þriðjudagur, janúar 27, 2009

Þegar ég sé annan....


..... þá kemur hinn ósjálfrátt upp í hugann. (veit samt ekki hvort Steingrímur J. er með FIMM háskólagráður).





mánudagur, janúar 26, 2009

Ég gæti sagt svo margt

... ég ætla samt að sleppa því. En þvílíkur dagur! ÚFF

sunnudagur, janúar 25, 2009

Dexter - nýi uppáhalds


Ég skildi aldrei hvernig Elli nennti að horfa á þennan þátt í fyrra. En nú verð ég að viðurkenna að ég er gjörsamlega dottin inn í seríu 2 (eða ég held þetta sé nr. 2). Algjör snilldarþáttur og svo er Michael C. Hall bara frekar hot sko ....

fimmtudagur, janúar 22, 2009

Bókaklúbburinn


Ég er í bókaklúbbi í vinnunni. Sem er gaman. Við erum reyndar bara nýbyrjuð (erum á bók #2) en þetta byrjaði amk vel. Erum núna að lesa bókina The 7 habits of highly effective people eftir Stephen Covey. Hún er fín, soldið amerísk, en það er margt gott og vitrænt í henni. Til dæmis þessi setning hérna:


"You can't talk your way out of something you behaved yourself into"


Ég held að það sé ekki hægt að vera ósammála þessu. Mér finnst þetta amk mjög satt.

föstudagur, janúar 16, 2009

Bumba og bleikt barnaherbergi

Tvær bumbumyndir, 37vikur og 5 dagar - það styttist!!

Æi mar er nú aðeins farin að láta á sjá enda þreytan farin að segja til sín.


Svo er barnaherbergið tilbúið. Agalega bleikt og fínt. Já það er víst eins gott að þetta sé stelpa :)

þriðjudagur, janúar 13, 2009

Umræður hádegisins

Það spannst umræða um "ljótt" fólk í hádeginu í dag. Ljótt í skilningnum ófrítt. Tekist var á um það hvort lífið væri auðveldara þeim sem eru andlitsfríðir (óháð öðrum mannkostum). Það var skoðun flestra að sennilega væri lífið auðveldara ef maður er sætari en ekki.


Fékk svo þessa mynd í t-pósti í dag - með yfirskriftinni "hann var amk heppinn með veðrið"


p.s. Egill Orri stóð við hliðina á mér þegar ég skrifaði þessa færslu og sá myndina og varð að orði "OJ! mamma þú ert miklu sætari en hún" :)

sunnudagur, janúar 11, 2009

Óléttukvabb

Æi hvað það er óþolandi að vakna með rassinn á manni er ennþá sofandi.

37 vikur í dag - and counting!!

föstudagur, janúar 09, 2009

37 ár

Foreldrar mínir elskulegir eiga 37 ára brúðkaupsafmæli í dag. Það er nokkuð vel af sér vikið hjá fólki sem er ekki nema 55 og 56 ára gamalt þykir mér :)

Innilegar hamingjuóskir mamma og pabbi. Þið eruð og hafið alltaf verið mínar helstu fyrirmyndir í lífinu.

þriðjudagur, janúar 06, 2009

Happy New Year my friends

Ég er ekki viss um að ég muni blogga mikið á mánuðum komandi. Amk ekki á þessum vettvangi. Ég er komin með hálfgert ofnæmi fyrir bloggum og þeirri ótrúlega ómálefnanlegu og lágkúrulegu umræðu sem virðist þrífast á mörgum þeirra (tek það fram að persónuleg vinablogg eru undanþegin þessari skoðun :) Ég er meira að meina þessi fréttatengdu blogg og komment sem þeim fylgja.

En nú styttist í komu bumbubúans og ég mun jafnvel reyna að tileinka henni bara bloggið og lofa að vera dugleg að setja inn myndir fyrir vini & ættingja í "úglöndum".

Hafið það annars sem best á árinu 2009 - fyrir mitt leyti hef ég ákveðið að þetta verði gott og lærdómsríkt ár. Það er allt undir manni sjálfum komið hvernig manni líður. Svo ég quoti Mayu Angelou:

"If you don't like something, change it. If you can't change it, change your attitude. Don't complain."


ta ta Sigrún
Free counter and web stats