svo miklu skemmtilegra að vera glaður!"


Takk mamma! Þú ert bestust!
Free counter and web stats