laugardagur, september 30, 2006
þriðjudagur, september 26, 2006
255 down, 9745 to go
Jæja þá getur mar bara með góðri samvisku sagt að ritgerðarsmíðin sé hafin. Ég er búin að skrifa heil 1,2,3... 255 orð í ritgerðinni minni. Til þess að koma saman þessum líka roknalanga texta gluggaði ég í 10 heimildir og samtals tók þetta mig um það bil 6 klst. Lauslega útreiknað myndi ég segja að með þessu áframhaldi þá mun ég pottþétt klára ritgerðina fyrir 10. janúar.
Hvaða ár er ekki alveg eins ljóst á þessu stigi málsins.
Góðar stundir
mánudagur, september 25, 2006
Að breyta heiminum
Vá, dáist að svona þrautseignu (segir maður það??) fólki!
Hver segir að maður geti ekki breytt heiminum?
Hver segir að maður geti ekki breytt heiminum?
föstudagur, september 22, 2006
Manni leggst alltaf eitthvað til
Í dag til dæmis tókst mér að eyða restinni af H&M bónusnum mínum í forláta fallegan svartan frakka. Afskaplega klæðileg flík OG grennandi sem er náttúrulega added bonus. Gaman að því.
Annars talaði ég við leiðbeinandann minn í gær sem stappaði vel í mig stálinu og krísunni yfir ritgerðinni er því lokið........ í bili amk. Sit því hérna núna og les hina skemmtilegu bók "Social Change & Development", NAMMI er orðið sem þú ert sennilega að leita að!
miðvikudagur, september 20, 2006
Fyrsti í pirringi
Jæja ég vissi svosem að það myndu koma svona dagar. Er búin að eyða deginum í að reyna að æla upp úr mér nýrri rannsóknaráætlun fyrir nýtt ritgerðarefni. Arrrgh það er BARA búið að covera allar hliðar þessa #%$"/()$# efnis sem ég valdi mér. PIRR PIRR - hitti leiðbeinandann á morgun og grenja á hjálp. OOOOhhhh nenn'essu ekki núna.
þriðjudagur, september 19, 2006
Pöddubit
Það beit einhver ófögnuður mig og nú skarta ég rúmlega þreföldu og rauðþrútnu eyra.
Sechsý OG fochsý... það er það sem þetta er!
Sechsý OG fochsý... það er það sem þetta er!
mánudagur, september 18, 2006
Slys í uppsiglingu
Hmmm sko áðan þegar ég var að hjóla heim þá heyrði ég að eitthvað datt úr hjólinu mínu, við nánari eftirgrennslan reyndist þetta vera risastór skrúfa/bolti eða hvað þetta nú heitir. Ég get ómögulega séð hvar þetta stykki á að vera á hjólinu og þangað til er ég svona frekar "nervös" að hjóla á því. Hvað ef þetta er eitthvað rosamikilvægt stykki (sem þetta lítur út fyrir að vera) og allt í einu á fullri fart þá dettur það í sundur. Þið sem þekkið mig getið ekki neitað því að svoleiðis atvik væri týpískt ég!
sunnudagur, september 17, 2006
Sólarsunnudagur
Fór í IKEA og keypti mér mottu undir sófaborðið. Nú lyktar íbúðin mín eins og tré og moldarbingur já eða trjábörkur. Strange?
Annars er stefnan tekin á Skånes Djurpark með gríslingana Egil og Leó í sólinni. Spurning hvað ólétta kellingin og harðsperrustirða kellingin endast lengi í að hlaupa á eftir þeim þar...... hmmm
Annars er stefnan tekin á Skånes Djurpark með gríslingana Egil og Leó í sólinni. Spurning hvað ólétta kellingin og harðsperrustirða kellingin endast lengi í að hlaupa á eftir þeim þar...... hmmm
föstudagur, september 15, 2006
Friday is here...
kl. er hádegi og kellingin er búin í ræktinni og getur því með mjög góðri samvisku haldið inn í helgina. Í dag er sérstakur gleðidagur því hvað haldiði að hafi komið inn um lúguna rétt í þessu nema GULDBONUS tjékkinn minn frá þeirri stórskemmtilegu búð H&M. Já ó já og ég sem einmitt mátaði 7 (as in SJÖ) flíkur þar í gær sem mig langaði í en keypti ekki. This is destiny, that is what this is people! Svo er þetta líka guiltfree shopping þar sem þetta kemur í formi ávísunar sem einungis er hægt að leysa út í - you guessed it - H & M! Sniiii-hiiiiilld. And it's not even my birthday!!
Ég óska öllum ástvinum mínum nær og fjær jafn yndislegs föstudags og minn stefnir í að verða
toot-a-loo
miðvikudagur, september 13, 2006
akkkurru?
getur ekki verið jafngaman að lesa mastersritgerð um "Politics in Post-Colonial Pakistan" eins og að horfa á ANTM?
p.s. er með svöðusár á viðkvæmum stöðum eftir klósettpappírinn á UB í dag - hey hugmynd! af hverju ekki að taka þetta alla leið og setja bara slatta af dagblöðum þarna inn já eða bara sandpappír.
Á ekki aukatekið sko!
þriðjudagur, september 12, 2006
Spekúlering dagsins
Fór að spá í það í dag hver skírir götur, ég meina hver er í þeirri 5 manna nefnd (sorry smá einkahúmor). sem ákveður nöfnin? Mér finnst eiginlega spurning um að koma upp einhverskonar nafnanefnd í þessu samhengi (já btw VEI! til þeirra foreldra sem fengu í gegn nafnið Tristana á dóttur sína sbr. mbl.is í morgun. Seriously! sumt fólk á ekki að vera neitt mikið að eignast börn). Veitti því athygli að hverfið sem ég var að labba um í dag (í sólinni, heiðskýru og 23°C - sorry bara varð að koma þessu að) að götunöfnin voru soldið svona spes. Meðal annarra var þar að finna Prótókollsgranda, Gestgjafaveg, Ákvarðanagranda og Stjórnarveg. Já já eða dæmi svo sem hver sem vill.
mánudagur, september 11, 2006
Ég er .....
í sjokki yfir því hvað ég er döpru líkamlegu formi. Hélt ég myndi deyja í pallatímanum áðan SKO!
That's right! DEYJA!!
That's right! DEYJA!!
Helgin að baki
og alvara lífsins tekin við. Spurning um að dru**ast til að gera eitthvað í þessari ritgerð minni svona áður en kemur að Nice og (ekki síst) Madridarferðinni miklu! Jahúúúúúú verður na-hæs!
föstudagur, september 08, 2006
Þá er það ákveðið....
Ritgerðarefnið verður sumsé (titill óákveðinn) áhrif (hraðrar) öldrunar kínversku þjóðarinnar á framtíðarvöxt og þróun kínversks efnahagslífs (e. The effect of population aging on China's future sustainable growth). Jajamänsan þetta leggst svakalega vel í mig og ég er spennt byrjuð að lesa bók Ron Disney's (óheppilegt nafn ef mar er 'virðulegur' hagfræðingur við MIT) "can we afford to grow old" og kemur inn á þetta efni. Amk obbosslega sátt við þessa breytingu og finnst hún vera hárrétt ákvörðun. Svo kemur restin bara í ljós. Skil eru 10. jan.
*** *** ***
Annars lögðum við Bryndís og Sigga land undir bíl í dag og drifum okkur í Ullared, þann skemmtilega bæ sem hýsir hið skemmtilega vöruhús Gekås. Þar var verslað smjá svona t.d. kuldagalli á Egil og kuldaskór og sitthvað fleira sem of langt væri að telja upp. Amk fór mín heim með samtals 67 hluti og var þá n0kkrum þúsundköllunum fátækari. En ég verslaði líka slatta af jólagjöfum og eina afmælisgjöf + alls konar aðra (mis)lífsnauðsynlega hluti eins og t.d. forláta blandara, myndaramma og kertakransa.
miðvikudagur, september 06, 2006
Another day in paradis
Fékk grænt ljós á efnisskipti á ritgerðinni minni og er af því tilefni búin að dröslast niðrá aðalbókasafn og skila fullt af doðrungum um stjórnmál og sækja aðra um lýðfræði (e. demographics) Kína. Þetta var greinilega hárrétt ákvörðun að skipta um efni því ég finn að ég er mun spenntari að byrja skrifin en ég var. Talandi um það þá ætti ég kannski að fara að huga að "heimavinnunni"
Toot-a-loo
þriðjudagur, september 05, 2006
Starfsfólk óskast.....
Lánasjóður íslenskra námsmanna óskar eftir fólki í störf þjónustufulltrúa. Umsækjendur þurfa að lágmarki að uppfylla eftirfarandi skilyrði
a) starfsmenn skulu vera almennt vanhæfir í mannlegum samskiptum.
b) starfsmenn (umsækjendur) skulu ekki undir neinum kringumstæðum vera skjólstæðingum sínum hjálplegir þegar þeir hringja inn til sjóðsins. Nær þetta til hvors tveggja, almennrar upplýsingagjafar sem og sérstækra spurninga sem lántakendur kunna að bera upp varðandi lánastöðu sína hjá sjóðnum.
c) starfsmenn (umsækjendur) skulu leggja kapp á að vita sem minnst um starfssemi og reglugerðir (og eða starfsreglur) sjóðsins. Til þess er tekið ef starfsmenn geta í hverju símtali snúið námsmanni/lántakanda á milli sem flestra starfsmanna sjóðsins sem einnig eru skv. ofangreindu vanhæfir til að sinna starfi sínu.
Laun eru skv. kjarasamningum ríkisstarfsmanna. Að auki er boðið upp á sérstaka árangurstengingu og eru kaupaukar þá greiddir út í samræmi við hversu mikið starfsmaður getur snúið námsmanni að óþörfu til útvegunar og innsendingar á ýmsum pappírum sem sjóðurinn hefur áður auglýst að ekki sé nauðsynlegt að senda sjóðnum sérstaklega.
GRRRRR já já mörgum kann að virðast þetta ósanngjarnlega og ómaklega vegið að starfsmönnum LÍN en í dag er ég bara brjáluð út í þetta apparat og þeir mega bara alveg heyra það og hana nú!
mánudagur, september 04, 2006
Kóngsins Kjöbenhavn
Það var ástæða fyrir því að ég nennti ekki til Köben í gær. Ég fór nefnilega í dag í staðinn. MajBritt átti leið þar í gegn svo ég fékk mér barnapíu og skellti mér yfir sundið í smá salat og hvítvín og slúður og kjaftablaður. Obbosslega gaman hjá okkur gellunum. Sigga Dóra kom að sjálfsögðu líka og áður en MajBritt kom fórum við og fengum okkur kaffi á Baresso. Ég borgaði með 50 evru seðli sem mér hafði áskotnast og fattaði þegar ég var að labba út að ég hafði heldur betur verið ofrukkuð því þegar ég reiknaði þetta út höfðu kaffibollarnar tveir kostað ríflega 100 DKK eða um 1200 kr. Þetta var náttúrulega rasstaka af verstu gerð fyrir námsmanninn en þar sem ég hafði ekki hirt um að taka kvittun (og í ljósi þess að þetta voru nú eftir allt saman DANIR sem voru við afgreiðsluna) þá nennti ég ekki að fara að rífast í þeim. En ég borga ALDREI aftur með evrum í Danaveldi, svo mikið er víst.
Svo er það bara alvara lífsins á morgun þegar skólinn byrjar hjá mér. Ég hef verið að íhuga alvarlega, já og er eiginlega bara búin að ákveða að skipta um ritgerðarefni í mastersritgerðinni minni. Nú er bara að fá approval á það hjá henni Kristinu leiðbeinandanum mínum. Það er nú varla meira en formsatriði. En ég finn að þetta er rétt ákvörðun, ég er strax miklu spenntari fyrir skrifunum, sem hafa annars hangið yfir mér frekar en verið tilhlökkunarefni, hingað til. Nú þarf kona nú samt að fara að bretta upp ermarnar ef maður ætlar að hafa 'efni' á að fara til France og svo Madridar eftir það eftir minna en mánuð.... uss uss þessir fátæku námsmenn :)
sunnudagur, september 03, 2006
Eirðarleysi
Eyrðarleysi - nei það er skrifað eirðarleysi. En sumsé já ég þjáist af því í dag. Það er sunnudagur og úti er svona frekar rigningarlegt. Þetta er kannski arfur eftir Íslandsdvölina að finnast ég endilega þurfa að 'gera eitthvað' í dag. Fara eitthvað or something. Get ómögulega bara setið heima hjá mér og 'slakað'. Þá er bara spurningin hvað ég ætti að gera/fara. Köben er náttúrulega bara rétt hinum megin við sundið en það er satt best að segja takmarkað hvað ég nenni þangað með blessað barnið sem er ekki eins mikill heimsborgari (tjaa right) og móðir hans. Þá er það að gera eitthvað hérna Svíþjóðarmegin og það takmarkast verulega af því að eiga ekki bíl (sem ég er reyndar bara fegin) svo um er þá að ræða eitthvað á þokkalega þægilegum strætóradíus frá Lundi. Æi mér dettur ekkert í hug. Auk þess sem ég er nokkuð viss um að þetta myndi krefjast þess að ég færi úr náttfötunum og í föt and I can't be bothered.
laugardagur, september 02, 2006
Síma-blús
Alheimsöflin eru greinilega að plotta gegn mér og vilja að ég sé í sem minnstu sambandi við umheiminn, amk gegnum síma. Ekki nóg með að heimasíminn hafi í örvæntingu yfir fjarveru minni ákveðið að fyrirfara sér þá er sænski gemsinn minn einnig horfinn á vit feðra sinna. Heimasíminn gæti hins vegar líka verið andsetinn því hann hringir en það er enginn leið að svara í hann (nema stundum og þá oftast með því að fjarlægja fyrst batteríin og setja þau svo í aftur, en það hefur enginn hringjandi þolinmæði í þá athöfn svo ég missi af flestum símtölum sem hingað berast. Sem er að vísu kostur því ég hef verið blessunarlega laus við símasölumenn æsta í að selja mér pappír & berjaljós á meðan). ANYWAY ég 'bössaði' það í El-giganten í dag og fjárfesti í Phillips gæðasímtæki (vona ég) sem nú liggur í hleðslu og bíður spenntur eftir að veita mér ómælda gleði í símtölum við vini&vandamenn.
p.s. og við minnum af því tilefni á símanúmerið okkar (+46) 46 14 19 76 ( en einnig vinsamlega á tveggja tíma mismuninn á klukkunni)
föstudagur, september 01, 2006
Nýi fákurinn
Hérna sjáið þið nýjasta meðlim fjölskyldunnar á Kämnärsvägen 5D - hann hefur fengið nafnið Blámann (bara fyrir þig Inga mín!). Ég (semi-) setti það sjálf saman, eða já við skulum bara segja það. Hjörtur nágranni minn var síðan svo elskulegur setja á það bæði körfuna og bögglaberann. Dásamlegt og takið eftir því hversu rækilega það er læst við staurinn. Þetta er sko einhver über 7-unda stigs lás sem þolir allt! Nú verða engir sjénsar teknir. (hmm leiðir hugann óneitanlega að því hvað gerist þegar ég týni svo lyklinum að honum???)