laugardagur, desember 30, 2006

Pet peeve

ÉG ÞOLI EKKI ... þegar fólk leggur illa í stæði. Vaaaaaá hvað það fer í taugarnar á mér. Liðið sem leggur með rassgatið yfir línuna svo að næsta stæði verður með öllu ónothæft.

Óþolandi pakk!

fimmtudagur, desember 28, 2006

Lítill 'pippalingur'

Hún Katrín vinkona mín eignaðist lítinn "skrák" aðfararnótt miðvikudagsins. Hann var við fæðingu 15 merkur og 53 centimetrar. Þetta gekk allt vel og móður og barni heilsast vel. Snáðinn átti nú ekki að koma í heiminn fyrr en á gamlársdag en hefur viljað gulltryggja að komast í heiminn á árinu 2006. Við hlökkum agalega til að kíkja á Skagann og sjá prinsinn og já alla fjölskylduna. Enn meira hlökkum við til að fá þau í hverfið á nýju ári.
Innilegar hamingjuóskir Katrín mín og Reynir. Spes kveðjur til Leós Ernis stóra bróður.

miðvikudagur, desember 27, 2006

Meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka

Að liggja andvaka um miðja nótt er ekki gott fyrir hausinn á konu (amk ekki mér). Það vill gerast að hugurinn fer á meira flug en góðu hófi gegnir. Yfirleitt eru þetta lítt uppbyggilegar hugrenningar sem þá hellast yfir mig og á endanum er ég oftar en ekki hundóánægð með margar ákvarðanir mínar í lífinu. Í dag snúast þessar hugrenningar um það hvort ég muni nokkurn tíma fá vinnu við hæfi og mátulega metnaðargirni sem krefst þess að ég taki nú ekki hvaða starfi sem er og sætti mig ekki við eitthvað %$(#")%" meðalmennskudól. Allt er þetta svo með ívafi af ofátsmóral eins og gjarnan vill fylgja hátíðum sem þessum.

Ég snýst svo gjarnan algjörlega við í þessum hugsunum og er oftar en ekki komin á öndverðan meið við það sem hóf hugsanaferlið. Dett þá í óforbetranlega sjálfs-sefun hvers tilgangur er að stappa í sjálfa mig stálinu en á sama tíma skipa mér að hætta þessu væli. Staðreyndin sé sú að í sögulegu samhengi hafi það ekki hingað til reynst mér erfitt að fá vinnu og að ég sé nú alveg sæmilega vel gefin manneskja. Ofát má svo líka leiðrétta með nokkrum léttum sprettum í ræktinni strax á nýju ári (ef ekki fyrr).

Það getur verið rosalega pirrandi að vera andvaka

laugardagur, desember 23, 2006

Gleðilega hátíð

Kæru vinir og vandamenn (og aðrir lesendur ef einhverjir eru)
Innilegustu óskir um friðsæla jólahátíð, heilsu- og gæfuríkt nýtt ár.
Elskurnar mínar reyniði nú að slappa soldið af og veriði góð hvort við annað.
love and peace!
xxx sigrún

veika löpp í vondum skó skó

Haldiði að karlmaður myndi nokkurn tíma fara að heiman í skóm sem hann vissi að myndu kvelja hann og meiða þegar liði á daginn? I'm thinking NOT. En samt sem áður datt mér þetta í hug í dag. Var ekki bara að skreppa sko, nei ég var að fara í jólamatarinnkaupin og það í Kringlunni (which makes perfect sense when you consider the shoe thing) - 22 desember!!!
Ég þoli ekki þegar ég sanna klisjuna um að konur séu (stundum) óskynsamar!

föstudagur, desember 22, 2006

vinnuleit

Fór í atvinnuviðtal í gær. Það gekk ágætlega, enda var það kannski fremur svona óformlegt spjall en formfast viðtal. Það er samt auðvitað alltaf þannig að þegar maður er komin út þá dettur manni í hug fullt af hlutum sem maður hefði átt að segja eða gera. Vera meira afgerandi og sannfærandi og allt það.
Ég er ekki nema hóflega bjartsýn á að það komi eitthvað út úr þessu viðtali í gær en það er samt alltaf gagnlegt að fara í gegnum smá sjálfskoðun. Málið er bara það að ég kann ekki alveg að selja mig. Ég er svo spillt mér hefur hingað til alltaf bara verið boðin vinna. En einhvern tíma verður allt fyrst
en ef ykkur langar til að bjóða mér vinnu þá er það sannarlega í lagi :D

föstudagur, desember 15, 2006

TGIF

Æi hvað það er nú gott að það er föstudagur. Frekar næs að komast í smá frí eftir mikla törn núna í vikunni. Enda mikið gerst. Nýr rektor stendur hvað hæst. Líst bara mjög vel á þennan kall og hef trú á honum til góðra verka á Bifröst.
Nú svo er það atvinnuviðtalið á mánudaginn. Nota helgina til að æfa söluræðuna og vona svo bara það besta. Mar er soddan sjarmatröll er þa'kki? he he he
Annars þarf ég seriously að fara að get my butt into a gym ASAP. Jóakim sæti sjúkraþjálfar yrði nú ekki ánægður að heyra að ég hef ekki gert æfingarnar mínar í heilar 2 VIKUR!
Iðrast sáran og lofa bót og betrun. Þið eruð vitni.
Góða helgi darlings
ta ta

miðvikudagur, desember 13, 2006

Jóla hvað?

Mikið roooooosalega er til mikið af einstaklega ömurlegum jólalögum. Þá á ég aðallega við textana. Nú nauðga þessi árstíðarlög öldum ljósvakans og erfitt að komast hjá því (sérstaklega þegar mar keyrir 200 km á dag í og úr vinnu) að hlusta á þetta. Eftirfarandi koma sterklega til greina sem ömurlegustu jólalög allra tíma
Jólahjól
"Á sleða á jólum" (hvað sem það nú heitir fullu nafni)
Ef ég nenni (æi þarna með Helga Björns)
Fyrir jól (dúett með Svölu og Bo)
Allt í einu birti upp í huga mínum (lagið með Pálma Gunnars með línunni um börnin sem eru ekkert skaðleg)
Fleiri dettur eflaust upp í hugann þegar maður heyrir þau en þetta er svona listi dagsins!

mánudagur, desember 11, 2006

Íslenskt samfélag

Ég er búin að vera á Íslandi í fjóra daga og ég er

UPPGEFIN
komin með nett ógeð á jólaæðinu
illa sofin
ekki búin að skrifa orð í ritgerðinni minni
ekki búin að fara einu sinni í ræktina
eflaust farin að rækta með mér heilaæxli af óhóflegri farsímanotkun

Hvað segir þetta manni um íslenskt samfélag? Þetta er pæling!

þriðjudagur, desember 05, 2006

All good things must come to an end

Það er svona mjög hægt og bítandi að sígjast inn að þetta er síðasta kvöldið sem ég verð búsett hérna í mínum ástkæra Lundi. Þrátt fyrir rigninguna sem bylur á glugganum mínum akkúrat núna þá á ég eftir að sakna lífsins hérna mikið. Rólegheitanna kannski mest en það er víst ekki hægt að lifa námsmannalífinu endalaust.
Íbúðin er að verða fokheld og alltaf kemur það jafnmikið á óvart hvað maður hefur náð að sanka að sér miklu dóti & drasli á stuttum tíma. Töskurnar tvær sem áttu nú heldur betur að eiga auðvelt með að rúma þetta allt saman eru orðnar úttroðnar og allt skipulag auðvitað komið út í veður og vind. Nú er hlutunum bara troðið þar sem þeir komast og ekki orð um það meir.
Hitti leiðbeinandann í gær í síðasta sinn. Hún var mjög jákvæð og finnst kominn mjög góð mynd á þetta hjá mér. Það var mikill léttir að heyra það. Þó ég væri sjálf mjög ánægð með nýlegar breytingar þá veit maður aldrei. Stundum hættir maður að sjá skóginn fyrir trjám. Nú er bara nokkurra kvölda vinna eftir og vonandi skil 15. des og svo langþráð jólafrí.... !
farin að klára pakkningu og þrif
next: Iceland

mánudagur, desember 04, 2006

Shop-a-holics (not so) anonymous

Sjitt hvað mér er búið að takast að eyða miklum peningum på sistone? Örugglega sem nemur fjárlögum meðalsmás bananalýðveldis. Ennnn eins og hún Katrín Friðriksdóttir vinkona mín myndi segja - "Sigrún mín, þetta eru ekki skuldir þetta er bara fyrirfram ráðstöfun á væntum framtíðartekjum" -

Can't (or won't) argue with that!
Free counter and web stats