Óvænt ánægja
OOOOhhh yndislegt, haldiði ekki að íbúðin mín hafi ekki bara beðið eftir mér í gærkvöldi þegar ég kom til Lundar. Hafði búist við að gista hjá Bryndísi og Sigurjóni í tvær nætur (ekki að það hefði væst um mann þar) en í staðinn gátum við mæðginin bara farið beint heim í fimmuna okkar og sofið í okkar rúmum í nótt. DÁSAMLEGT!
Sumsé þannig að nú sit ég og les netmoggann og horfi á "Days of our lives" meðan ég skrifa í huganum niður huges innkaupalistann sem ég þarf að fara með í Willy's á eftir.
Þetta kallar mar að "múltítaska". Eftir það er það svo að tjékka á hjólabúðunum eftir nýjum álfáki fyrir veturinn.