fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Óvænt ánægja

OOOOhhh yndislegt, haldiði ekki að íbúðin mín hafi ekki bara beðið eftir mér í gærkvöldi þegar ég kom til Lundar. Hafði búist við að gista hjá Bryndísi og Sigurjóni í tvær nætur (ekki að það hefði væst um mann þar) en í staðinn gátum við mæðginin bara farið beint heim í fimmuna okkar og sofið í okkar rúmum í nótt. DÁSAMLEGT!
Sumsé þannig að nú sit ég og les netmoggann og horfi á "Days of our lives" meðan ég skrifa í huganum niður huges innkaupalistann sem ég þarf að fara með í Willy's á eftir.
Þetta kallar mar að "múltítaska". Eftir það er það svo að tjékka á hjólabúðunum eftir nýjum álfáki fyrir veturinn.

miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Heim í heiðardalinn

Jæja þá er maðu sestur hérna út í Leifsstöð og ferðalagið "heim" að bresta á. Mér hefur, sérstaklega eftir mikil ferðalög í síðasta starfi, eiginlega lengi verið í nöp við flugvelli. Eins og ég las einhvers staðar, "airports are the place you hurry to to wait". Nokkuð til í því. En í dag ét ég þetta ofan í mig. Hér er þvílík dýrðarinnar ró og næði að ég gæti sem best hugsað mér að vera hérna dágóða stund, ekki spillir þráðlausa netið fyrir (skamm skamm Leifsstöð hins vegar fyrir að drullast ekki til að setja upp net"sjálfsala" svona fyrir þau skipti sem maður er ekki með tölvuna með sér)
En sumsé því fór auðvitað fjarri að ég næði að hringja í eða heilsa upp á alla þá sem ég a) lofaði og b) hefði viljað en það verður bara að hafa það. Maður getur ekki verið alls staðar og ég fullvissa þá lesendur sem ég náði ekki að hitta um það að það var EKKI vegna áhugaleysis heldur frekar vinnusýki og tímaskorts.

Bis später,
liebe
Sigrún

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Ég fer í fríið - ég fer í fríið - ég feeeeer í fríið

YES YES, bara þessi dagur og einn í viðbót og þá er þessi hótelgleði að baki. Ekki þarf fyrir að þetta er búið að vera ágætt og á köflum bara mjög skemmtilegt en mar er óneitanlega farin að þrá (eins og barnið) að komast í rútínuna sína (aðallega ræktina) og hollari lífshætti. Reglulegur svefn og að hafa allt dótið sitt á einum og sama staðnum kemur líka sterklega upp í hugann!!
Annars var síðasta helgi reyndar fríhelgi hjá minni og þá var haldin hátíðleg árshátíð Sportveiðiklúbbsins sem einmitt er formlega 10 ára um þessar mundir. Ótrúlega skemmtilegur dagur og kvöld og allt frábært. Reykjavíkurborg var nú svo upprifinn yfir þessum tímamótum að hún ákvað að slá upp heljarinnar flugeldasýningu og alles. Ekki slæmt það he he he. Annars stóð Grillið upp úr meðal jafningja (og auðvitað Britney Spears dans kennslan hennar Bibbu sætu). Hrikalega góður matur og þjónusta.
Annars eru nú bara sjö dagar þar til maður fer aftur í Svíasæluna og þið þanna hinum megin getið því farið að láta ykkur hlakka til.... múhahahaha. Tökum eina Mörtu strax á fimmtudaginn!!
ciao så länge (sjitt hva' mar er orðinn internasjónal eitthvað)

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Jahú!

Vika í algjört frelsi... I like it,

I like it a lot!

laugardagur, ágúst 12, 2006

OOOOOF þreytt

Ég get svo svarið það ég held ég sé að missa getuna til að vinna 17 tíma á sólarhring. Svo undarlegt sem það kann að virðast. Ég er svo ótrúlega þreytt að mig langar til að sofa í svona 3 daga. Það væri voða næs. Ætla nú samt að þreyja þorrann fram að næstu helgi (það er að segja laugardaginn í næstu viku) og svo taka lau+sunn í frí. Eftir 24 ágúst ætla ég svo alveg að vera í fríi. Taka viku í að hitta kannski smá vini og ættingja sem hafa verið gjörsamlega vanræktir af mér í allt sumar USS USS USS. Það er samt bara einfaldlega þannig að ég kemst ekkert yfir að fara í kaffi til 30 mismunandi aðila. Ég gerði þá ekkert annað og stundum þarf maður bara að geta slakað sér og gert EKKI NEITT! Það er lífsnauðsynlegt. Ég stend mig að því í laumi að blóðöfunda (hvaða frasi er það annars???) þær Bryndísi & Katrínu. Meiri vitleysan að vera að flækjast þetta heim ÚR sólinni og Í kuldann.

sunnudagur, ágúst 06, 2006

Vond þjónusta

það er til margs konar skilgreining á vondri þjónustu (eða betur færi að segja lélegri þjónustu) og ólíkar eflaust. En það er mjög líklega óhætt að segja að það að hella bjór niður hálsmálið á matargestinum sem maður er að þjóna til borðs falli undar hvaða skilgreiningu sem fólk kýs að nota. Þetta gerði ég einmitt í gær, bara svona að gamni, hann tók þessu nú svosem merkilega vel. Hló bara og fékk lánaða tusku - hjúkk heppin ég. Eða kannski ekki heppin, meira svona lán í óláni eins og mútta myndi segja.

laugardagur, ágúst 05, 2006

Af túrhestum og öðrum skepnum

Það er svolítið svona gaman og oftar en ekki fyndið að vera að vinna þar sem maður kemst í námunda við svona marga og fjölbreytta útlendinga. Þeim hlýtur að finnast Ísland bæði fyndið og lítið og skrítið þó allir lofi þeir það hástert. Eins og í dag þegar ákveðinn bresk kona var að tjékka sig út og borgaði reikninginn, samtals 24.560 kr, með Mastercardinu sínu og fékk svo nett sjokk þegar hún fékk reikninginn í hendur þar sem stóð EURO og svp upphæðin. Hún spurði varfærnislega í hvaða mynt upphæðin væri gefin upp og var sýnilega létt þegar ég sagði henni að Mastercard á Íslandi væri kallað Eurocard (eða þið vitið bara júró).

Annars má ég til með að deila því með ykkur að í næstu viku ætlar að gista hjá okkur maður sem heitir því óheppilega nafni - Mr. Looser. Dagsatt (I couldn't make this shit up people!). Er dónalegt ef ég kalla á eftir honum (sko bara ef ég þarf að ná tali af honum) - "Hey! Looser!?"

föstudagur, ágúst 04, 2006

Verslunarmannahelgarblús

Maður veit að það er komin verslunarmannahelgi þegar fréttirnar fara að berast af uppfoknum tjöldum í Herjólfsdal og hörmungarveðri um mestallt landið. Það er því jafngott að vera bara að vinna. Þetta fer nú samt að koma nóg af svo góðu. Mér finnst ég bara varla hafa gert neitt í sumar, það er að segja með vinum mínum. Ég hef ekki hitt neinn, bara verið að vinna eins og einhver geðsjúlli. Varla heimsótt nokkurn mann eða hitt neinn af þeim sem ég hef verið að lofa að hitta - en svona er þetta bara. Soldið scary samt að við förum út aftur eftir bara rétt rúmar 3 stuttar vikur. Babbara og þá er eins gott að það verði smá sól og hiti ennþá í Svíaríki.
Svo eru árshátíðarplön Sportveiðiklúbbsins óðum að taka á sig mynd. Nefndin er búin að hittast einu sinni og við erum FREKAR sáttar við þemað og planið eins og það lítur út núna. Það verður mikið um dýrðir og bærinn málaður rúmlega rauður - je beibí je!
Fékk annars fréttir frá Katrínu um ferð hennar í hjólabúðir. Við ætlum að nörrast saman á eins hjólum í haust þar sem við höfum báðar orðið fórnarlömb (að við höldum) sama bífræfna hjólaþjófsins á Kjemmanum. Ég get svosem alveg skilið af hverju hann myndi stela hjólinu hennar Katrínar en mitt mátti nú muna sinn fífil fegurri svosem. En nú skal keypt forláta Monarch (Monark?!) hjól með körfu og bjöllu fyrir peningana frá skattmann. Ekta svona kellingahjól sem ég ætla að eiga þar til ég verð gömul.

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Jahúúúúúúúú

Gleði gleði gleði - gleði líf mitt er,
því að skattmann góði
endurgreitt hefur mér....

Já ég er sko rík tík - þeink jú verí næs!
Free counter and web stats